Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 12
 76 LÆKNAblaðið 2014/100 verndandi áhrif. Áhrif mataræðis á tilurð krabbameina í ristli og endaþarmi eru óljós. Þrátt fyrir að eldri rannsóknir hafi sýnt fram á verndandi áhrif aukinnar trefjaneyslu hafa nýrri rannsóknir dregið þá kenningu í efa.21 Aukin neysla grænmetis og ávaxta og minni kjötneysla virðist hugsanlega draga úr áhættu á krabba- meini, sérstaklega í vinstri hluta ristils.22,23 Skimun Í flestum tilvikum er talið að ferlið frá ristilsepa til ífarandi æxlis- vaxtar taki að meðaltali 10 ár.2 Einungis lítill hluti ristilsepa þróar með sér illkynja breytingar með tímanum og rökrétt er að álykta að greining og meðhöndlun ristilsepa dragi úr nýgengi ristil- krabbameina. Snemmgreining virðist bæta lífslíkur. Þessar stað- reyndir eru forsenda þess að mælt er með kerfisbundinni skimun krabbameina í ristli og endaþarmi.1,2,24,25 Landlæknisembættið gaf út klínískar leiðbeiningar árið 2002 sem nálgast má á vef emb- ættisins en þær eru komnar til ára sinna og ekki í samræmi við nýrri erlendar leiðbeiningar. Þörf er á endurnýjun hinna íslensku leiðbeininga.26 Aðferðir til skimunar eru nokkrar (sjá töflu II) en þær sem oftast eru notaðar eru ristilspeglun og leit að blóði í hægðum.1 Báðar aðferðir draga úr nýgengi og dánartíðni ristil- og endaþarmskrabbameina.27,28 Við ristilspeglun er hægt að fjarlægja ristilsepa og afla vefjasýna. Með leit að blóði í hægðum sleppur sjúklingur við inngrip og er ef til vill líklegri til að vilja undir- gangast slíka skimun. Betra næmi fæst með mótefnaprófi fyrir glóbíni (fecal immunochemical testing, FIT) og var borið saman við hefðbundið próf til leitar að blóði í saur (hemoccult-próf). Ekki var marktækur munur á tíðni ristilkrabbameina í slembirannsókn sem bar FIT saman við ristilspeglun.29 Ristilspeglun á bugaristli (flexible sigmoidoscopy) er einnig not- hæf við skimun og dregur úr dánartíðni af völdum ristilkrabba- meina. Við þá rannsókn sjást hins vegar ekki æxli hægra megin í ristli og hún lækkar ekki dánartíðni af völdum slíkra æxla.27 Tölvusneiðmyndarannsókn (TS) af ristli (CT colonography) má nota ef ristilspeglun verður ekki komið við.2 Þrátt fyrir að TS af ristli sé bæði næm rannsókn og sértæk eru óþægindi sjúklings svipuð eða jafnvel meiri en við ristilspeglun og ekki hægt að taka sýni. Einnig hefur ekki verið sýnt fram á að TS sé ódýrari rannsókn en ristil- speglun. Talsverður áhugi er á að leita eftir stökkbreyttu erfðaefni í hægðum, bæði DNA og RNA, og hafa rannsóknir sýnt fram á gott næmi og sértæki.2 Mæling á methýleruðu DNA í blóði, svo sem septin 9, lofar einnig góðu sem skimunarpróf. Niðurstöður sem sýna fram á bætta lifun liggja ekki fyrir en slíkar rannsóknir eru í gangi. Ekki er því hægt að mæla með notkun þessara prófa utan klínískra rannsókna. Hefja skal skimun við 50 ára aldur hjá einstaklingum án áhættu, það er hjá einstaklingum sem ekki hafa fjölskyldusögu um Tafla I. TNM-stigun ristil- og endaþarmskrabbameins. Frumæxli Skýring Tx Ekki unnt að meta frumæxli T0 Ekki merki um að frumæxli sé til staðar Tis Æxlisvöxtur er innan slímhúðar T1 Æxlisvöxtur nær niður í slímhúðarbeð (submucosa) T2 Æxlisvöxtur nær niður í vöðvalag (muscularis propria) T3 Æxlisvöxtur nær gegnum vöðvalag inn í hálubeð eða fitu aðlægt ristli/endaþarmi sem ekki er klædd hálu (peritoneum) T4a Æxli nær gegnum hálu/skinu (visceral peritoneum) T4b Æxli vex inn í eða er fast við aðlægt líffæri eða strúktúr Eitlar Nx Ekki unnt að meta eitlaíferð N0 Engin eitlaíferð N1 1-3 jákvæðir eitlar N1a Einn jákvæður eitill N1b 2-3 jákvæðir eitlar N1c Æxlisútfelling (tumor deposit) undir hálu, í garnahengi eða í fitu aðlægt ristli / endaþarmi án eitlaíferðar N2 4 eða fleiri jákvæðir eitlar N2a 4-6 jákvæðir eitlar N2b 7 eða fleiri jákvæðir eitlar Fjarmeinvörp Mx Ekki unnt að meta fjarmeinvörp M0 Ekki merki um fjarmeinvörp M1 Fjarmeinvörp til staðar M1a Meinvörp í einungis einu líffæri eða svæði (til dæmis lifur, lunga, eggjastokki, eða fjarlægum eitli) M1b Meinvörp í fleiri en einu líffæri eða svæði eða í skinu Stig T N M Duke´s stigun Modified Astler-Coller 0 Tis N0 M0 – – I T1 N0 M0 A A T2 N0 M0 A B1 IIA T3 N0 M0 B B2 IIB T4a N0 M0 B B2 IIC T4b N0 M0 B B3 IIIA T1, T2 N1/N1c M0 C C1 T1 N2a M0 C C1 IIIB T3-T4a N1/N1c M0 C C2 T2-T3 N2a M0 C C1/C2 T1-T2 N2b M0 C C1 IIIC T4a N2a M0 C C2 T3-T4a N2b M0 C C2 T4b N1-N2 M0 C C3 IVa T1-T4 N0-N2 M1a – – IVb T1-T4 N0-N2 M1b – – Skýring á forskrift cTNM Clinical classification - Klínísk stigun pTNM Pathologic classification - Meinafræðileg flokkun yTNM Therapy - Stigun eftir formeðferð rTNM Recurrence after disease-free interval - Stigun við endurkomu meins uTNM ultrasonography, endosonography - Stigun við ómskoðun aTNM Autopsy - Stigun eftir krufningu Heimild: American Joint Committe on Cancer. 7. útgáfa. (2009) Tafla II. Skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi hjá einstaklingum 50 ára eða eldri án sérstakra áhættuþátta. Árleg leit að blóði í hægðum Bugaristilspeglun á 5 ára fresti Árleg leit að blóði í hægðum og bugaristilspeglun á 5 ára fresti Ristilspeglun á 10 ára fresti Skuggaefnisrannsókn með ristilinnhellingu á 5 ára fresti Y F i R l i T S G R E i n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.