Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.2014, Side 62

Læknablaðið - 01.02.2014, Side 62
126 LÆKNAblaðið 2014/100 Úr fórum Læknablaðsins – 1915-2014 Staðfest sem 1. valkostur til viðhaldsmeðferðar. Við LLT á öllum stigum ®HEFJIÐ MEÐFERÐ MEÐ SPIRIVA (TÍÓTRÓPÍUM) 2��milljónir�sjúklingaára� **1 ��me��Spiriva ÞAÐ Á AÐ LIFA LÍFINU SPIRIVA: Langverkandi andkólínvirkt lyf til viðhaldsmeðferðar við LLT einu sinni á dag. SPIRIVA TÍÓTRÓPÍUM 16% FÆKKUN 2DAUÐSFALLA P< 0,05 • • • • • • • • Minnkar viðvarandi 3.4.* andnauð Minnkar marktækt hættu 5,6,*,+á versnun LLT Eykur marktækt lífsgæði 5,7,8,#.+ hjá LLT-sjúklingum Eykur marktækt líkamlegt 4,9,10,# úthald # Upplýsingarnar sem koma fram vísa til meðferðar með SPIRIVA 18 míkróg ®einu sinni á dag með HandiHaler + SPIRIVA breytti ekki skerðingarhraða lungnastarfsemi. Aukaendapunktur í UPLIFT sýnir að meðferðin leiðir til meiri bóta á lungnastarfsemi saman- borið við lyfleysu S p i- 1 3 -0 1 -1 0 m aj 2 0 1 3 Andkólínvirkt lyf með fyrirliggjandi upplýsingar um dauðsföll *Ábendingin: Tíótrópíum er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT). ** Í heiminum. Heimildir: 1. Yohannes, A.M. et al, Ten years of tiotropium: clinical impact and patient perspectives, International Journal of COPD 2013;8:117-125. 2. Samantekt á eiginleikum Spiriva innöndunardufti í hylkjum, samþykkt af heilbrigðisyfirvöldum í Danmörku 19. júní 2012. „Lyfhrif: Í rannsókn sem stóð yfir í 4 ár sást bati á lungnastarfsemi (FEV1). Batinn hélst stöðugar öll 4 árin. Á meðferðartímanum sást 16% minnkun hættu á dauðsfalli.“ 3. Casaburi R et al. A long-term evaluation of once-daily inhaled tiotropium in chronic obstructive pulmonary disease. Eur Respir J 2002;19:217-224. 4. O'Donnell DE et al. Effects of tiotropium on lung hyperinflation, dyspnoea and exercise tolerance in COPD. Eur Respir J 2004;23:832-840. 5. Tashkin DP et al; for the UPLIFT® Study Investigators. A 4-year trial of tiotropium in chronic obstructive pulmonary disease. N Engl J Med 2008;359:1543-54. 6. Vogelmeier C et al; for the POET-COPD Investigators. Tiotropium versus salmeterol for the prevention of exacerbations of COPD. N Engl J Med 2011;364:1093-1103. 7. Troosters T et al; for the UPLIFT® Study Investigators. Tiotropium as a first maintenance drug in COPD: secondary analysis of the UPLIFT® trial. Eur Respir J 2010;36:65-73. 8. Tonnel AB et al; for the TIPHON study group. Effect of tiotropium on health-related quality of life as a primary efficacy endpoint in COPD. Int J Chron Obstruct Pulmon Dis 2008;3:301-310. 9. Casaburi R et al. Improvement in Exercise Tolerance With the Combination of Tiotropium and Pulmonary Rehabilitation in Patients With COPD. Chest 2005;127:809-817. 10. Maltais F et al. Improvements in Symptom-Limited Exercise Performance Over 8 h With Once-Daily Tiotropium in Patients With COPD. Chest 2005;128:1168-1178. Hér sést kápan á Læknablaðinu 1934, vindlaauglýsingin úr fyrsta árgangi er horfin en í staðinn er komið efnisyfirlit tölublaðsins. Blaðið kemur 6 sinnum út þetta ár og er það vel af sér vikið í því ölduróti sem gekk yfir Norðurálfuna þá. Nótt hinna löngu knífa skall á í Þýska- landi 30. júní, og í ágústbyrjun tók Hitler öll völd, varð der Führer. Í langri