Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 20

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 20
660 LÆKNAblaðið 2014/100 var lokaúrtakið 1912 manns. Þar af svöruðu 1312, 680 konur og 632 karlar, svarhlutfall var 68,6%. Mataræðið var kannað með tví- tekinni sólarhringsupprifjun á neyslu, þar sem þátttakendur voru beðnir um að telja upp alla neyslu matar og drykkjar síðastliðinn sólarhring. Viðtölin fóru fram í síma með að minnsta kosti þriggja vikna millibili og þess gætt að dreifing viðtala á vikudaga væri sem jöfnust. Nemendur í næringarfræði við Háskóla Íslands voru fengnir til að annast viðtölin sem fóru fram í húsnæði Lýðheilsu- stöðvar og fengu þeir þjálfun í viðtalstækni fyrir rannsóknina. Magn fæðu var áætlað út frá myndum í myndahefti með fjórum mismunandi skammtastærðum af algengum fæðutegundum ásamt vísan í algeng eldhúsáhöld og staðlaðar einingar. Þátttak- endur fengu myndaheftin send í pósti og höfðu þau til taks þegar viðtölin fóru fram. Gagnagrunnur Lýðheilsustöðvar, sem hefur að geyma 607 uppskriftir og rétti, var uppfærður fyrir könnunina og tengdur reikniforritinu ICEFOOD, unnið af Hugsjá. Forritið reiknar magn næringarefna og matvæla fyrir hvern einstakling á dag. Næring- argildi fæðunnar var reiknað samkvæmt íslenska gagnagrunn- inum um efnainnihald matvæla,10 sem einnig var uppfærður fyrir landskönnun með tilliti til orkuefna, fitusýrusamsetningar, vítamína, stein- og snefilefna. Auk fæðuneyslu var spurt um félagslega og lýðfræðilega þætti; aldur, kyn, menntun, atvinnu og búsetu og eins hversu erfitt eða auðvelt væri að ná endum saman, þar sem gefnir voru 5 svarmöguleikar: Mjög erfitt, frekar erfitt, hvorki erfitt né auðvelt, frekar auðvelt og mjög auðvelt. Einnig var spurt um heilsutengda hegðun á borð við reykingar, áfengisneyslu, hreyfingu og töku fæðubótarefna og náttúruefna, auk hæðar og þyngdar. Hliðstæð könnun var gerð á mataræði á Íslandi árið 2002 þar sem sambærilegri aðferð var beitt við öflun gagna, sólarhrings- upprifjun í síma. Þátttakendur voru 1242 karlar og konur á aldr- inum 15-80 ára og var svarhlutfall 70,6%, en 1174 svöruðu allri könnuninni. Við samanburð á neyslu árið 2002 og 2010-2011 er miðað við aldurshópinn 18-80 ára. Gildi aðferðarinnar var metið með mælingu á styrk lífvísa í blóði og samanburði við aðra rann- sóknaraðferð.11 Við landskönnun 1990 var tekin ítarleg fæðusaga í klukku- stundarlöngu viðtali. Þátttakendur voru 1240 af landinu öllu og svörun 72%, nánari lýsing á rannsókninni hefur verið birt.12 Holl- usta fæðunnar var metin samkvæmt fæðuþáttum sem hafa öðrum fremur tengst heilsu samkvæmt fyrri rannsóknum og samkvæmt norrænum næringarráðleggingum, en ráðleggingarnar byggja á ítarlegu og kerfisbundnu mati rannsókna á sambandi næringar og