Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Side 62

Fréttatíminn - 23.01.2015, Side 62
 TónlisT Jeff Who? Tekur þáTT í JúróvisJón Söngvarinn Bjarni Lárus Hall, sem gjarnan er kenndur við hljómsveitina Jeff Who?, flytur lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem hefst síðar í mánuðinum. Lagið heitir Brotið gler og samdi Bjarni það í samstarfi við upptökustjórann Axel Árnason. Hann segist spenntur en líka kvíðinn en mun njóta stuðnings frá hljómsveitinni sinni, Jeff Who?, á sviðinu. u ndirbúningurinn er að hefjast og mér sýnist þetta verða svolítið stíft pró- gram,“ segir Bjarni Hall, söngvari Jeff Who?, sem tekur þátt í Söngva- keppni Sjónvarpsins. „Það er fullt sem þarf að gera sem er gaman. Strákarnir í hljóm- sveitinni verða með mér á sviðinu sem er mjög gott,“ segir Bjarni, sem segir alla hafa verið til í það að taka þátt, þrátt fyrir að Júróvisjón sé ekki eitthvað sem þeir eru vanir. „Þeir tóku bara vel í það, við erum svo góðir vinir að það er gaman að gera þetta saman. Ég var eitt sinn með fordóma gagnvart þessari keppni en með aldrinum hættir maður að pæla í því og hefur bara gaman af þessu,“ segir Bjarni. „Ég geri þetta algerlega á mínum forsendum og tel litlar líkur á því að ég detti í einhvern Júró-gír, en maður veit það ekki. Fólkið á RÚV ýtir manni líka út í það að gera það sem manni finnst réttast, þeir eru ekki með einhverjar kröfur.“ Lagið Brotið gler var ekki sam- ið fyrir keppnina en þeir Bjarni og Axel áttu lagið og vissu í raun ekki hvað þeir ættu að gera við það. „Lagið varð til árið 2007 og í fyrra ákvað ég að taka það upp,“ segir Bjarni. „Ég var ekki á því að senda það í neina spilun því ég var ekki viss hvað ég ætlaði að gera næst, svo það var bara tilvalið að senda það í keppnina. Það var samið á ensku og mér finnst persónulega enska útgáfan flottari, svo mark- miðið er að komast í úrslit svo ég geti flutt það á ensku,“ segir Bjarni, en öll lögin í keppninni þurfa að vera flutt á íslensku í undankeppn- inni. Bjarni er mjög spenntur fyrir þátttökunni og hlakkar til að heyra hin lögin. „Það verður gaman að hlusta og fylgjast með hinum lög- unum. Ég er búinn að vera fastur í mínu lagi svo lengi að það verður gaman að heyra hin,“ segir hann. „Ég er aðallega stressaður líka. Þegar ég frétti að lagið hefði kom- ist inn var ég glaður í u.þ.b. 3 sek- úndur en svo varð ég bara stress- aður,“ segir Bjarni Lárus Hall. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Glaður í 3 sekúndur en svo kom stressið Jeff Who? mun standa við hlið Bjarna Hall í Söngvakeppninni. Mynd/Hari  þorrinn halTu kJafTi er fyrsTa þorralagið í háa herrans Tíð Hafnfirskir rokkarar gefa út þorralag Pollapönkarinn og Botnleðju- söngvarinn Heiðar Örn Kristjáns- son segir þorralög alveg vanta á þessum árstíma. Hann tók til sinna ráða og stofnaði þorrahljómsveit- ina Það sem úti frýs, og fór í hljóð- ver og tók upp þorralagið Haltu kjafti. „Mér hefur fundist vanta hressandi þorralag með viðeigandi samsöng og vitleysisgangi,“ segir Heiðar en lagið sem kemur út í dag, bóndadaginn, er hafnfirsk framleiðsla. Meðlimir sveitar- innar eru þeir Þröstur „skrýtni“ Harðarson, Magnús Leifur, Þór- hallur Stefánsson og Viðar Hrafn Steingrímsson. „Við erum á því að það hafi verið vöntun á þessu, fyrir utan þorraplötuna sem Ragga Gísla gerði á sínum tíma. Þetta er aftur á móti lag sem hentar öllum mannamótum vel, og allir geta tekið undir,“ segir Heiðar. „Planið er að reyna að koma eitthvað fram í kringum þorrann, þó bandið sé nú bara að skríða úr eggi, en það væri vissulega gaman að koma fram á góðu mannamóti.