upphafsgrein er rakin tilurð og saga blaðsins: … á fundi (Læknafélags Reykjavíkur) 20. janúar 1915 var skýrt frá því, að komið hefði svar frá 25 læknum. Voru þeir allir hlyntir fyrirtækinu og lofuðu að kaupa blaðið. Var þá samþykt að gefa út blaðið og kosin ritnefnd. Skyldu koma 12 blöð á ári og verðið vera 10 krónur. … aldrei hefir komið fram nein rödd um leggja blaðið niður, svo að öllum virðist ljós þýðing þess og gagn fyrir ísl. læknastétt og framtíð þess ætti að vera borgið úr þessu. Með þessari grein er ágrip á ensku og allt blaðið hefur heimsborgaralegan svip. Fjórar stórar greinar eru birtar á þýsku, og ágrip margra greinanna eru á þýsku, og nokkur á ensku. Þriðja þýska ríkið er búið að fóta sig á mörgum sviðum bæði heima og heiman, og menn reyna að láta rödd sína heyrast þar. Ljósmyndin hér á síðunni er úr grein Steingríms Matthíassonar: Risi. Þar segir: Á Akureyrar-sjúkrahúsi hefi eg nú undan- farna mánuði haft til meðferðar risavaxinn mann, sem mér finst trúlegt, að muni vera hæstur og stærstur allra núlifandi Íslendinga. Eg finn því ástæðu til að lýsa honum nokkuð hér í Læknablaðinu og sjá svo til, hvort nokkur landa vorra bjóði betur. Jóhann heitir hann, risinn, og er Pétursson, frá Ingvörum í Svarf- aðardal, 21 árs, ógiftur sjómaður. Steingrímur birtir síðan töflu yfir 34 atriði sem mæld hafa verið á þeim báðum (25. maí 1934) til frekari samanburðar: Líkamshæð 218,5 / 171,5 cm, líkamsþyngd 139 / 74 kg, ummál höfuðs 69 / 55 cm, ummál brjóstsins 126 / 91 cm, axlarbreidd 40 / 30 cm, lengd eyrans 7 / 5,5 cm. Og hann fer mörgum orðum um risann sem bera merki síns tíma og hugsunarháttar: Um gáfur Jóhanns er það að segja, að hann hefir komið oss svo fyrir í daglegri umgengni og viðtali, sem hann sé vel í meðallagi að greind og gáfna- fari. Við fermingu reyndist hann framar jafnöldrum sínum öllum í kristnum fræðum og skólafögum. Honum hefir farið vel úr hendi venjuleg störf, verið gæfur í lund, glaður í sínum hóp, vinsæll af félögum, og verið engu síðri en hver annar í því, að lítast vel á laglegar stúlkur. Þó halda mætti, að svo stór skrokkur sem Jóhanns, þyrfti meiri næringu en venja er til, ber aldrei á því, að Jóhann [sé] verulega neyzlu frekari en fólk flest. Hans diuresis og excreta alvi eru heldur ekki meiri en annara menskra manna. Útvarp Reykjavík var byrjað að senda út dagskrá þegar þarna er komið sögu og laugardaginn 1. desember var Útvarps- tríóið með tónleika frá kl 21.50-24.00, og lék þá Danzlög. Þetta var í fyrsta sinn sem lesnar voru jólakveðjur í útvarpinu.. Á baksíðu Alþýðublaðsins segir 1. des. 1934: Halldór Kiljan Laxness dvelur nú í Rómaborg. Samkvæmt bréfi sem hann skrifaði Eggert Briem frá Tyrol, hefir hann í hyggju að fara frá Róm um Konstantínopel til Rúss- lands. Halldór Kiljan hefir nýlega selt Bonnier í Stokkhólmi útgáfurétt á bók sinni „Salka Valka“ í Svíþjóð og verður hún þýdd úr dönsku og kemur út innan skamms. „Ég lét taka mynd af okkur báðum saman, og sýnir myndin myndin glögt, hve Jóhann er mikill að vallarsýn, í samanburði við meðalmann eins og mig.“ Segir Steingrímur Matthíasson Jochumssonar um sjúkling sinn 1934. Desemberblaðið 1934, 20. árgangur ■ ■ ■ Védís Skarphéðinsdóttir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.