Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2014, Side 15

Læknablaðið - 01.12.2014, Side 15
LÆKNAblaðið 2014/100 655 sig úr er líkamsþyngdarstuðull. Yngri sjúklingar sýndu þannig tilhneigingu til þess að vera heldur þyngri en þeir eldri (p=0,06). Svipuðum niðurstöðum hefur verið lýst áður, meðal annars í rannsókn sem bar saman árangur kransæðavíkkunar og krans- æðahjáveitu hjá yngri sjúklingum.9,14 Ekki lágu fyrir áreiðanlegar upplýsingar um ættarsögu sjúklinganna, enda rannsóknin aftur- skyggn. Frekari rannsóknir á erfðaefni sjúklinga með dreifðan kransæðasjúkdóm gætu varpað frekara ljósi á orsök sjúkdómsins. Slíkar rannsóknir eru þegar hafnar hér á landi í samstarfi við Ís- lenska erfðagreiningu. Yngri sjúklingar voru frekar teknir með flýtingu í aðgerð, eða í 58% tilfella. Þetta er svipað hlutfall og í rannsókn Bardakci og félaga þar sem hlutfallið var 60%. Í okkar rannsókn voru 6% að- gerðanna bráðaaðgerðir, en yngri sjúklingar voru oftar með brátt hjartadrep og greiningu sjúkdómsins virðist því oftar hafa borið brátt að. Styrkur rannsóknarinnar er að hún nær yfir 12 ára tímabil og tekur til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituað- gerð hjá heilli þjóð. Nákvæmar upplýsingar fengust fyrir alla sjúklinga, bæði hvað varðar fylgikvilla en einnig upplýsingar um lifun úr Þjóðskrá og dánarmeinaskrá Embættis landlæknis. Veik- leiki við rannsóknina er að hún er afturskyggn. Því er skráning á einkennum sjúklinga, faraldsfræðilegum þáttum og fylgikvillum ekki jafn nákvæm og við framsýna rannsókn. Einnig er veikleiki að upplýsingar um langtímafylgikvilla, til dæmis kransæðaþræð- ingar eftir 30 daga vantar. Loks má nefna að sjúklingar í yngri hópi voru aðeins 100 talsins en með fleiri sjúklingum hefði fengist meiri styrkur í tölfræðilegan samanburð hópa, sérstaklega við saman- burð á sjaldgæfum fylgikvillum og dánartíðni innan 30 daga. Lokaorð Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum er góður hér á landi. Sjúkdómasértæk lifun þeirra virðist ívið betri en eldri sjúklinga og tíðni minniháttar fylgikvilla lægri. Einnig er legutími yngri sjúklinga styttri og blóðgjafir fátíðari, enda þótt veikindi þeirra virðist bera bráðar að en þeirra eldri. Mikilvægt er að kanna frekar árangur meðferðar við kransæða- sjúkdómi hjá yngri sjúklingum hér á landi, ekki aðeins skurðað- gerða heldur einnig kransæðavíkkana. Slík rannsókn er þegar hafin og mun hún vonandi varpa frekara ljósi á árangur meðferðar í þessum sjúklingahópi. Mest spennandi eru samt rannsóknir á erfðum kransæðasjúkdóms en þær munu vonandi skýra af hverju sumir einstaklingar þróa sjúkdóminn fyrr en aðrir. Þakkir Þakkir fær Gunnhildur Jóhannsdóttir skrifstofustjóri á skurðsviði Landspítala og Yousef Tamimi fyrir yfirlestur greinar. R A N N S Ó K N ENGLISH SUMMARY introduction: Most patients that undergo coronary artery bypass grafting (CABG) are around 70 years of age when operated on. We investigated the outcome of CABG in patients 50 years and younger, focusing on early complications, operative mortality and long-term survival. Material and method: A retrospective study on 1626 patients that underwent CABG in Iceland 2001-2012. one hundred patients aged 50 years or younger were compared to 1526 older patients. Results: The male:female ratio, risk factors and extension of coronary artery disease were comparable in both groups, as was the proportion of patients with left main disease. Left ventricular ejection fraction was significantly lower in the younger patients (52 vs. 55%, p=0.004) and more of them had a recent myocardial infarction (41 vs. 27%, p=0.003). Minor complications were less common in the younger group (30 vs. 50%, p<0.001), especially new onset atrial fibrillation (14 vs. 35%, p<0,001). Chest tube bleeding for the first 24 hours postoperatively was also less in the younger group (853 vs. 999 ml, p=0.015) and they received fewer units of packed red cells (1.3 vs. 2.8 units, p<0.001). However, the incidence of major complications was comparable (6 vs. 11%, p=0.13) and the same was true for 30 day mortality (1 vs. 3%, p=0.5). Mean hospital stay was 2 days shorter for younger patients (p<0.001). There was a non-significant trend for improved disease- specific survival for the younger patients, or 99% vs. 95% 5-year survival (p=0.07). Conclusion: In younger patients undergoing CABG minor complications are less common than in older patients, their hospital stay is shorter and transfusions less common. There was also a trend for improved disease specific survival for the younger patients. Outcome of myocardial revascularisation in patients fifty years old and younger Arnadottir Lo1, Axelsson TA1, Helgason D1, johannesdóttir H1, Adalsteinsson jA1, Geirsson A2, Sigurdsson AF3, Gudbjartsson T1,2 1Faculty of Medicine, University of Iceland, Departments of 2Cardiothoracic Surgery and 3Cardiology, Landspitali University Hospital. key words: Coronary artery bypass grafting (CABG), young patients, outcome, complications, survival. Correspondence: Tómas Guðbjartsson, tomasgud@landspitali.is

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.