Læknablaðið - 01.02.2014, Page 39
LÆKNAblaðið 2014/100 103
V I ð T A L
nýliðun í lyflækningum verði tryggð og
möguleikar til starfsþróunar auknir. Ekki
var þó unnt að bíða eftir áliti nefndanna
því að um bráðavanda var að ræða og því
ákvað Davíð, nýskipaður framkvæmda-
stjóri lyflækninga, að framhaldsmenntun
yrði sett í forgang í endurreisninni.
Námslæknar mikilvægir spítalanum
Aðspurðir um mikilvægi námslækna í
lyflækningum fyrir Landspítalann eru
þeir afdráttarlausir í svörum. „Náms-
læknar eru gríðarlega mikilvægir Land-
spítalanum. Þeir hafa góða og jafnvel oft
einstaka þekkingu á því hvernig spítalinn
virkar í daglegu starfi, hafa breiða grunn-
þekkingu, skapa eðlilega dreifingu á
vinnuálagi, efla akademískt umhverfi og
eru lykilaðilar í að kenna kandídötum
og læknanemum klínísk vinnubrögð,“
segir Davíð. „Við getum spurt hvað ungir
læknar fái út úr því að stíga fyrstu skref
ferilsins á Landspítala. Við teljum svarið
vera að sjúkrahúsið býður upp á mögu-
leika til að þeir geti aflað sér traustrar
grunnþekkingar í klínískri læknisfræði,
byrjað að byggja upp markvissa ferilskrá,
þar eru fjölbreytt tækifæri til vísindastarfa
og sömuleiðis geta þeir komið sér upp
mikilvægu tengslaneti fyrir framtíðina.
Þess má geta að á nýlegu málþingi um
framhaldsmenntun kom fram í máli
ungra lækna sem stunda sérnám sitt
beggja vegna Atlantshafsins að aðgengi
ungra lækna að rannsóknateymum væri
einstaklega gott hér á landi,“ segir Frið-
björn.
Endurskipulagning framhaldsnáms-
ins kallaði á verulega sjálfsskoðun og
greiningu á því hvað hefði farið úrskeiðis
og hvers vegna dregið hefði úr eftirspurn
eftir námstöðum.
„Það sem kom ítrekað upp í samtölum
okkar við unga lækna er að of lítil þróun
var á milli ára hjá námslæknum, þeir voru
gjarnan einir á teymum og þarfir legu-
deilda fyrir vinnuframlag höfðu oft for-
gang fram yfir námsþarfir unglæknanna.
Lítill stuðningur var við að sækja skipu-
lagða kennslu, ónógur stuðningur frá
sérfræðilæknum á vissum teymum, ekki
nægjanlegur stuðningur á vöktum, léleg
vinnuaðstaða, bág launakjör og menn
töldu jafnvel að kjarasamningar væru ekki
ávallt virtir. Þá var oft óvissa um hvar
námslæknar væru að vinna á hverjum
tíma og þeir jafnvel fluttir til í starfi með
engum fyrirvara,“ segir Friðbjörn.
Davíð tekur undir þetta og bætir við:
„Innan lyflækningasviðs hefur nú verið
unnið markvisst að því undanfarnar
vikur og mánuði að styrkja umgjörðina
um framhaldsnámið í lyflækningum á
Landspítala. Sú undirbúningsvinna er nú
langt komin og við teljum að sviðið sé nú
í stakk búið til að fjölga námslæknum í
lyflækningum á spítalanum.“
Verulegar breytingar á
stjórn framhaldsmenntunar
Skrifstofa framhaldsmenntunarstjóra hef-
ur verið efld til muna. Gerður Helgadóttir
er þar skrifstofustjóri og til stuðnings
framhaldsmenntunarstjóra hafa verið
ráðnir 5 kennslustjórar; Anna Björg Jóns-
dóttir, Inga Sif Ólafsdóttir, Ingibjörg Jóna
Guðmundsdóttir, Kjartan Örvar og Tómas
Þór Ágústsson. Þá hafa Ingibjörg Kristj-
ánsdóttir og Margrét Jóna Einarsdóttir
verið ráðnar umsjónardeildarlæknar.
„Kennslustjórarnir 5 munu sinna
námslæknum á fjölbreyttan hátt og
hafa auk þess skipt með sér verkum.
Má þar nefna sjálfsnám námslækna, úr-
vinnsla stöðuprófs, umsjón með kerfi
leiðbeinenda, langtímagöngudeild náms-
lækna, umsjón fyrirlestra námslækna,
innleiðslu á klínískum leiðbeiningum við
störf námslækna, þemadaga, endurgerð
marklýsingar fyrir námið og svokallaðrar
log-bókar,“ segir Friðbjörn.
Kennslustjórum og framhaldsmennt-
unarstjóra til fulltingis hefur verið skipuð
ný framhaldsmenntunarnefnd. Hana
skipa Guðmundur Þorgeirsson, Helga
Ágústa Sigurjónsdóttir, Rafn Benedikts-
son, Runólfur Pálsson, Sigurður Guð-
mundsson, Steinn Jónsson og Þórdís Jóna
Hrafnkelsdóttir.
„Þau hafa öll reynslu af þessum mála-
flokki en hafa þó mismunandi styrkleika,
sem mun nýtast okkur vel. Nefndarmenn
hafa einnig tekið að sér ákveðin verkefni,
þar á meðal að hafa umsjón með rann-
sóknarverkefnum og kennslufundum
námslækna, vinna að vottun framhalds-
námsins frá erlendum aðilum og fylgja
því eftir að viðurkenning heilbrigðis- og
menntamálayfirvalda á náminu verði
formgerð,“ segir Davíð.
Davíð Ó. Arnar framkvæmdastjóri lyf-
lækningasviðs og Friðbjörn Sigurðsson
kennslustjóri framhaldsnáms.