Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.2014, Page 36

Læknablaðið - 01.02.2014, Page 36
100 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R nægilegt að skipta um hluta hornhimn- unnar, innsta lagið (DSEK). Þetta er í rauninni allt önnur aðgerð og aðeins örfá ár síðan byrjað var að gera þetta hér á Landspítala. Það er mikil framför fólgin í þessu.“ María segir að nokkur ár séu síðan hornhimnur voru teknar erlendis frá til ígræðslu hér á Íslandi. Áður fengum við hornhimnur úr íslenskum líffæragjöfum en það hefur ekki verið mögulegt undan- farin ár. „Við þurfum að reiða okkur á hornhimnubanka í Bandaríkjunum og Skandinavíu og það getur stundum orðið nokkuð bið eftir þeim þar sem eftir- spurnin er meiri en framboðið. Það hefur komið til tals að finna aðra lausn, þar sem aðgerðum hér hefur fjölgað á undan- förnum árum. Það er dýrt að setja upp hornhimnubanka en það er samt eitthvað sem þarf að íhuga og gæti borgað sig.“ Haraldur Sigurðsson var með erindi um nýjungar í skurðaðgerðum á augnum- gjörð. Hann fjallaði meðal annars um skurðaðgerðir á augnlokum í Graves ś sjúkdómi. Líðan og útlit er mun betra en áður. Sigríður Þórisdóttir greindi frá rann- sóknum og nýjungum í meðferð á lithimnubólgu, Jóhann Guðmundsson um skurðtæka sjúkdóma í sjónhimnu og meðferð á sjónhimnulosi og Jóhannes Kári Kristinsson um sjónlagsaðgerðir með laser en á öllum þessum sviðum augnlækninga hafa orðið miklar framfarir á undan- förnum árum og þróunin hröð. Skoðun á augnbotni getur gefið til kynna aðra sjúkdóma að sögn Maríu. „Við getum séð merki um hjarta- og æðasjúk- dóma, háan blóðþrýsting, gigtarsjúkdóma, krabbamein og merki um ýmsar sýkingar og smitsjúkdóma.“ Greining augnsjúkdóma hefur tekið miklum framförum og skiptir sköpum varðandi alla meðferð. „Mikilvægast er sneiðmyndatækið (OCT) en þar hafa orðið gríðarlegar framfarir. Til stendur að augnsneiðmyndatæki Landspítala verði endurnýjað fljótlega, það hefur nýst mjög vel en er orðið gamalt og úrelt. Með því getum við séð hvert einasta frumulag í augnbotninum og skoðað það og greint allar smávægilegustu breytingar mun fyrr en ella.“ Rannsaka áhrif lyfja eftir aðgerð Kölkun í augnbotnum er algengasta orsök lögblindu hjá Íslendingum og Vestur- landabúum almennt. Einar Stefánsson pró- fessor í augnlækningum hefur rannsakað sjúkdóma í augnbotnum um árabil. „Hann fjallaði um þær rannsóknir og helstu nýjungar á því sviði. Þar hafa orðið gríðar- legar framfarir í greiningu og meðhöndl- un. Meðferð við votri augnbotnakölkun beinist að því að hindra vaxtarþætti og þar með nýæða- og bjúgmyndun í augnbotn- inum. Skemmdir í augnbotnum af völdum sykursýki og blóðtappa eru einnig við- fangsefni þessara rannsókna. Einar hefur verið frumkvöðull í merkum rannsóknum á súrefnisbússkap augans og þróun lyfja við augnbotnasjúkdómum.“ Ásamt Einari Stefánssyni og teymi vísindamanna hefur María stundað rann- sóknir á súrefnisbúskap augans í gláku en allar breytingar sem verða á honum geta haft áhrif á sjúkdómsgang og meðferð. „Við höfum einnig staðið að rannsókn á eftirmeðferð glákuaðgerða þar sem við fylgjumst með örvefsmyndun sem getur orðið í kjölfar aðgerðarinnar og lokað aftur hjáveitunni. Okkar rannsókn beinist að því að nota öflugri stera, dexametsón bundið svokölluðum nanóögnum, í eftir- meðferðinni og sleppa þá notkun mito- mycins sem er frumuhamlandi lyf og oft notað við aðgerðirnar. Mitomycin er mjög virkt lyf en hefur einnig miklar aukaverkanir með vefja- þynningu og jafnvel drep. Sjúklingunum er skipt í tvo slembaða hópa, annar fær mitomycin og hefðbundna stera eftir að- gerð, en hinn einungis sterkari steralyfin eftir aðgerðina. Rannsóknin er á því stigi að við fylgjum eftir 25 sjúklingum í heilt ár og skoðum hver árangurinn verður. Þessi rannsókn hefur ekki verið gerð áður.“ Önnur rannsókn sem María kveðst hafa í undirbúningi er að skoða tengsl gláku- lyfja við önnur lyf sem glákusjúklingar taka. „Um er að ræða rannsókn á samverk- andi áhrifum glákulyfja við 10 algengustu system-lyf sem fólk tekur við öðrum langvarandi sjúkdómum, en hugsanlega getur samspil þeirra valdið neikvæðum aukaverkunum. Þetta er mikilvægt fyrir aðra lækna þar sem þeir eru ekki alltaf meðvitaðir um að glákulyfin eru mjög virk lyf sem geta haft aukaverkanir og samverkun við önnur lyf. Ég framkvæmdi samskonar rannsókn fyrir 15 árum við Duke-háskólasjúkrahúsið í Norður-Karól- ínu og í kjölfarið var útbúin tafla fyrir heilsugæslulækna um samspil annarra lyfja við glákulyfin. Ég tel að það sé mikil- vægt að gera þessa rannsókn hér, ef til vill verða niðurstöðurnar aðrar, enda ýmiss ný lyf á markaði, en engu að síður gagnlegar fyrir lækna sem sinna sjúklingum með langvinna sjúkdóma auk gláku.“ María framkvæmir Canaloplasty-aðgerð. „Þar er ljósleiðaraþráður þræddur inn í síuganginn, Schlemm´s canal, 360 gráður. Þetta er gert til að opna ganginn að nýju, en eitt af einkennum gláku er að þessi gangur fellur saman og lokast.“ Ljósmynd/Landspítalinn.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.