“ Heiðar var ráðinn æskulýðsfulltrúi Vídalínskirkju í Garðabæ í vetur og segir hann það hafa verið þung skref í Garðabæinn fyrir eldheita FH-inginn. „Þetta var mjög erfitt fyrst, en ég er búinn að ná mér,“ segir Heiðar. „Allavega út á við, inn á við græt ég hástöfum.“ Haltu kjafti fer í spilun á öllum útvarpsstöðvum í dag og verður einnig fáanlegt á www.tonlist.is. -hf Hljómsveitin Það sem úti frýs. Skrýtnir Hafnfirðingar sem hafa sent frá sér lagið Haltu kjafti. Kex Hostel mun halda sína árlegu skosku menningarhátíð í fjórða sinn helgina nú um helgina í samstarfi við Edinborgar- félagið á Íslandi, Icelandair og Vífilfell. Burns nótt er haldin ár hvert í Skotlandi þann 25. janúar, á afmælisdegi þjóðskálds Skota, Robert Burns. Henni er fagnað með skoskum mat, drykk og tónlist og að sjálfsögðu ljóðlist Robert Burns. Kex Hostel hefur boðið skoskum sekkjapípuleikara til landsins sem mun sjá til þess að Burns nótt fari fram í samræmi við hefðir og reglur. Einnig munu hljómsveitinarnar Two Wings, Ben Reynolds & Guests og tónlistarkonan Hanna Tuulikki koma fram á hátíðinni. 4.000 eintök af Nesbø Löng bið aðdáenda norska spennusagna- höfundarins Jo Nesbø eftir nýrri bók hans á íslensku er á enda. Í dag, föstudag, kemur út bókin Afturgangan sem er sú fyrsta á íslensku í tvö ár. Forlagið nældi sér nýverið í útgáfuréttinn á bókum hans eftir að Uppheimar lögðu upp laupana. Hjá Forlaginu eru bundnar miklar vonir við Afturgönguna og er fyrsta upplag hvorki meira né minna en fjögur þúsund eintök. Upplag sem margir íslenskir höfundar láta sig dreyma um. Bækur Jo Nesbø hafa notið mikilla vinsælda hér á landi og um heim allan. Alls hafa yfir 23 milljónir eintaka af bókum hans selst í heiminum og þær hafa verið þýddar á yfir 40 tungumál. Frönsk kvikmynda- hátíð hafin Hin árlega Franska kvikmyndahátíð í Háskólabíói hófst í gær, fimmtudag, og stendur yfir til 2. febrúar. Leikarar opnunarmyndarinnar Ömurleg brúðkaup, þeir Noom Diawara og Medi Sadoun voru heiðursgestir við opnun hátíðarinnar. Myndin hefur slegið í gegn og hafa nú þegar 12 milljónir áhorfenda séð hana í Frakklandi. Íris Hólm til Litháen? Söngkonan Íris Hólm á lag í for- keppni Eurovision í Litháen, ásamt upptöku og hljóð- manninum Daða Georgssyni. Íris er þó ekki flytjandi sjálf heldur verður það flutt af litháískum flytjendum ef það kemst í undankeppnina sjálfa. Fyrirkomu- lagið í Litháen er þannig að almenningur kýs um þau lög sem send hafa verið inn og þau hlutskörpustu keppa í undankeppn- inni. Nú stendur yfir kosning um hvaða lög keppa um titilinn í Litháen og spennandi verður að fylgjast með hvort lagið Sounds Of Colors kemst alla leið. Burns nótt á Kex Hostel bakaðar kjúklingabringur Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með ferskum kryddjurtum og rjómaosti. Gottimatinn.is 62 dægurmál Helgin 23.-25. janúar 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.