Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.2014, Qupperneq 47

Læknablaðið - 01.02.2014, Qupperneq 47
LÆKNAblaðið 2014/100 111 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R tvö og hálft ár og síðan var ég þrjú og hálft ár að yfirfara hana. Það er í samræmi við það sem reyndir rithöfundar og þýðendur hafa sagt: „Fljótur að skrifa, lengi að yfir- fara.““ Fornmál eða nútímamál Ekki er sjálfsagt hvernig þýðandi nálgast svo fornan texta. Stefán segir það grund- vallaratriði að ákveða á hvers konar ís- lensku textinn skuli þýddur. „Ég byrjaði að búa til mál sem stóð miðja vegu milli Sveinbjarnar Egilssonar og forn- sagnanna. Sumum fannst það mjög flott en jarðbundnari yfirlesarar, fyrst og fremst Kristín systir mín, ráðlögðu nútímalegri nálgun. Þetta var skynsamleg ákvörðun. Ef ég þýði eitthvað fornt í framtíðinni mun ég miða við nútíma út lagn ingu því svona tilbúið mál getur orðið dálítið óskilgetið. Það er þó ekki þar með sagt að textinn sé lágkúrulegt hversdagsmál heldur mætti lýsa honum sem ís lensku manns sem vandar sig. Sumum þykir hann full hátíðlegur en ég er nokk uð sátt ur við útkomuna. Þetta er kryddað alþýðumál en ekki götumál.” Trúmennska við frumtexta er annað viðfangsefni og verður nokkuð snúið þeg- ar svo fornum texta er lyft til nútímans. „Ég er með tryggð við frum texta á heilan- um. Það eru alls kyns atriði sem þarf að huga að í þeim efnum. Heims mynd Her- ódótusar er allt önnur en nútíma manna og mér þótti nauðsyn að hin forni sjónarhóll réði í þýðingunni. Hann nefnir aldrei fjórar höfuð áttir heldur miðar hann við sólargang. Hann vísar einnig til stjörnu- merkja eins og Stóra-björns. Þessu hélt ég til haga ásamt því að þýða nöfn á náttúrufyrirbærum. Svartahaf nefnist í beinni þýðingu Gestrisnahaf. Þetta er ekki beinlínis togstreita en kallar á vanga veltur. Fæstar setningar úr forn grísku er hægt að þýða beint, sem á reynd ar við um ýmis tungumál, svo textann verður útleggja. Maður hefur þá merkingu frum texta til leiðsagnar.” Vantaði íslenska þýðingu Stefán segir meginástæðu þess að hann réðst í þýðingu þessa höfuðrits vera að íslenska þýðingu þess hafi hreinlega vantað. „Þetta er eitt af þeim ritum sem eiga að vera til á íslensku. Verkið er mjög skemmtilegt aflestrar, sem eflaust er ein ástæða þess að það hefur lifað í gegnum aldirnar. Ég þýddi alla lesninguna beint á tölvu, sem varla er í frásögur færandi. Með því móti gat ég jafnan haft opna amer- íska tölvuútgáfu Tuftsháskóla hvar sem ég var niður kominn, með frumtexta ásamt skýringum og tilvísunum í vafaatriði. Ég hafði mismunandi þýðingar einnig við höndina. Skýr ingar við þennan texta eru ótalmargar og fylla heilu bækurnar. Ég lagði mig ekki eftir þeim öllum en vísa í upprunann ef fræðimenn hafa áhuga á að leita þær uppi.” Heródótus frá Halíkarnassus í Litlu- Asíu er talinn fæddur árið 484 fyrir Krist. Rannsóknir hans skiptast í 9 bækur. Þær rekja sögu og uppgang Persaveldis frá dögum Kýrusar Persakonungs. Þeim lýkur þegar Xerxes konungur Persa tapar endan- lega í bar áttunni um að innlima Grikkland í veldi sitt í sögufrægum orr ustum við Salamis, Plateu og Mýkölu. Lifandi og skemmtileg frásögn „Heródótus er að lýsa atburðum sem gerðust ekki löngu fyrir hans dag og lauk ekki fyrr en rétt um það bil sem hann kemur í heiminn. Hann hefur því aðgang að frásögn sjónarvotta. Rannsóknir hans eru endursögn atburða samkvæmt lýs- ingu viðmælenda. Hann ferðast víða um lönd og aflar upplýsinga hjá fjöl mörg um. Frásagnarmáti er lifandi og skemmtilegur, stundum í fyrstu pers ónu, stund um í ann- arri eða þriðju persónu. Hann lætur flest flakka og tekur upp ýmsar furðusögur. Það er skemmtilegt að lýsingar hans á íbú- um framandi land svæða verða æ furðu- legri eftir því sem löndin eru fjarlægari og óaðgengilegri. Hann slær þó varnagla við því að leggja of mikinn trúnað á allt sem við mæl endur hans segja.” Um stíl Heródótusar segir Stefán að hann eigi mikið að þakka Hómer, bæði í hugsun og málfari. „Í raun var söguefni Heródótusar og Hómers hið sama, stríð og ferðalög. Að sumu leyti minnir Heródótus á Mozart. Tær einfaldleiki virðist augljós á yfirborðinu en dylur djúpa heimshryggð undir niðri. Á sama hátt er stíll Her- ódótusar einfaldur og hrynfagur, ekkert tafs í frásögninni eða mála lengingar. Höf- undur er hreinn og beinn í hugsun, dálítið barnalegur og veltir sér upp úr skrítnum hlutum. Fegurð tungutaks og hrynjandi er við brugðið.” „Þýð ing in tók tvö og hálft ár og síðan var ég þrjú og hálft ár að yfirfara hana,“ segir Stefán Steinsson um þýðingu sína á Rannsóknum Her- ódótusar. Ljósmynd/Páll A. Pálsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.