Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2014/100 103 V I ð T A L nýliðun í lyflækningum verði tryggð og möguleikar til starfsþróunar auknir. Ekki var þó unnt að bíða eftir áliti nefndanna því að um bráðavanda var að ræða og því ákvað Davíð, nýskipaður framkvæmda- stjóri lyflækninga, að framhaldsmenntun yrði sett í forgang í endurreisninni. Námslæknar mikilvægir spítalanum Aðspurðir um mikilvægi námslækna í lyflækningum fyrir Landspítalann eru þeir afdráttarlausir í svörum. „Náms- læknar eru gríðarlega mikilvægir Land- spítalanum. Þeir hafa góða og jafnvel oft einstaka þekkingu á því hvernig spítalinn virkar í daglegu starfi, hafa breiða grunn- þekkingu, skapa eðlilega dreifingu á vinnuálagi, efla akademískt umhverfi og eru lykilaðilar í að kenna kandídötum og læknanemum klínísk vinnubrögð,“ segir Davíð. „Við getum spurt hvað ungir læknar fái út úr því að stíga fyrstu skref ferilsins á Landspítala. Við teljum svarið vera að sjúkrahúsið býður upp á mögu- leika til að þeir geti aflað sér traustrar grunnþekkingar í klínískri læknisfræði, byrjað að byggja upp markvissa ferilskrá, þar eru fjölbreytt tækifæri til vísindastarfa og sömuleiðis geta þeir komið sér upp mikilvægu tengslaneti fyrir framtíðina. Þess má geta að á nýlegu málþingi um framhaldsmenntun kom fram í máli ungra lækna sem stunda sérnám sitt beggja vegna Atlantshafsins að aðgengi ungra lækna að rannsóknateymum væri einstaklega gott hér á landi,“ segir Frið- björn. Endurskipulagning framhaldsnáms- ins kallaði á verulega sjálfsskoðun og greiningu á því hvað hefði farið úrskeiðis og hvers vegna dregið hefði úr eftirspurn eftir námstöðum. „Það sem kom ítrekað upp í samtölum okkar við unga lækna er að of lítil þróun var á milli ára hjá námslæknum, þeir voru gjarnan einir á teymum og þarfir legu- deilda fyrir vinnuframlag höfðu oft for- gang fram yfir námsþarfir unglæknanna. Lítill stuðningur var við að sækja skipu- lagða kennslu, ónógur stuðningur frá sérfræðilæknum á vissum teymum, ekki nægjanlegur stuðningur á vöktum, léleg vinnuaðstaða, bág launakjör og menn töldu jafnvel að kjarasamningar væru ekki ávallt virtir. Þá var oft óvissa um hvar námslæknar væru að vinna á hverjum tíma og þeir jafnvel fluttir til í starfi með engum fyrirvara,“ segir Friðbjörn. Davíð tekur undir þetta og bætir við: „Innan lyflækningasviðs hefur nú verið unnið markvisst að því undanfarnar vikur og mánuði að styrkja umgjörðina um framhaldsnámið í lyflækningum á Landspítala. Sú undirbúningsvinna er nú langt komin og við teljum að sviðið sé nú í stakk búið til að fjölga námslæknum í lyflækningum á spítalanum.“ Verulegar breytingar á stjórn framhaldsmenntunar Skrifstofa framhaldsmenntunarstjóra hef- ur verið efld til muna. Gerður Helgadóttir er þar skrifstofustjóri og til stuðnings framhaldsmenntunarstjóra hafa verið ráðnir 5 kennslustjórar; Anna Björg Jóns- dóttir, Inga Sif Ólafsdóttir, Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir, Kjartan Örvar og Tómas Þór Ágústsson. Þá hafa Ingibjörg Kristj- ánsdóttir og Margrét Jóna Einarsdóttir verið ráðnar umsjónardeildarlæknar. „Kennslustjórarnir 5 munu sinna námslæknum á fjölbreyttan hátt og hafa auk þess skipt með sér verkum. Má þar nefna sjálfsnám námslækna, úr- vinnsla stöðuprófs, umsjón með kerfi leiðbeinenda, langtímagöngudeild náms- lækna, umsjón fyrirlestra námslækna, innleiðslu á klínískum leiðbeiningum við störf námslækna, þemadaga, endurgerð marklýsingar fyrir námið og svokallaðrar log-bókar,“ segir Friðbjörn. Kennslustjórum og framhaldsmennt- unarstjóra til fulltingis hefur verið skipuð ný framhaldsmenntunarnefnd. Hana skipa Guðmundur Þorgeirsson, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Rafn Benedikts- son, Runólfur Pálsson, Sigurður Guð- mundsson, Steinn Jónsson og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir. „Þau hafa öll reynslu af þessum mála- flokki en hafa þó mismunandi styrkleika, sem mun nýtast okkur vel. Nefndarmenn hafa einnig tekið að sér ákveðin verkefni, þar á meðal að hafa umsjón með rann- sóknarverkefnum og kennslufundum námslækna, vinna að vottun framhalds- námsins frá erlendum aðilum og fylgja því eftir að viðurkenning heilbrigðis- og menntamálayfirvalda á náminu verði formgerð,“ segir Davíð. Davíð Ó. Arnar framkvæmdastjóri lyf- lækningasviðs og Friðbjörn Sigurðsson kennslustjóri framhaldsnáms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.