Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Síða 60

Fréttatíminn - 23.01.2015, Síða 60
 takt við tímann Eygló Hilmarsdóttir Tíðahringsappið breytti lífi mínu Eygló Hilmarsdóttir er 22 ára Hafnfirðingur sem búsett er í miðbæ Reykjavíkur. Hún er einn höfunda og leikara í Konubörnum sem nú eru sýnd í Gaflaraleikhús- inu við góðan orðstír. Eygló er skóböðull og býr sig undir að búa til eigið pestó með Kitchen Aid töfrasprota sem hún fékk í jólagjöf. Staðalbúnaður Ég geng í allskonar fötum og hef engan sérstakan stíl. Ég kann eiginlega ekki rassgat að klæða mig en reyni þó að láta mér ekki verða kalt. Ég er líka skóböðull og hálf skammast mín í hvert skipti sem ég kaupi mér skó. Ég geng með veski sem amma mín átti, ég hef notað það í þrjú ár og þegar ólin slitnaði batt ég bara hnút á hana. Ætli ég eigi ekki þrjá skartgripi og það er bara tímaspursmál hvenær ég týni þeim. Ef fólk vill frekari innblástur varðandi tísku og stíl má það fylgja mér á Twitter, @eygloh. Hugbúnaður Ég er að vinna í Borgarleikhúsinu, meðal annars við að sjá um krakkana í Billy El- liot og Línu langsokki. Þegar ég var í MR varð Kaffitár í Bankastræti að „hangout“- stað og ef ég nenni ekki að drekka kaffi heima hjá mér fer ég þangað. Þar hitti ég yfirleitt einhvern sem ég þekki. Þegar ég fer út að djamma fer á staði sem vinkonur mínar vilja fara á, það eru helst staðir sem Sunna Ben eða Logi Pedro eru að „dj-a“ á. Mér finnst annars geðveikt gaman að horfa á bíómyndir, fara í leikhús eða á tónleika. Eða að horfa á grínþætti. Ég horfi á The Office, The Mindy Project, Parks and Recreation, Broad City, 30 Rock og Girls. Vélbúnaður Eiga ekki allir Macbook Pro og snjall- síma í dag? Ég á bláan iPhone 5c sem ég keypti af kærasta vinkonu minnar sem heitir Jökull Sólberg. Hann er frábær og þeir báðir reyndar, síminn og Jökull. Ég er frekar virk á Twitter og ég get mælt með einu appi sem breytti lífi mínu. Það er tíðahringsappið Clue, ég mæli hjartan- lega með því – fyrir alla. Aukabúnaður Ég fékk Kitchen Aid töfrasprota í jólagjöf með allskonar aukahlutum og stillingu svo nú get ég búið til pestó ef ég stíg pestóskrefið einhvern tímann til fulls. Ég og kærastinn minn erum frekar dugleg að elda, svona miðað við jafnaldra okkar. Hann er með einhvers konar dellu fyrir matargerð núna og er rosa duglegur að elda fyrir mig sem er gott því ég er í kvöldvinnu og hef ekki mikinn tíma til þess. Mamma kenndi mér allt sem ég kann þegar kemur að eldamennsku og það er einn indverskur réttur sem við eldum mjög gjarnan, hann er með möndl- um og einhverju stússi. Ég fór einmitt í bakpokaferðalag til Indlands og Nepal í fyrra. Það var alveg sturlað. Ég fór líka til New York. Stóra planið er að fara í aðra reisu með kærastanum, annað hvort um Asíu eða Balkanskagann. Lj ós m yn d/ H ar i  kEppni vEttvangur fyrir lEikjasköpun Ólafur Andri Ragnarsson er formaður Samtaka leikja- framleiðenda og aðjúnkt við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann segir árlega Game Creator tölvuleikja- keppni tilvalinn vettvang fyrir þá sem hafa frábæra hug- mynd af tölvuleik eða þá sem hafa einfaldlega alltaf langað til að búa til tölvuleik eða fræðast um leikjahönnun. Keppnin er hafin en það er enn hægt að skrá sig til leiks. „Þátttakendum í keppninni er boðið að taka þátt í fjórum vinnustofum í HR þar sem sérfræðing- ar veita aðstoð við gerð leikjanna. Sú fyrsta fór fram síðastliðinn laugardag og þá mættu yfir 60 manns sem er til marks um mikinn áhuga á leikjagerð,“ segir Ólafur. Í fyrstu vinnustofunni voru þátttakendur leiddir í gegnum hugmyndavinnu og frumgerð að leik. Í næstu vinnustofu, sem fram fer á morgun, laugardag, mun Hannes Högni Vil- hjálmsson, dósent við HR, kenna leikjahönnun og í þeirri þriðju sem fram fer viku seinna mun Ari Knörr, kennari hjá Margmiðlunarskólanum, kenna hvernig á að búa til mynd- efni og grafík. „Þátttakendur geta því lært margt í vinnu- stofunum,“ segir Ólafur. Nú þegar hafa 12 lið skráð sig til leiks og eru þátttakendur yfir 50 talsins. „Það er ekkert aldurstakmark í keppnina. Keppendurnir eru á öllum aldri, frá grunnskólakrökkum og upp úr en flest teymin eru þó samsett af menntaskóla- og háskólanemum,“ segir Ólafur. Aðspurður um kynjahlutfall segir hann að strákarnir séu meira áberandi. „Við sjáum samt sífellt fleiri stelpur og það er eitthvað sem við erum rosalega ánægð með. Stelpurnar eiga fullt erindi í þetta, þær eru hugmyndaríkar og koma oft með mjög góða innsýn í strákateymin.“ Frá því að keppnin hófst fyrir fjórum árum hafa Samtök leikjaframleiðenda fengið yfir 50 leiki til umsagnar. „Fáeinir þeirra hafa verið þróaðir áfram og orðið að alvöru leikjum. Í öðrum tilfellum hefur hæfileikaríkt fólk notað þessa keppni sem stökkpall yfir í störf hjá leikjafyrirtækjum. Okkar mark- mið er að búa til vettvang fyrir leikjasköpun og vonum við auðvitað að keppnin muni hafa jákvæð áhrif á leikjamark- aðinn,“ segir Ólafur. Skila þarf fullbúnum tölvuleik, sem hægt er að spila, fyrir laugardaginn 14. febrúar. Nánari upp- lýsingar um keppnina má finna á http://gamecreator.igi.is Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Keppt um besta tölvuleikinn Ólafur Andri Ragnarsson, formaður Sam- taka leikja- framleiðenda. Yfir 50 leikir hafa orðið til á síðustu fjórum árum í keppni í tölvuleikjagerð á vegum Sam- taka leikja- framleiðenda. LOKADAGAR ÚTSÖLU 50-70 % Nýjar vörur frá KLAPPARSTÍGUR 40 · 101 REYKJAVÍK · SÍMI 571 4010 60 dægurmál Helgin 23.-25. janúar 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.