Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 23.01.2015, Qupperneq 48
Surtur nr. 30 9% 33 cl. 999 kr. Ummæli dómnefndar: Hér erum við komin í fjárhúsið. Þetta er bara tað, ekki taðreykur. Þetta er eins og að drekka skít! Hann er flottur í glasi. Það má finna bragð sem minnir á tvíreykt hangikjöt... en það er hrikalega mikill skítur þarna. Þetta er hrikalegur bjór. Þessi er alveg út úr kú. Þorrakaldi 5,6% 33 cl. 405 kr. Ummæli dómnefndar: Mjög sæt lykt. Fallegur á litinn. Skrítin beiskja sem situr eftir, römm beiskja. Já, hann er rammur. Skilur eftir skrítna áferð í munninum. Þessi er ekki nógu góður. Steðji Hvalur II þorraöl 5,1% 33 cl. 489 kr. Ummæli dómnefndar: Reykur í lyktinni, aska í bragðinu. Ég finn bara kúka- bleiulykt. Bragðið er verra en lyktin. Mér finnst ein- mitt lyktin verri en bragðið. Ég hef ekki smakkað alla bjórana frá Steðja en mér finnst þessir Hvalabjórar bestir af þeim. Skrítin áferð á honum. Þessi stendur undir litlum væntingum. Þorraþræll 4,8% 33 cl. 404 kr. Ummæli dómnefndar: Það er fjósalykt af þessum! Hann er þunnur, mjög þunnur. Rosalega vatns- kenndur. Þetta er ekki ESB-bjór fyrir fimmaura. Það er eins og þeir séu hættir að pæla í að þetta eigi að vera bitter. Surtur nr. 8 12% 3 tegundir saman í gjafaöskju með glasi. 4.777 kr. Ummæli dómnefndar: Þéttur og fínn. Mjög dökkur. Súkkulaði, sæta og rist. Allt á sínum stað. Alkóhólríkur. Ég hélt að hann yrði þéttari en þetta. Hann er ekki mjög flókinn. Það er ein- hver sykur í bragðinu, brúnn sykur. Þessi stendur fyrir sínu. Surtur nr. 8.2 12% Þroskaður í bourbon-tunnu. 3 tegundir saman í gjafaöskju með glasi. 4.777 kr. Ummæli dóm- nefndar: Rosa fín lykt! Ég drakk mikið af Jack Daniels fyrir tíu árum, þessi bourbon- kemur minnir mig á þann tíma. Tunnan hefur farið vel með hann. Betri, þétt- ari en for- veri hans. Tunnan gerir hann skemmti- legri. Þetta er flaska til að deila. 48 þorrabjór Helgin 23.-25. janúar 2015 Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Surtur bæði besti og versti þorrabjórinn Þ orrinn gengur í garð í dag með t ilheyrandi veislu-höldum. Nú ilma heimili og veislusalir af þorramat og í ofaná- lag kemur þorrabjórinn í sölu í Vín- búðunum. Að þessu sinni eru tíu bjórar í boði auk mjaðarins Galar sem Borg brugghús selur. Þar af eru þrjár tegundir af Surti ein- göngu seldar saman í gjafaöskju með glasi. Félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, smökkuðu alla bjórana að vanda ef frá er skilinn þorrabjór Gæð- ings sem barst ekki í tæka tíð. Fág- unarfólkið var misánægt með úrvalið að þessu sinni. Fjórða árið í röð þykir Surtur besti þorrabjórinn en nú ber svo við að upphaflegi Surturinn og af- kvæmi hans þótti afar vel heppnaðir en nýr Surtur þótti versti bjórinn sem í boði var að þessu sinni. Galar nr. 29 8,8% 33 cl. 888 kr. Þorragull 5,6% 33 cl. 380 kr. Ummæli dóm- nefndar: Flottar umbúðir, flottur hrúturinn. Hann er rosalega þunnur, eiginlega vatnskenndur. Það geta allir drukkið þennan. Hann er góður síðast á þorra- blótið. En það er ekkert þorralegt við þennan bjór – eða hvað í bragðinu kallar á þorra? Betri en venjulegi Egils Gull. Einiberja Bock 6,7% 33 cl. 429 kr. Ummæli dóm- nefndar: Frísk og þægileg lykt. Örlítið af eini- berjum, ekki mikið. Pínu „fruity“. Fallegur á litinn. Það er ekkert að þessum. Hann gerir það sem Bock á að gera, hlýjar að- eins. Það er smá hiti í honum. Ég get vel hugsað mér að klára þennan. Surtur nr. 8.3 12% Þroskaður í sérrí-tunnu. 3 tegundir saman í gjafaöskju með glasi. 4.777 kr. Ummæli dóm- nefndar: Sérríið er ekki eins áberandi og bourbon-lyktin af 8.2. Mjög góð lykt. Sætt bragð. Ekki „búsí“. Þetta er spænskt, þurrt sérrí. Alvöru. Þessi er bestur af þeim þremur. Hann er rosalega mjúkur. Gott eftir- bragð. Þetta gæti verið desertbjór. Borg brugghús sendir annað árið í röð frá sér mjöð á þorra, að þessu sinni Galar. Þar sem ekki er um bjór að ræða er Galar ekki inni í hinni eiginlegu bragðprófun en sérfræðingar Fréttatímans fengu að bragða á honum. Galar þótti mun betur heppn- aður en Kvasir, forveri hans. Sérfræðingarnar mæla með því að fólk geymi mjöðinn og bragði á honum eftir nokkra mánuði, jafnvel allt að ári. Bestur fyrir fjöldann GestaBjór Besti ÞorraBjórinn siGurveGari Fágunarfólkið sem smakkaði á þorrabjórunum. Frá vinstri eru Hrafnkell Freyr Magnússon (32 ára. Eigandi Brew.is. Eftirlætis bjórstíll: Súrbjórar), Margrét Grétarsdóttir (31 árs framleiðandi. Eftirlætis bjórstíll: IPA), Viðar Hrafn Steingrímsson (41 árs kennari. Eftirlætis bjórstíll: Porter og Stout) og Bjarki Þór Hauksson (25 ára landfræðingur. Eftirlætis bjórstíll: Saison) Ljósmynd/Hari KAUPTU FJÓRAR FÁÐU SEX HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI Ummæli dómnefndar: Minnir óneitanlega á munnskol, listerine. Mikil tannkremslykt. Mjöðurinn í fyrra var ekki tilbúinn en þessi er nær því. Þessi er farinn að minna á þá miði sem maður hefur smakkað. Hann er bæði sætur og þurr. Ég mun kaupa mér flösku og geyma hana. Geymslu- þolið er til 2034 svo það ætti að vera í lagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.