heilsu.13 Landskannanir á mataræði voru tilkynntar til Persónu- verndar árin 2002 og 2010-2011 og til Tölvunefndar árið 1990, en ekki þurfti leyfi vísindasiðanefndar fyrir kannanirnar. Tölfræði Samanburður á meðalneyslu fæðutegunda og næringarefna milli kannana var metinn með t-prófi, þar sem tölfræðileg marktekt miðaðist við 95% öryggismörk. Mat á hollustu fæðunnar eftir því R A N N S Ó K N Tafla I. Samanburður á meðalneyslu helstu fæðutegunda 2002 og 2010-2011. Meðaltal (sf) g/dag. Bæði kyn, aldur 18-80 ár. 2002 n=1174 2010/11 n=1312 p-gildi1 Munur % Mjólk og mjólkurvörur alls 388 (377) 300 (232) <0,001 -23 Nýmjólk 95 (205) 59 (138) <0,001 -39 ostar 36 (42) 35 (31) 0,3 -5 Brauð alls 117 (94) 95 (61) <0,001 -19 Gróf brauð 12 (28) 22 (33) <0,001 80 Kex og kökur 59 (106) 47 (62) 0,001 -19 Hafragrautur 14 (64) 29 (70) <0,001 106 Grænmeti alls 101 (109) 120 (100) <0,001 19 Ávextir og ber alls 77 (113) 119 (120) <0,001 54 Fiskur og fiskafurðir 41 (77) 46 (62) 0,08 12 Kjöt og kjötafurðir 111 (114) 130 (103) 0,001 17 Farsvörur 28 (62) 22 (39) 0,001 -24 Smjör og smj-örvörur 12 (19) 12 (14) 0,7 -2 Smjörlíki 6 (13) 4 (5) <0,001 -32 olíur 2 (8) 2 (5) 0,8 4 Lýsi 1,3 (3,1) 1,8 (3,3) <0,001 40 Gos/svaladrykkir 261(429) 238 (339) 0,1 -9 Sykraðir gosdrykkir 180 (373) 127 (249) <0,001 -29 Prótein/megrunardrykkir 8 (63) 15 (65) 0,007 83 Sælgæti 16 (41) 17 (28) 0,8 2 Snakk og popp 8 (26) 6 (16) 0,02 -25 1Samkvæmt t-prófi Tafla II. Samanburður á völdum næringarefnum úr fæðunni 2002 og 2010- 2011. Meðaltal á dag (sf). Bæði kyn, aldur 18-80 ár. 2002 n=1174 2010/11 n=1312 p-gildi1 Munur % orka, kkal 2130 (996) 2059 (725) 0,06 -3 Prótein, g 90 (41) 90 (35) 0,04 0 Fita, alls, g 88 (52) 85 (37) 0,2 -3 Mettaðar fitusýrur, g 36,8 (24,1) 34,2 (16,6) 0,002 -7 n-3 fitus., langar, g 0,7 (1,1) 0,8 (1,2) 0,003 19 Transfitusýrur, g 3,4 (2,9) 1,8 (1,2) <0,001 -46 Kolvetni, alls, g 233 (118) 213 (82) <0,001 -9 Sykur, alls, g 102 (73) 95 (50) 0,005 -7 Viðbættur sykur, g 59 (64) 47 (40) <0,001 -20 Trefjaefni, g 16,7 (7,9) 16,8 (7,1) 0,6 1 A-vítamín, Rj2 1649 (3599) 1146 (2241) <0,001 -31 D-vítamín, µg 6,1 (9,8) 8,1 (9,3) <0,001 33 E-vítamín, α Tj3 7,8 (6,5) 10,5 (6,6) <0,001 35 C-vítamín, mg 80 (85) 102 (81) <0,001 28 Kalk, mg 1071 (624) 923 (428) <0,001 -14 f 1t-pró 2Rj: Retinol jafngildi 3Tj: Tokoferol jafngildi Tafla III. Orkuefni fæðunnar 1990, 2002 og 2010-2011, % orku, meðaltal (sf). 1990 n=1240 2002 n=1174 2010-2011 n=1312 Prótein 17,4 (3,3) 17,9 (5,5) 18,1 (4,5) Fita alls 41,0 (6,8) 35,3 (9,4) 36,2 (7,3) Mettaðar fitusýrur 20,0 (4,4) 14,7 (5,0) 14,5 (3,9) Transfitusýrur 2,0 (1,2) 1,4 (0,9) 0,8 (0,4) Kolvetni alls 40,7 (7,3) 45,3 (10,0) 42,2 (7,9) Viðbættur sykur 8,4 (6,1) 10,6 (8,6) 8,9 (6,2)

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.