Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Qupperneq 44

Frjáls verslun - 01.11.2011, Qupperneq 44
44 FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 E N N E M M / S ÍA / N M 4 9 4 5 2 2012 Lífæð samskipta Hvort sem þau voru um kopar, ljósleiðara eða örbylgju og hvort sem þau enduðu í tölvu, síma, sjónvarpi eða kannski í hátt stilltum hátölurum með uppáhaldstónlistinni þinni – viljum við þakka þér fyrir samskiptin á árinu 2011 með ósk um að sambandið verði jafnvel enn traustara á komandi ári! Míla byggir upp og rekur fullkomnasta fjarskiptanet á Íslandi. Míla sér fjarskipta-, síma- og afþreyingar fyrirtækjum fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og kopar strengja sem tengja byggðir landsins við umheiminn. Míla er mikilvægur hlekkur í öryggisfjarskiptum landsins á sjó, landi og lofti. www.mila.is Jón Snorri Snorrason, lektor við viðskipta- fræð ideild Háskóla Íslands: FYRIRTÆKIÐ OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ þau hafa orðið Umhverfi fyrirtækja virð ist lítið hafa breyst á árinu og mörgum þykir ansi hægt gan ga að koma hjólum atvinnulífsins af stað aftur. Það hafa ekki verið nein ar stór - framkvæmdir settar í gang og fáar fjárfestingar fyrir tækja. Hluti af þessum töfum er seinagangur í banka kerfinu í endurskipu­ lagningu fyrirtækja og hefur það verk tekið mun lengri tíma en margir áttu von á. Þetta er staðfest í riti Seðlabank ans um fjármálastöðugleika sem birt var nýlega en þar segir Seðlabankinn að markviss endurskipu lagning skulda lífvænlegra fyrirtækja sé nauðsynleg til að tryggja þeim eðlilegt starfsumhverfi. „Skuldir íslenskra fyrirtækja sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru þrátt fyrir endurskipulagningu og afskriftir enn með þeim hæstu meðal þróaðra ríkja,“ segir í skýrslunni. „Ef fyrirtæki koma of skuldsett úr endurskipulagn ­ ingunni kann það að verða dragbítur á eðlilega fjárfestingu þessara fyrirtækja til lengri tíma litið og hægja á efnahagsbatan- um. Jafnframt kunna eignir bank anna að vera ofmetnar, sé skulda þol fyrirtækja ofmetið við endur skipulagninguna.“ Þetta sést ekki síst þegar fyrir ­ tækin eru loks seld frá bönk un - um en það er gert með slík um niðurfellingum á skuldum að vandséð verður hvernig hin sem stóðu storminn af sér geti keppt í nýju umhverfi. Nefna má bílamarkaðinn í þessu sam­ bandi en nú hafa bankarnir selt þessi fyrirtæki úr sinni eigu með gríðarlegum niðurfellingum á skuldum og nú blasir við hörku samkeppni á næsta ári á þessum markaði og verður at hyglisvert að sjá hvernig nýir eigendur munu koma inn á þann markað.“ Jón Snorri segir að jákvæð teikn séu í árslok og sé skráning Haga fagnaðarefni og þær við tökur sem sú skráning hlaut. „Það verður til þess að þau fyrir ­ tæki sem eru nú í eigu banka og Framtakssjóðsins geti komið fyrr inn á hlutabréfamarkað en ætlað var og verður spennandi að sjá hvort önnur fyrirtæki fylgi hér eftir.“ Jákvæð teikn í árslok Dr. Valdimar Sigurðsson, dósent við við- skiptadeild Háskólans í Reykjavík: MARKAÐSHERFERÐIN Valdimar Sigurðsson segir að það sem sér finnist standa upp úr á árinu sem er að líða hvað varðar markaðssetningu sé aukin fagmennska fyrirtækja og markvissari notkun á ýmiss konar tæki og tólum. Hann nefn ir í því sambandi hluti eins og vefmarkaðssetningu – t.d. markaðssetningu á Facebook :og leitarvélafræði – og vefgrein­ ingar – t.d. Google Analytics. „Hér liggja mikil tækifæri, t.d. í farsímum og