Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Síða 48

Læknablaðið - 01.02.2014, Síða 48
112 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Í byrjun þessa árs kynntu Krabbameins- félagið, velferðarráðuneytið og landlæknir (dreifibréf landlæknis 1/2014, www.krabb. is) án teljandi fyrirvara eða samráðs við fagaðila, breytingar á boðunaraldri og millibili leghálskrabbameinsleitar. Boðun- araldur var færður úr 20-69 ára aldursbili með tveggja til fjögurra ára breytilegu millibili skoðana eftir aldri, í 23-65 ára ald- ursbil með þriggja ára millibili. Forsendur þessara breytinga eru sagðar tengjast áhættu á ofgreiningu forstigsbreytinga sem aftur leiði til of margra leghálsspegl- ana og keiluskurða meðal yngri kvenna, lágri áhættu á leghálskrabbameini meðal eldri kvenna og þörf á að samræma leitina skipulagi í öðrum löndum. Erlendar rann- sóknir hafa mikið að segja fyrir skipulag heilbrigðismála á Íslandi, en ekki er alltaf hægt að heimfæra þær upp á íslenskt sam- félag. Íslenskar rannsóknir geta þar haft mun meira vægi þótt smærri séu. Eldra skipulag leitar Markmið leghálskrabbameinsleitar er aðallega að greina alvarlegar forstigsbreyt- ingar og í minna mæli að greina byrjunar- stig (svonefnd „hulinstig“) krabbameins- ins. Skipuleg leghálskrabbameinsleit hófst hér á landi í júní 1964 og verður leitin því 50 ára um mitt þetta ár. Leitin hefur frá upphafi haft á sér yfirbragð þjónustu sem varðar „kvennaheilbrigði“ (women´s health clinic), þar sem unnt hefur verið að fá ráð- leggingar og ábendingar um tilvísunar- leiðir til heimilis- og sérfræðilækna sam- hliða sýnatökunni, ef konan hefur óskað þess eða skoðunarlæknir telur vera tilefni til slíks. Fræðilegar forsendur skipulags leghálskrabbameinsleitar fram til ársloka 2013 hafa verið kynntar í fjölda greina á innlendum og erlendum fræðavettvangi og nú síðast í byrjun þessa árs í nýjasta tölublaði tímaritsins HPV Today.1 Leitin hefur í heild leitt til 67% lækk- unar á nýgengi og 91% lækkunar á dánartíðni af völdum leghálskrabbameins. Ávinningurinn fyrir íslenskt samfélag er því augljós. Þá hefur leitin verið samræmd brjóstakrabbameinsleitinni frá 40 ár aldri, sem er annar kostur. Unnt er að fjarlægja forstigsbreytingar og byrjunarstig leghálskrabbameins með keiluskurði án teljandi áhrifa á frjósemi yngri kvenna. Af leghálskrabbameinum sem greinst hafa á síðustu 20 árum voru 42% tilfella meðhöndluð með keiluskurði. Í einstaka tilvikum má rekja fyrirburafæð- ingu til styttingar á leghálsi eftir keilu- skurð og því eru réttar ábendingar fyrir slíkri aðgerð mikilvægar. Konur með væg- ar forstigsbreytingar eru skráðar í eftirlits- ferli á vegum Leitarstöðvar Krabbameins- félagsins með endurteknu frumustroki eftir 6 mánuði. Þetta fyrirkomulag hefur komið í veg fyrir ofnotkun leghálsspegl- ana og keiluskurða meðal þessara kvenna, en það getur gerst í löndum þar sem eftir- lit er ekki eins öflugt og hér á landi. Efla má eftirlit kvenna með vægar forstigs- breytingar með há-áhættu HPV-greiningu eins og gert er víðast erlendis. Human papilloma veirur (HPV; vörtu- veirur) eru orsakavaldar forstigsbreytinga og leghálskrabbameins. Þessar veirur skiptast annars vegar í lág-áhættu veirur sem valda góðkynja kynfæravörtum og vægum forstigsbreytingum og hins vegar há-áhættu veirur sem valda vægum og alvarlegum forstigsbreytingum og krabba- meinum. Til eru nokkuð öruggar aðferðir til að greina þessar veirur í stroksýnum frá leghálsi,2,3 en þær aðferðir eru enn ekki aðgengilegar hér á landi. Konum með alvarlegar forstigsbreyt- ingar er ætíð vísað í leghálsspeglun og síðan í keiluskurð, ef speglunin staðfestir að um rétta greiningu sé að ræða. Sam- hliða lækkandi aldri við fyrstu kynmök hefur tíðni alvarlegra forstigsbreytinga og krabbameina farið vaxandi hér á landi meðal yngri kvenna.4-6 Í byrjun árs 1988 voru neðri aldursmörk leitar því færð niður í tvítugt sem er nærri þeim 21 árs aldursmörkum sem forvarnastofnun Bandaríkjanna (U.S. Preventive Services Task Force, USPSTF) mælir nú með.7 Frá 1988 hefur tíðni leghálskrabbameins meðal kvenna 26 ára og yngri ríflega tvöfaldast úr 11 tilfellum á tímabilinu 1964-1988 (konur 23-26 ára) í 24 tilfelli á tímabilinu 1989-2012 (konur 19-26 ára). Á sama tíma fjórfaldaðist hlutfall þeirra sem greindust með sjúkdóminn á hulinstigi úr fjórum tilfellum í 16 tilfelli. Þessar íslensku niðurstöður mæla því gegn hækkun neðri aldursmarka leitar. Bólusetning 12 ára stúlkna gegn HPV há-áhættusmiti hófst á Íslandi árið 2012. Þó erlendar og íslenskar rannsóknir gefi til kynna að vænta megi góðs árangurs af þeirri forvarnaraðgerð er vörnin sem í því felst ekki fullkomin. Tíminn sem þarf til að meta árangur bólusetningar er einn til tveir áratugir. Það hvetur heldur ekki til skyndibreytinga á fyrirkomulagi leitarinnar.1,6 Áhættan á alvarlegum forstigsbreyt- ingum og leghálskrabbameini meðal eldri kvenna minnkar með fjölda frumustroka sem hafa reynst vera eðlileg.1,7 Konur sem greindust með leghálskrabbamein eftir 65 ára aldur voru engu að síður 63 á tímabilinu 1964-1988 og 59 á tímabilinu 1989-2012. Flestar þessara kvenna (89%) höfðu ekki fylgt ráðleggingum Krabba- meinsfélagsins og heilbrigðisyfirvalda um að koma í frumustrok á réttum tíma, en 2/3 þeirra höfðu þó mætt til leitar í Breytt skipulag leghálskrabbameinsleitar kristján Sigurðsson læknir/klínískur prófessor, doktor í illkynja kvensjúkdómum og lýðheilsu, fyrrv. yfirlæknir Leitarsviðs Krabbameinsfélagsins Reynir Tómas Geirsson prófessor/yfirlæknir, kvennadeild, kvenna – og barnasviði Landspítala

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.