Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Qupperneq 11

Frjáls verslun - 01.11.2011, Qupperneq 11
FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 11 Þegar farið er út fyrir borgina er ekki langt að rótum Klettafjalla og þá opnast ótal mögu leikar til útivistar, náttúruskoðunar, göngu ferða, flúða­ siglinga, kajakróðurs og fjalla klifurs, að ekki sé minnst á frábæra golf velli og skíðasvæðin þar sem Aspen, eitt þekktasta skíðasvæði heims, er. Eitt sem örugglega á eftir að freista margra er ökuferð eftir bundnu slitlagi upp á tind Mount Evans í 4.363 m hæð. Nokkrir áhugaverðir staðir Enginn kemur til með að segja við ferðamann sem kemur til Denver að hann geti í stuttri hem sókn skoðað alla áhugaverðu staðina sem í boði eru, til þess þarf meira en eina ferð. Hér verður í stuttu máli greint frá nokkr - um áhugaverðum viðkomustöðum í og við Den ver. Þinghús Colorado er virðuleg og gömul bygging í korintustíl, húsið er byggt úr gran íti þar sem meðal annars er merkt ein trappa sem er nákvæmlega eina mílu yfir sjávarmáli. Frá hringlaga útsýnispalli efst í byggingunni má sjá 200 fjöll sem öll eiga sér nafn og er bannað samkvæmt lögum að byrgja útsýnið. Frí leiðsögn er um þinghúsið á virkum dögum. Listasafn Denver eru tvær ólíkar byggingar. Þarna má sjá stærsta safn sem til er um list frumbyggja Bandaríkjanna, auk fágæts safns bandarískra og evrópskra meistara. Tvær stórar sýningar verða í listasafninu árið 2012. „Yves Saint Laurent: A retrospective“ og sýning sem nefnist „Becoming Van Gogh“. 16th Street Mall skartar 200 trjám og 50.000 blómum. Um er að ræða mílulangar göngu- götur sem eru með 28 útiveitingastöð um og þarna gefur besta tækifærið til að skoða mannlífið. Strætisvagnar ganga um svæðið sem stoppa á hverju götuhorni og kost ar ekkert að ferðast í þeim. Þegar skyggja fer birtast hestvagnar sem fólk getur ferðast í. LoDo, sögulegt hverfi, er með mörgum gömlum vöruhúsum sem búið er breyta í bjórkrár, veitingastaði og kaffihús. Fjörugt næturlíf á kvöldin, m.a. á djassbarnum El Chapultepec, sem Esquire valdi einn af 50 bestu börum í Bandaríkjunum. Denver-dýragarðurinn er fjórði vinsælasti dýragarðurinn í Bandaríkjunum. Stór dýra- garður í fallegu umhverfi þar sem dýrin, sem eru af öllum stærðum og gerðum, fá yfir leitt meira pláss en í öðrum dýragörðum. Fljótlega verður opnað 10 hektara svæði fyrir fíla og nashyrninga. Cherry Creek-versl - unarhverfið. Rúmlega 500 verslanir eru á Cherry Creek-svæðinu. Stærst er Cherry Creek Shopping Center sem er nýupp­ gerð verslunarmiðstöð þar sem margar af fín ustu verslunum Bandaríkjanna eru með verslunarrými. Á norðurhluta svæðisins eru veitingastaðir, líkamsræktar stöðvar og almenningssöfn. Coors-bjórverksmiðjan er stærsta bjór verk - smiðja í heiminum og notar sama vatnið úr Klettafjöllunum og var notað þegar verk - smiðj an var stofnuð 1873. Boðið er upp á fríar ferðir í hópum þar sem bjórframleiðslan er skoðuð, ferð sem endar á fríum bjór fyrir alla sem orðnir eru 21 árs. Echo Lake og Mount Evans. Hæsti vegur með slitlagi í Bandaríkjunum nær í um 4.362 metra hæð frá sjávarmáli. Hann liggur upp á Mount Ev­ ans og er aðeins opinn frá maí fram í byrjun október. Vert að gera smástopp á ferðinni við Echo Lake þar sem eru góðar göngu­ leiðir og hægt að renna fyrir fisk. Klettafjallaþjóðgarðurinn. Fyrir þá sem vilja eyða heilum degi eða rúmlega það í eina ferð þá er heimsókn í Klettafjöllin besti kost urinn. Um er að ræða vinsælasta ferða­ mannastaðinn í Colorado. Keyra þarf 114 kílómetra frá Denver til að komast þangað. Gönguslóðar eru 563 km langir og lands­ lagið stórkostlegt þar sem háir fjallatindar, straumþungir fossar og fjallavötn verða á leið ferðamannsins. Og ekki má gleyma dýralífinu, sem er fjölskrúðugt. Vetrargarðurinn. Aspen og Vail eru þekkt- ustu skíðastaðir í Colorado og auðvelt að komast þangað frá Denver, en Denverborg rekur eigin skíðamiðstöð, Winter Park. Með - an á skíðavertíðinni stendur má búast við að sólin skíni í 106 daga. Á sumrin er Winter Park vinsæll útivistarstaður. „Listasafn Denver eru tvær ólíkar byggingar. Þarna má sjá stærsta safn sem til er um list frumbyggja Bandaríkjanna.“ Tvær milljónir farþega 2012 Flugáætlun Icelandair, dótturfélags Icelandair Group, fyrir árið 2012 er sú stærsta í sögu félagsins og um 13% umfangsmeiri en 2011. Nýr heilsársáfanga­ staður, Denver í Colorado, bætist við og ferðum er fjölgað til ýmissa borga í Bandaríkjunum og Evrópu. Gert er ráð fyrir að farþegar félagsins verði um tvær milljónir á árinu 2012, en samkvæmt áætlunum verða þeir tæplega 1,8 milljónir árið 2011. Alls verða 16 Boeing 757­flugvélar nýttar til áætl­ unarflugsins næsta sumar, tveimur fleiri en 2011. Flugvélar félagsins munu taka á loft allt að 400 sinnum á viku yfir sumarið og farþegafjöldinn verður um 10 þúsund manns á sólarhring þegar mest lætur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.