Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Qupperneq 123

Frjáls verslun - 01.11.2011, Qupperneq 123
FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 123 Bækur takast á við áskoranir og/eða ný tækifæri og því er til mikils að vinna fyrir leiðtoga að rækja þetta mikilvæga hlutverk. Bókin fjallar um hvað við getum gert til að efla sjálfstraust okkar en nýtist ekki síður þeim leiðtogum sem rækja það hlutverk sitt að efla starfsfólk sitt. fiskurinn sem eykur starfs­ ánægju Sýnt hefur verið fram á tengsl starfsánægju og ánægju við - skipta vina með fjölda rann- sókna. Ánægðir viðskiptavinir koma aftur og aftur og það er því til mikils að vinna að stuðla að ánægju starfsmanna. Í erfiðu árferði verður erfiðara að halda uppi starfsánægju vegna fjölda utanað komandi þátta og því verður enn meiri áskorun að viðhalda starfsánægju. Í bókinni Fiskur! eftir Stephen C. Lundin, Harry Paul og John Christensen er þetta skoðað. Þessi einfalda hugmyndafræði byggist á sam­ nefndri bók sem er dæmisaga um stjórnanda sem tekur við erfiðri deild í fjármálastofnun og hvernig honum tekst með hjálp fisksala að breyta eitruðu and- rúmslofti og neikvæðu viðhorfi starfsmanna sinna til hins betra. Einföld nálgunin gerir bókina einstaklega aðgengilega og prakt íska. Þeir stjórnendur sem vilja bæta starfsánægjuna á nýju ári ættu tvímælalaust að skoða þessa bók. Hvað heldur aftur af þér? Oft er það svo að stjórnendur vita hvað þeir eiga að gera en af einhverjum ástæðum er eitt- hvað sem heldur aftur af þeim. Í bókinni What’s holding you back skrifar Robert J. Herbold, fyrrv. forstjóri Microsoft, um þá þætti sem skilja sterka leiðtoga frá þeim veikari. Auðvelt er að segja að bókin sé fyrir alla leið toga. Hún er sérstaklega fyrir þá sem vilja efla hugrekki sitt við ákvarðanatöku við erfiðar aðstæður en höfund- ur heldur því fram að helsti styrkur stjórnenda sé að taka skjótar og öruggar ákvarðanir á ögurstundu. Í því felist kjarkur og sterk leiðtogahæfni þar sem rétta ákvörðunin er oftar en ekki aðeins minna „slæm“ en valkost urinn, fellur ekki alltaf í kramið hjá öllum, skapar óvild og gæti jafnvel orðið til þess að stefna frama viðkomandi stjórn- anda í hættu. Stjórnend um hættir einnig til að skorta nauð - synlegar upplýsingar til að geta tekið ígrundaðar ákvarðanir. sterk teymi – aukinn árangur Five Dysfunctions of a Team eftir Patrick Lencioni fjallar um þá þætti sem stuðla að vanvirkni hópa og hvernig stjórnandinn getur brugðist við þeim og þann ig aukið árangur teymisins. Þótt bókin hafi komið út fyrir meira en áratug er hún enn ein sú allra besta í flokki bóka um teymi og hvernig auka má árang­ ur þeirra. Bókin er fyrir löngu komin í hóp klassískra stjórnunar- og leiðtogabókmennta og ætti að vera í bókahillu allra stjórn­ enda. Liðsmenn sterkra hópa treysta hver öðrum, þeir taka óhikað þátt í ágreiningi um hug­ myndir sem stuðlar að skuld­ bindingu gagnvart ákvörðunum og aðgerðaáælunum. Þeir gera hver annan ábyrgan gagnvart því að standa við áætlanir og einblína á að ná fram sameigin­ legri niðurstöðu frekar en að einblína á eigin árangur. í takt við auknar kröfur – Handbók stjórnarmanna Undanfarin misseri hafa hlut­ verk og skyldur stjórnarmanna verið meira í umræðunni en oft áður. Það vinnulag sem virðist hafa viðgengist meðal sumra stjórna á árunum fyrir hrun hefur harðlega verið gagnrýnt í samfélaginu og