Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Síða 106

Frjáls verslun - 01.11.2011, Síða 106
106 FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 Þórður Guðmundsson, framkvæmdastjóri landsnets, segir að rekstur flutningskerf­ isins hafi gengið mjög vel á ár inu og öll markmið varðandi raforkugæði hafi gengið eftir. „Fjárfestingar ársins voru lág markaðar og áhersla lögð á undir búning nýrra verkefna. Samkvæmt útgönguspá verður hagnaður af rekstri félagsins á árinu, tekjur eru á áætlun og rekstrarkostnaður nokkru lægri en áætlað var. Fjármagnsliðir eru viðamikil stærð í rekstri landsnets og eru óhagstæðir vegna þróunar verðbólgu á árinu. Handbært fé frá rekstri er hlutfallslega hátt og verður nýtt til fjárfestinga næsta árs. Fjárfestingar voru í lágmarki og hafa aldei verið minni. Á ár inu var hafinn undirbúningur nýrra fjárfestinga og verða þær um sex milljarðar á komandi ári. Vonandi munu þær leggja sitt af mörkum við að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Töluvert hefur verið horft til aukningar rekstraröryggis í svæð isbundnum kerfum og má nefna þar öflugri tengingu milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar með lagningu jarðstrengs en fyrirhugað er að styrkja rekstr ­ aröryggi svæðisins enn frekar með nýjum varavélum. Alvarleg bilun varð á eldri jarðstrengnum milli Nesjavalla­ virkjunar og Reykjavíkursvæð­ isins í lok ársins og kom sér vel að nýr strengur hafði verið tekinn í rekstur árið 2010 þar sem vænta má að þrjár til fjór ar vikur taki að gera við bilunina.“ kostir og gallar háspennulína Þórður segir að verulegar breyt ingar hafi orðið á ár­ inu á áherslum varðandi ný sköp un arverkefni sem tengjast starf seminni. Þróun nýrra há spennulína sem falla betur að umhverfinu hefur verið í vinnslu með norska raforkuflutn ings fyrirtækinu Statnett og hafa komið fram nýjar lausnir sem minnka sýni leika mastranna og eru miklar vonir bundnar við þessa vinnu. Sama gildir um tengi virki framtíðarinnar en í sam vinnu við íslenska arkitekta hafa verið unnar áhugaverðar tillögur sem eru verulega frábrugðn ar eldri mannvirkjum og falla betur að umhverfinu. „Umræðan um háspennu­ línur og jarðstrengi fer stig­ vaxandi hér á landi sem annars staðar. landsnet hefur lagt ríka áherslu á að upplýsa um áhrif þess að strengjavæða flutnings kerfið þar sem tækni­ leg vandkvæði fyrir hæstu rekstrar spennu yrðu umtalsverð samhliða því að flutningsgjald­ skrá myndi margfaldast fljót­ lega. Þessi kostnaður myndi fljót lega leggjast á heimilin í landinu og allan atvinnu­ rekstur sem myndi sitja uppi með verri samkeppnisstöðu. Til að upplýsa um kosti og galla háspennulína og jarðstrengja var unninn sérstakur vefur um þetta mál en reynt hefur verið að gera þetta á eins hlutlausan hátt og kostur er. Alþingi mun ræða stefnu í þessum málum á næsta ári en í ljósi þess hve samfélagsleg áhrif þessa verða mikil þykir okkur eðlilegt að stjórnmálamenn taki af skarið með ákvörðun sem þessa.“ Tilboðsmarkaður Hvað varðar helstu verkefni næsta árs segir Þórður að nokk­ ur stefnu­ og áherslubreyting verði á starfsemi landsnets. „Við munum kynna nýja lang­ tímastefnumótun varðandi upp byggingu flutningskerfisins sem tekur meðal annars mið af rammaáætlun sem nýlega var kynnt til sögunnar en fram að þessu hefur landsnet ráðist í stærri fjárfestingar í tengslum við einstök verkefni tengd stórnotendum. Við teljum mik­ il vægt að breyta þessu með því að leggja almennari langtíma­ áherslur til grundvallar upp­ byggingu flutningskerfisins og að koma skýrari skilaboðum á framfæri við ýmsa hagsmuna­ aðila. Jafnframt munum við „Fjárfestingar ársins voru lágmarkaðar og áhersla lögð á undirbúning nýrra verkefna. Samkvæmt útgönguspá verður hagnaður af rekstri félagsins á árinu, tekjur eru á áætlun og rekstrarkostnaður nokkru lægri en áætlað var,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Markmið varðandi raforkugæði gengu eftir TexTi: HrUnd HaUKsdÓTTir / mynd: landsneT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.