Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Qupperneq 56

Frjáls verslun - 01.11.2011, Qupperneq 56
56 FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 hlut hafahóp félagsins og út úr honum en miðað er við að þeir sem hætta hjá félaginu selji sinn hlut. eyjólfur telur að það styrki innviði félagsins að svo margir starfsmenn séu hluthafar. Í þessu sem öðru sé þó aldrei einhver einn sannleikur. mannvit hefur leitt þróunina hér á landi í stækkun fyrirtækjanna í þess­ ari grein en þetta er ekki séríslenskt því erlendis hafa verkfræðistofur stækkað hratt undan far in ár og miklar breytingar orðið á uppbygg ingu þeirra og samsetningu. Þær eru orðn ar meira þekkingarmiðstöðvar sem færar eru um að taka við mjög fjölbreyttum verk efnum. eyjólfur bendir t.d. á að stærsta verk fræðistofa Danmerkur hafi farið úr því að vera 1.500 manna fyrirtæki upp í 10.000 manna fyrirtæki á 15 árum. Þetta sé því þróunin og að því leyti hafi stækkun mann vits verið í takt við strauma erlendis. ÞjónuStan við áliðnaðinn Skiptir miklu Sem gefur að skilja skiptir áliðnaðurinn þekkingarfyrirtæki eins og mannvit miklu. Stærsta einstaka verkefni sam stæðu Mannvits á árinu 2010 tengdist endur­ nýj un og framleiðsluaukningu í álver inu í Straumsvík. dótturfélagið HRV hefur heildar umsjón með því verkefni. Fyrir tækið hefur lagt aukna áherslu á heildar lausnir í gegn um svonefnda EPCM­samninga sem felast í því að sjá alfarið um utanumhald samninga fyrir verkkaupana. Þetta er að ­ ferð sem fyrirtækið hefur tileinkað sér m.a. í tengslum við orkufrekan iðnað og eins lítils háttar utan Íslands. Hvað íslenskir verkkaupar munu almennt gera í þessum efnum á eftir að koma í ljós, segir eyjólfur Árni, en þróunin í stærri verkum erlendis virðist vera í þessa átt. eyjólfur segir að þótt vissulega sé ástæða til að gleðjast yfir ágætum árangri Mann ­ vits á árinu 2010 þá valdi það vonbrigðum hvað efnahagslíf heimsins virðist ætla að vera lengi að ná sér upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í. „Við náðum í heild ­ ina séð markmiðum okkar á síðasta ári og vel það en því er ekki að leyna að það eru vonbrigði að við skyldum ekki ná þeirri aukningu utan Íslands sem við ætl­ uðum okkur,“ segir eyjólfur. „Það stafar einfaldlega af því að það er kreppa víðar en hér á landi þótt annað mætti halda af umræðunni. Við Íslendingar getum þrátt fyrir allt verið fljótir að ná okkur eftir þreng ­ ingar en það á ekki við alls staðar. Það þarf því þolinmæði.“ umSvifamikil StarfSemi erlendiS Helstu markaðssvæði Mannvits utan Ís­ lands eru Mið­Evrópa, Bretland og vestur ­ hluti Bandaríkjanna en sýn félagsins til næstu ára miðast við að helmingur tekna þess komi að utan 2015. eyjólfur Árni segist bjartsýnn á að það markmið náist og grípur til líkingamáls úr íþróttunum. „Við ætlum að vera sterkir á heimavelli og leika vel á útivelli,“ segir hann og brosir. en starfsemin erlendis krefst margvíslegrar verkaskiptingar. Dótturfyrirtæki fyrir­ tæk isins í Búdapest í Ungverjalandi stýrir verk efnunum í Mið­Evrópu. Þau eru að stærstum hluta í jarðhita. Í Bretlandi hefur mannvit unnið að markaðssetningu í endurnýjanlegri orku. Það hefur gengið hægar en vonir stóðu til vegna efna hags­ þrenginga þar í landi. Hugsun þeirra sé engu síður að sígandi lukka sé vænlegust til árangurs, segir eyjólfur Árni. Í vesturhluta Bandaríkjanna hefur öflun verkefna á jarðhitasviði gengið sam­ kvæmt áætlun en mannvit hóf innreið á Bandaríkjamarkað snemma árs 2009. Það er gæfa fé - l ags ins að hlut haf- ar og stjórn hafa bæði fyrr og nú haft fram sýni og kjark til að leita á ný mið, setja félaginu háleit markmið og fylgja þeim eft ir og það hefur skil að félaginu þang að sem það er núna. Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Allir þeir sem Ísland byggja okkar bestu kveðjur þiggja. Fögur heit og fyrirhyggja í framtíðinni skulu liggja. Okkar hlutverk er að tryggja. Fundur framkvæmdastjórnar og gæðaráðs ásamt formanni, frá vinstri Tryggvi Jónsson, Svava Bjarnadótt ir, Run- ólfur Maack, Drífa Sigurðardóttir, Eyjólfur Árni Rafnsson, Ólöf Kristjánsdóttir, Laufey Kristjánsdótt ir, Sigurður St. Arnalds og Skapti Valsson. HáTT mennTunArsTig Eyjólfur Árni segir að til að takast á við þau fjölbreyttu og krefjandi verkefni sem upp koma hjá Mannviti dag hvern þurfi starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn, þekkingu og reynslu og síðast en ekki síst skipti ólík menning máli. • ríflega 80% af starfsfólki Mannvits hafa lokið háskólanámi, langflestir í raunvísindum. • um 3% hafa doktorspróf. • um 38% hafa lokið M.Sc.- eða Ma-gráðu. • um 40% hafa lokið B.Sc.- eða Ba-gráðu. • um 11% hafa lokið iðnnámi og 8% stúdents- eða grunnnámi. • alls hafa starfsmenn stundað nám við 60 háskóla í 17 löndum þannig að alþjóðlegur blær ríkir hjá fyrirtækinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.