Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.2014, Page 27

Læknablaðið - 01.02.2014, Page 27
LÆKNAblaðið 2014/100 91 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S eftir fæðingu, selta sjávarloftsins og bólga í æðum til taugakerfis- ins voru nokkur þeirra atriða sem menn vörpuðu fram.12,13 Barna- læknir einn skrifaði á 7. áratug 19. aldar14 að um fáa sjúkdóma væru jafnskiptar skoðanir um orsakirnar. Starfsbróðir hans og samtíðar- maður fullyrti að þekkingin á sjúkdómnum hefði í stórum dráttum lítið aukist á 100 árum.1 Sjúkrahúsfaraldrar af ginklofa voru vel þekktir. Fæðingar- læknirinn Carl Edvard Marius Levy (1808-1865) í Kaupmannahöfn skýrir frá einum slíkum árið 1840.12,15 En öfugt við barnsfararsótt- ina sem enn geisaði á fæðingarstofnunum um alla Evrópu, hafði stífkrampi smám saman orðið sjaldgæfari. Frans Chr. Faye (1806- 1890), prófessor við Fæðingarstofnunina í Christianíu, skrifaði árið 1861 að undanfarin 15 ár hefði hann aðeins séð eitt tilfelli.16 Það var ekki fyrr en á 9. áratug aldarinnar að menn fundu loks orsök sjúkdómsins. Vestmannaeyjar fyrir tíma Schleisners Heilbrigðisyfirvöldum í Kaupmannahöfn var vel kunnugt að sjúk- dómurinn ginklofi grandaði 6 til 7 af hverjum 10 lifandi fæddum börnum í Vestmannaeyjum.10 Eftir að Schleisner kom þangað stað- festi hann þetta út frá eigin athugunum er náðu aftur til ársins 1785.17 Þegar árið 1827 hafði verið stofnað sérstakt héraðslæknis- embætti í Vestmannaeyjum til þess að berjast gegn ástandinu.18 Tæpast hefur það verið eftirsótt staða. Yfirvöld freistuðu þó með því að lofa lækni flutningi, að ákveðnum árafjölda liðnum, í betra „Chirurgiat í vort rige Danmark“.18 Frá því um 1800 og fram til 1847 var nokkur hópur lækna sendur til Vestmannaeyja til að ná fram úrbótum. Til samanburðar voru á Íslandi 5 læknastöður sem ætlað var að sinna öðrum íbúum lands- ins, þá um 60.000 að tölu. Með hliðsjón af þessu misræmi og að engum lækni hafði tekist að ráða niðurlögum sjúkdómsins í Vest- mannaeyjum, gagnrýndi Jón Thorstensen landlæknir (1794-1855) árið 1838 þá fastheldni Sundhedscollegiets að halda úti stöðunni. Thorstensen var þeirrar skoðunar að sjúkdómurinn ætti djúpar rætur í náttúrulegum aðstæðum og lífsmáta eyjabúa.10 Schleisner benti hins vegar á að á Íslandi væru 187 prestar og 294 kirkjur, en fáir læknar og ekki eitt einasta sjúkrahús.19 Forveri Schleisners í starfi var héraðslæknirinn Andreas Stee- ner Iversen Haalland (1814-1855) sem dvaldi í Vestmannaeyjum á árunum 1840-1845. Á því árabili var dánartíðnin óvenju há, en þó hafa menn velt því fyrir sér hvort hæstu tölurnar geti hafa verið ofskráning.10 Á tímabilinu frá 1841 til ágúst 1847 sýndu tölur að 95% allra dauðsfalla ungbarna hefðu verið af völdum ginklofa. Í mörgum tilvikum var dauðsfall tilkynnt prestinum eftir á og án þess að fyrir lægju læknisfræðilegar upplýsingar. Niðurstaðan gat því orðið sú að sennilegasta dánarorsök var færð í kirkjubækur (mynd 4). Jafnvel þótt Haalland tækist ekki að leysa verkefni sitt lagði hann grunninn að því sem réð úrslitum um árangur Schleis- ners. Hann leitaði aðferða, með góðum árangri, til að gera „Nat- urvidenskabelige Undersögelser“.18 Strax árið 1840 skrifar hann að orsök ginklofa geti ekki legið í andrúmsloftinu eða vatninu heldur í „de lave, fugtige og urene Boliger“.18 Fæðan gat einnig haft þýðingu, taldi hann, hún samanstóð nær eingöngu af „ani- malske Sager“ ásamt miklu brennivíni og sterku kaffi. Meðhöndl- un nýfæddra barna var ómarkviss, því naflastrengurinn „verken afbindes eller opbindes paa behörig Maade“. Mæðurnar skyldu ala börn sín á brjóstamjólk fremur en að gefa þeim kúamjólk og vatn. Hann stakk upp á að fæðingarstofu yrði komið á fót. En yfirvöld streittust á móti, þeim þótti nægja að ljósmóðir yrði send á vett- vang og að kona úr Vestmannaeyjum fengi ljósmóðurmenntun í Kaupmannahöfn. Fyrir valinu varð Sólveig Pálsdóttir (1821-1886), dóttir Guðrúnar Jónsdóttur (1791-1850) sem gegnt hafði ljósmóður- starfi í þorpinu þótt hún væri formlega ómenntuð. Þörfin fyrir fólk sem kunni fæðingarhjálp var mikil. Læknarnir kvörtuðu yfir ómenntuðum „ljósmæðrum“ sem væru algerlega ósjálfbjarga og vantaði „Indsigt i den allersimpleste Födselshjælp“.19 Sólveig var Mynd 1. Peter Anton Schleisner (1818-1900). Mynd 2. Kort af Norðursjó, þar sem sjást Grímsey, Vestmannaeyjar og St. Kilda. Mynd 3. Dánartölur um trismus neonatorum í Vestmanna- eyjum, með 10 ára millibili 1785-1895.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.