Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Page 83

Frjáls verslun - 01.11.2011, Page 83
FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 83 snjallsímar og spjaldtölvur standa upp úr á árinu sem er að líða aug um til næsta árs varðandi reksturinn og spáir enn frekari þróun í notkun snjallsíma og spjaldtölva. Þar eru möguleik ­ arn ir endalausir og margt áhuga vert hægt að gera fyrir við ­ skiptavini sem nota þá tækni. „Uppbygging Símans og Mílu á ljósnetinu er umfangsmikil og því fer stór hluti fjárfest­ inga í það. Sjónvarp Símans mun gefa viðskiptavinum Sím ans enn frekari möguleika í tengslum við afþreyingu og von umst við líka til að ís len sku sjónvarpsstöðvarnar fari að senda út á háskerpu en Sím inn hefur sent út nokkrar erlendar rásir í háskerpu síðan árið 2007,“ segir Anna Björk og bætir við: „Afköst 3G­dreifikerfisins verða aukin á árinu og fjöldi senda endurnýjaður til að mæta þörf um viðskiptavina. Nýr búnaður gerir okkur kleift að bjóða aukinn gagnahraða, allt að 42mb/s í 3G, sem og að send ar styðja einnig 4G­tæknina með enn frekari aukningu gagna­ hraða eða allt að 100 mb/s. Nú þegar styður allt 3G­kerfi Símans 21mb/s gagnahraða en slíkur hraði er þegar möguleg­ ur á stóru svæði í Reykjavík. Það kemur sér vel fyrir nútíma­ manninn sem er alltaf á hreyf ­ ing u og vill hraðvirkt net. enn fremur leggjum við áherslu á að sinna vel þeim stöðum sem féllu undir háhraðanetsverkefni Símans og Fjarskiptasjóðs en lokið var við það verkefni á síðasta ári. Þá erum við stöðugt að vinna að því að þétta enn frekar GSM­ og 3G­kerfin okk­ ar um allt land og uppfæra sím stöðvar og ekki má gleyma að nefna langdræga kerfið okkar sem þjónar sjómönnum á miðunum og fólki sem fer út fyrir alfaraleiðir í frístundum. Síminn hefur fengið úthlutað tilraunaleyfi fyrir 4G­farsíma ­ net og við munum að öllum líkindum hefja þær tilraunir á árinu 2012. munurinn á 4G og 3G er bandvíddin og þar með hraðinn. Þar sem við erum kom in með svo öflugt og sterkt 3G, 21 mb/s í 3G og jafnvel meira, verður aldrei eins mikil bylting að fá 4G miðað við þeg ar við bættum 3G­neti við GSM­netið. Þar var hægt að tala um tæknibyltingu. Unga kynslóðin ljósárum á undan Snjallsímavæðingin hefur tröllriðið þessum markaði á árinu. Maður upplifir gríðar­ legar breytingar á því hvernig fólk notar farsímana og þetta er svo stór breyting að mér finnst hægt að tala um raunverulega byltingu á þessum markaði. um leið og fólk áttaði sig á þægindunum við það að geta verið á netinu hvar og hvenær sem er þá varð algjör lífsstíls­ breyting. Fólk er ekki eins bund ­ ið við skrifborðið og getur um frjálsara höfuð strokið. Tekið sér jafnvel lengri frí með fjölskyld­ unni því netið er alls staðar orðið aðgengilegt,“ útskýrir Anna Björk og segir jafnframt: „eðli málsins samkvæmt þá er fjarskipta­ og upplýsinga ­ fyrirtæki eins og Síminn stöð ­ ugt að þróa nýjungar til þess að mæta þörfum á markaði en einnig til þess að bjóða upp á vörur og þjónustu sem ljóst er að verður þörf fyrir í náinni framtíð. Við erum því á kafi í því að kortleggja hvernig mál þróast og þá einkum tengt þess­ ari miklu byltingu sem fylgir snjallsímum og spjaldtölvum. Við sjáum því kostinn við það að hafa alla tíð lagt áherslu á að bjóða öflugt net því farsíminn er jú orðinn gríðarlega mikið notaður á gagnaflutningskerf­ unum. Hvað árið og náin fram ­ tíð ber í skauti sér í fjarskiptun­ um á auðvitað eftir að koma í ljós en það er alveg ljóst að unga fólkið í dag er ljósárum á undan okkur eldri kynslóð­ unum varðandi fræðslu, upp ­ lýsingar og afþreyingu sem þau sækja sér með hjálp fjarskipt­ anna.“ Óvænt móðir í þriðja sinn Stefna Símans er skýr þar sem fyrirtækið á allt undir að tæknin virki sem best allan sólarhringinn, alla daga ársins. „Við viljum auðga líf við ­ skipta vina okkar með því að gera fjarskipta­ og upplýsing a­ tæknina, sem er sérsvið okkar, aðgengilega og auðvelda í notkun. Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir okkar, hvort sem eru einstaklingar, fyrirtæki eða stofaninr, geti treyst því að hlutirnir virki og þeir geti því áhyggjulausir einbeitt sér að því sem þeim þykir mikils virði sem getur verið allt í senn skemmtun, afþreying, sam skipti, vinna, menntun, upp lýsingaöflun og svo mætti lengi telja,“ segir Anna Björk og aðspurð hvað henni sé per ­ sónulega eftirminnilegast frá árinu sem er að líða verður hún fljót til svars: „Þetta var mjög viðburðaríkt ár í mínu einkalífi. Það sem ber hæst er að lítil stúlka ákvað allt í einu að veðja á það að fæðast inn í þessa gömlu fjölskyldu með foreldra á fimmtugsaldri og systkini sem eru tilbúin að fara að heiman. Það var náttúr lega í raun kraftaverk og yndislegt fyrir okkur að fá litla stelpu að leika okkur við, því á sama tíma hurfu stóru börnin okkar á braut til Bandaríkjanna í nám og til að spila körfubolta. Síðan var auðvitað spennandi að mæta í nýtt starf þegar ég kom til baka úr fæðingar orl ofi og hlakka ég mikið til að halda áfram að takast á við það verk ­ efni á nýju ári.“ Anna Björk Bjarnadóttir er nýráðin framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans en hér er hún með nýjasta fjölskyldumeðlimnum, Bryndísi Tómasdóttur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.