kallað á að stjórn armenn axli ábyrgð á gerðum sínum. Margir hafa haldið því fram að ef skipaðar stjórnir fyrirtækja hefðu rækt lög bundið hlutverk sitt hefði margt farið öðruvísi í aðdrag- anda hrunsins 2008. Það er því afar mikilvægt að þeir sem taka sæti í stjórnum fyrirtækja séu meðvitaðir um þá ábyrgð og þær skyldur sem því sæti fylgja. Handbók stjórnarmanna sem gefin er út af KPMG er ítarlegur og yfirgripsmikill leiðarvísir sem tekur af öll tvímæli um hvað felst í því mikilvæga hlutverki að sitja í stjórn. Handbókin ætti að vera til í hverju einasta stjórnarher­ bergi. Hún er hafsjór upplýs­ inga fyrir nýja sem reynda stjór­ narmenn og auðveldar þeim að standa undir auknum kröfum sem gerðar eru til þeirra. spegill, spegill herm þú mér … Þær kröfur sem gerðar eru til stjórnenda fyrirtækja í dag eru meiri en áður. Oft á tíðum er gerð sú krafa að stjórnendur nái meiri árangri í dag en í gær jafnvel þótt þeir hafi úr færri auðlindum að moða. Óhjá- kvæmilega kallar slíkt á aukið álag, stjórnandinn vinnur fleiri vinnustundir og hamast við að halda hlutunum gangandi. Það gerir það að verkum að hann hefur ekki, eða gefur sér ekki, tíma til að staldra við, líta yfir sviðið og spyrja sig og starfs­ menn sína krefjandi spurninga um reksturinn. Slík þróun kann ekki góðri lukku að stýra og getur orðið til þess að fyrirtæki fljóti sofandi að feigðarósi. Í bókinni What To Ask the Person In the Mirror sér höfundurinn Robert S. Kaplan stjórnendum fyrir hagnýtum verkfærum í formi krefjandi spurninga sem hjálpa þeim að spyrna við fót um og taka á ný stjórn í sínum rekstri. egóið! dýrmætasta eignin eða dragbítur? Bókaárinu í Frjálsri verslun lauk á athyglisverðri umfjöllum um sjálfið og hvernig egóið getur hamlað árangri stjórnenda og starfsmanna. Efni bókarinn ar Egonomics byggist á fimm ára rannsóknum höfundanna, og Stevens Smiths, á sjálfstrausti stjórn enda og áhrifum þess á m.a. ákvarðanatöku, samskipti, úrlausn ágreinings og fleiri mikil- væga þætti. Það er óumdeilt að gott sjálfstraust er nauðsynlegt til að ná þeim árangri sem fólk hefur möguleika á að ná. Með góðu sjálfstrausti opnast dyr sem annars væru luktar eða erfiðara væri að opna ef sjálfs- traustið er lítið. Hins vegar get ur hið títt um rædda sjálf tekið yfir og farið út í öfgar í báðar áttir og þar með haft nei kvæð áhrif á hegðun og við brögð. Sjálfið getur því bæði verið dýrmæt eign og dragbítur og undir okkur sjálfum komið að hafa stjórn á því hvorum megin við lendum. Bókin leggur áherslu á hina innri áhuga hvöt sem er sú langsterk asta og tekur fram peningum og viðurkenningu annarra. Höfundur dregur á áhrifaríkan hátt saman strauma og stefnur í rann ­ sóknum sem tengjast hvatningu svo úr verður trúverðugt og hagnýtt rit og engin tilviljun að bókin er fastagestur á metsölulist um vestanhafs. Sjö ástæður þess að hefðbund- nar hvatn ingarleiðir (gulrótin og vöndurinn) virka ekki: 1. Þær geta slökkt innri áhuga­ hvötina. 2. Þær geta leitt til lakari frammi­ stöðu. 3. Þær geta hamlað skapandi hugsun. 4. Þær geta komið í veg fyrir góða hegðun. 5. Þær geta gert það að verkum að fólk freistast til að svindla, stytta sér leið eða haga sér á ósiðlegan hátt. 6. Þær geta orðið vanabindandi. 7. Þær geta ýtt undir skammtíma­ hugsun. Úr bókinni Drive – The Sur­ prising Truth About What Motivates Us.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.