Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.2014, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.02.2014, Qupperneq 11
Y F i R l i T S G R E i n LÆKNAblaðið 2014/100 75 Inngangur Krabbamein í ristli og endaþarmi eru algeng illkynja æxli af kirtilþekjuuppruna og vex nýgengi þeirra með hækkandi aldri. Þessi æxli eru nú þau þriðju algeng- ustu sem greinast á Vesturlöndum en í um 80% tilvika greinast sjúklingar með staðbundin æxli með eða án dreifingar í nærlæga eitla. Áhættuþættir eru margvís- legir en sá sterkasti er aldur og fjölskyldusaga. Sýnt hefur verið fram á að skimun er árangursrík og lækkar dánartíðni af völdum sjúkdómsins. Mælt er með skim- un frá 50 ára aldri í mörgum vestrænum löndum.1,2 Skurðaðgerð er meginstoð meðferðar en einnig skipar lyfjameðferð stóran sess. Mikilvægt er að gera skýran greinarmun á meðferð krabbameina í ristli og enda- þarmi þar sem meðferðarúrræði eru mismunandi. Geislameðferð er lykilþáttur í meðferð krabbameina í endaþarmi en hefur takmarkað notagildi í ristilkrabba- meini. Útbreiddur sjúkdómur er fyrst og fremst með- höndlaður með krabbameinslyfjum þó skurðaðgerð sé stundum beitt í meðferð sjúklinga með lifrar- eða lungnameinvörp. Markmiðið með þessari yfirlitsgrein er að veita heildstætt yfirlit yfir skimun og meðferð krabbameina í ristli og endaþarmi og kynna nýjungar í meðferð, en umtalsverðar framfarir hafa átt sér stað á síðastliðnum áratug, bæði á sviði skurðlækninga og með tilkomu nýrra krabbameinslyfja. Faraldsfræði og áhættuþættir Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta illkynja æxli á Norðurlöndum og þriðja algengasta dánarorsökin.3 Á árunum 2006 til 2010 greindust að meðaltali 74 karlar og 60 konur á ári á Íslandi og var meðalaldur við greiningu um 70 ár. Krabbamein í ristli og endaþarmi nema samanlagt um 10% allra greindra illkynja æxla á Íslandi (upplýsingar af vef íslensku Krabbameinsskrárinnar, krabbameinsskra.is). Fimm ára lifun hefur aukist um 10-15% á síðustu 20 árum á Norðurlöndunum (frá um 50% upp í 65%).3 Nýgengi 1The Ohio State University Comprehensive Cancer Center, 2Yale School of Medicine, Department of Gastrointestinal Surgery, 3lyflækningar krabbameina, Landspítala 150 Reykjavík, 4háskólasjúkrahúsinu í Lundi, Svíþjóð, 5Mayo Clinic Cancer Center, Division of Hematology & Medical Oncology. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru þriðja algengasta tegund krabba- meina í hinum vestræna heimi. Algengi þeirra vex með hækkandi aldri. Æxlin eru oftast staðbundin í ristli, með eða án meinvarpa í nærlægum eitlum við greiningu en um 20% sjúklinga greinast með útbreiddan sjúkdóm. Skimun getur dregið úr tíðni krabbameina og lækkað dánartíðni. Flest vestræn lönd mæla með ristilspeglun frá 50 ára aldri. Skurðaðgerð er meginaðferðin í meðferð við staðbundnum sjúkdómi en krabbameinslyfja- meðferð eftir aðgerð getur dregið úr endurkomu, sérstaklega ef meinið hefur dreift sér til eitla. Geislameðferð, yfirleitt samhliða lyfjameðferð, er auk skurðaðgerðar ein aðalmeðferðin við endaþarmskrabbameinum og er yfirleitt beitt fyrir skurðaðgerð. Við útbreiddum sjúkdómi er lyfjameðferð kjörmeðferð í flestum tilfellum en stundum má beita skurðaðgerð til brott- náms meinvarpa. umtalsverðar framfarir hafa orðið í meðferð útbreidds sjúkdóms á síðari árum en 6 ný lyf hafa komið fram síðan 1996. ÁGRIp Fyrirspurnir: Þorvarður R. Hálfdanarson halfdanarson. thorvardur@mayo.edu virðist vera að aukast í þróunarlöndunum en standa í stað eða lækka í þróaðri löndum.4 Nýgengi meðal yngra fólks virðist þó vera að aukast í Bandaríkjunum5 en hefur ekki aukist hjá ungu fólki á Íslandi.6 Einnig virðist dánartíðni af völdum þessara krabbameina vera á und- anhaldi meðal vestrænna þjóða.7 Á síðustu áratugum hefur nýgengi krabbameina hægra megin í ristli aukist og eru skýringar á því óljósar.7,8 Nýgengi krabbameina í ristli og endaþarmi fer hækk- andi með aldri en um 40% tilfella greinast eftir 75 ára aldur.9 Um 40% sjúklinga greinast með sjúkdóminn á stigi I-II, 40% á stigi III og 20% á stigi IV.10,11 Tafla I sýnir TNM-stigun ristil- og endaþarmskrabbameina. Gera má ráð fyrir að einn af hverjum 20 einstaklingum greinist með krabbamein í ristli og endaþarmi á lífs- leiðinni.12 Samspil erfða og umhverfisþátta er mikil- vægt í tilurð þessara krabbameina. Heilkenni Lynch (Lynch syndrome) veldur um 2-5% allra tilfella og ætt- gengt ristilsepager (familial adenomatous polyposis) innan við 1% allra tilfella.13 Sjúklingar með heilkenni Lynch greinast oftar yngri að árum (meðalaldur 45 ára) með æxli hægra megin í ristli (í 70% tilfella), oftar með fleiri en eitt æxli á sama tíma (synchronous) og eru í aukinni hættu á öðrum krabbameinum, svo sem leg- og eggja- stokkakrabbameini, maga- og smágirniskrabbameini og krabbameini í þvagvegum.13 Algengi Lynch-heilkennis á Íslandi hefur ekki verið rannsakað. Sjúklingar með sögu um ristilsepa og sjúklingar með sögu um krabbamein í ristli eða endaþarmi eða ristilsepa meðal nákominna ættingja eru í aukinni hættu.14,15 Bólgusjúkdómar í görn, það er sáraristilbólga (ulcerative colitis) og svæðisgarna- bólga (Crohn‘s disease) auka líkur á ristilkrabbameinum.16 Talið er að líkur á ristilkrabbameinum í slíkum sjúkling- um séu um 15-20% eftir 30 ár og er áhættan hugsanlega meiri við sáraristilbólgu.16 Tóbaksreykingar virðast auka bæði líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi sem og dánartíðni af völdum þess.17 Líkamshreyfing,18 dagleg aspirínnotkun19 og D-vítamín með kalki20 virðast hafa Greinin barst 18. apríl 2013, samþykkt til birtingar 13. desember 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Krabbamein í ristli og endaþarmi Sigurdís Haraldsdóttir1 læknir, Hulda M. Einarsdóttir2 læknir, Agnes Smáradóttir3 læknir, Aðalsteinn Gunnlaugsson4 læknir, Þorvarður R. Hálfdanarson5 læknir Benidette – Getnaðarvörn til inntöku Barneignir ekki á dagskrá Hver tafla inniheldur 150 µg af desógestreli og 20 µg af etinýlestradíóli. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 3 1 6 0 8 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.