greiningum á einstaklingsmiðuðum upplýsing­ um sem liggja jafnvel nú þegar hjá sumum fyrirtækjum. Það verð ur mikil áskorun að tengja saman upplifun neytenda í raun heimi, t.d. verslun, og á net inu, á heimasíðunni, og fara í gegnum kauphegðunarferilinn á kerfisbundinn hátt í leit að virð isaukningu fyrir neytendur, vandamálum og tækifærum til hagræðingar. Of mikið af íslenskri markaðs­ setningu er þó enn á lágu plani og frekar bitlaust og má þar til dæmis nefna útvarpsauglýsing- ar þar sem hlustendur heyra – ef þeir ná ekki að skipta um rás – tvo aðila ræða um ágæti einhverrar vöru sín á milli, oft á ansi klisjugjarnan hátt. Ef eitt- hvert bit er í auglýsingum virðist það helst vera í tilboðum og verð lækkunum þar sem fyrirtæki auglýsa mikla lækkun vöru­ verðs, „tax free“ eða „outlet“. Þetta er auðvitað ansi leiðinleg þróun, að sjá íslenskuna ekki duga lengur til að auglýsa allar verðlækkanirn ar. Auðvitað er stærri markaður núna fyrir vörur og þjónustu í lægri verðflokki og fyrirtæki orðin klókari í eftir- spurnarstjórnun, t.d. með ótal hópkaupsíðum að fyrirmynd erlendra síðna líkt og Groupon og Livingsocial sem hafa notið sívaxandi vinsælda á árinu. Það verður gaman að sjá hvort slíkum síðum tekst að auka enn frekar styrk sinn með einstakl­ ingsmiðaðri markaðssetningu og frekara virði fyrir neytendur. En þar liggur einmitt hinn heilagi kaleikur fyrir næsta ár; í einstakl- ingsmiðaðri virðisstjórnun fyrir neytendur með upplýsinga­ mið aða markaðsfræðslu að leiðarljósi.“ Aukin fag mennska fyrirtækja Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala: FASTEIGNAMARKAÐURINN Eftir nokkur erfið ár á fast eignamarkaðinum frá árinu 2008 er hægt að horfa til ársins 2011 sem árs þar sem fasteignamark ­ aðurinn tók nokkuð við sér, þótt enn sé töluvert í land að raun verulegt jafnvægi komist á á markaðnum. Um 70% fjölgun samn inga hefur orðið frá árinu 2010 og veltan á sama tíma aukist um 65%. Það sem hefur einkennt árið er mikil eftirspurn en fasteignasalar hafa á hinn bóginn fundið fyrir því að bankar hafa í síauknum mæli hert útlána- r eglur sínar og oft og tíðum hefur fólk ekki staðist greiðslumat eða fengið synjun um að yfirtaka lán sem hvíla á eignum sem það hef ur gert tilboð í. Slíkt hefur valdið nokkrum vanda en nokkuð er um í slíkum tilvikum að fólk hafi getað fengið lán hjá Íbúðalánasjóði í staðinn. Á árinu hefur umtalsverður fjöldi eigna sem lánastofnanir eiga verið til sölumeðferðar og hafa þær eignir verið nokkuð í um ræðunni. Almennt hefur sú leið verið farin að slíkar eign ir séu seldar og auglýstar á al mennum markaði en Félag fast eignasala lagði á það ríka áherslu við stjórn völd að það yrði gert í kjölfar hruns ins þannig að allir hefðu jafn an rétt á að bjóða í þær eignir. Fasteignasalar hafa orðið nokkuð varir við framboðsskort á húsnæði á árinu af vissum tegundum eigna og einnig hefur slíkt orðið mjög áþreifanlegt í ákveðnum hverfum. Þrátt fyrir jákvæð teikn á fast- eignamarkaði er markaðurinn enn viðkvæmur og sýndi það sig nokkrum sinnum á árinu í tengslum við neikvæðar fréttir af fasteignamarkaði eða almennt efnahagsmálum að verulega hægði á markaðnum í tengsl- um við þær fréttir og mátti vel merkja að nokkurn tíma tók að ná jafnvægi að nýju. Verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað á árinu að meðaltali um 8% þrátt fyrir að ýmsar spár hafi verið um annað.“ Markaðurinn á uppleið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.