Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2014, Side 23

Læknablaðið - 01.12.2014, Side 23
LÆKNAblaðið 2014/100 663 R A N N S Ó K N fæðuvenja. Samkvæmt útreikningum Hjartaverndar má rekja 32% af fækkun dauðsfalla vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi milli áranna 1980 og 2006 til lækkunar á kólesteróli í blóði en 44% til minni reykinga, aukinnar hreyfingar og lækkaðs blóðþrýstings samanlagt.26 Á þessum árum fækkaði aldursstöðluðum dauðs- föllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma um 80% á Íslandi.26 Á sama tíma hefur offita og ofþyngd orðið æ algengari meðal þjóðarinnar. Samkvæmt landskönnun 1990 töldust 8% fólks á aldr- inum 18-80 ára vera með offitu eða líkamsþyngdarstuðul >30, árið 2002 var sambærilegt hlutfall 12% og 21% árið 2010/11.5 Ekki er ljóst hvort og þá hvernig breytt samsetning fæðunnar undanfarna áratugi eigi þátt í þessari þróun. Hér er um að ræða aðkallandi við- fangsefni sem skiptir sköpum fyrir lýðheilsu og því brýnt að efla rannsóknarstarf á sviðinu. Magn fremur en samsetning fæðu hef- ur öðru fremur verið tengt líkum á að þyngjast. Samt sem áður er margt sem bendir til þess að aukin neysla sykraðra gosdrykkja og eins neysla á orkuþéttu og jafnframt ódýru skyndifæði, eigi stóran þátt í aukinni líkamsþyngd fólks um víða veröld.27 Fræðsla um hollustu ein og sér hefur ekki reynst áhrifarík leið til að stuðla að heilsusamlegu holdafari, og því þarf að leita annarra leiða, ef ætl- unin er að snúa þessari þróun við. Skattar á óhollustu hafa reynst bera árangur, meðal annars í Ástralíu, bæði bætta heilsu og minni útgjöld.28 Aðrir hafa bent á að hér sé um umdeilda aðgerð að ræða og eins að lækkun á verði hollustuvara væri hugsanlega ákjósan- legri nálgun en hækkun á óhollustu.29 Samstarf hagsmunaaðila, verslunar, matvælaiðnaðar, skóla, heilsugæslu og sveitarfélaga gæti verið hugsanlegur vettvangur til að koma af stað breytingum í sölu, framleiðslu, markaðssetningu og þar með neyslu á sykr- uðum gosdrykkjum og orkuþéttu skyndifæði. Rannsóknir á Vesturlöndum hafa ítrekað sýnt að fólk með lægri tekjur borðar gjarnan næringarsnauðara fæði, og þá einkum minna af hollustuvörum á borð við grænmeti og ávexti, en hinir sem hafa hærri tekjur.30 Fram til þessa hafa ekki fundist tengsl milli tekna og hollustu fæðunnar á Íslandi, en hins vegar hefur félagsleg staða og menntun ítrekað sýnt jákvæð tengsl. Í rannsókn á íslenskum börnum reyndust vera jákvæð tengsl milli félagslegrar stöðu foreldra við ávaxta- og grænmetisneyslu barna þeirra,31 og eins sýndi könnun á mataræði Íslendinga árið 1990 sterk tengsl milli menntunar og hollustu fæðunnar, einkum meðal karla.32 Á þeim tíma fundust hins vegar engin marktæk tengsl milli heim- ilistekna og hollustu fæðunnar, hvorki við næringargildi né val á hollum matvælum.32 Rannsóknir hafa sýnt að heilsusamlegt fæði kostar gjarnan meira en óhollara fæði.33 Orkuþéttar en að öðru leyti næringar- snauðar mat vörur á borð við fituríka skyndibita eða sykraða gosdrykki eru til dæmis yfirleitt ódýrari kaloríu fyrir kaloríu en grænmeti eða ávextir.33 Fólk með lítil efni getur því öðrum fremur freistast til að velja ódýrari saðningu úr vörum með minna holl- ustugildi. Miklar breytingar urðu á verðlagi matvara og efnahagsað- stæðum fólks í kjölfar bankahrunsins á Íslandi í október 2008. Á næstu tveimur árum hækkaði verðlag innfluttrar matvöru um 65% og verð grænmetis um 39%, en á sama tíma jukust tekjur aðeins lítillega og atvinnuleysi jókst úr 2,2 í 7,7 %.34 Fjöldi þeirra sem eiga erfitt með að láta enda ná saman jókst á þessu tímabili samkvæmt rannsóknunum Heilsa og líðan Íslendinga, en árið 2007 svöruðu 14,3% aðspurðra að þeir ættu erfitt með að ná endum saman borið saman við 20,4% árið 2009.35 Í landskönnun á mataræði 2010-2011 svöruðu 26,3% sambærilegri spurningu játandi, það er að þeir ættu annaðhvort frekar erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Hér er vissulega um huglægt mat að ræða, en margt bendir til þess að tekjumunur í íslensku samfélagi hafi aukist síðustu áratugi.36 Í rannsókn okkar kemur fram að þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman borða marktækt minna af hollustuvörum, svo sem grænmeti, ávöxtum og grófu brauði en meira af sykruðum gos- drykkjum og viðbættum sykri en hinir sem betur mega sín. Þessar niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna að þeir efnaminni neyta að jafnaði lélegra fæðis en þeir efnameiri.30 Hins vegar hefur slíkur munur á hollustu eða næringargildi fæðunnar eftir efnahag ekki komið fram áður á Íslandi. Jafnræði þegnanna til heilbrigðs lífs er veigamikill þáttur í drögum að heil- brigðisáætlun stjórnvalda.37 Þar skiptir máli að allir hafi tækifæri til að velja heilsusamlegt fæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Styrkur þessarar rannsóknar felst í ítarlegum gögnum um mat- aræði úr þremur landskönnunum þar sem notuð var sama gildis- metna aðferð í tveimur seinni könnununum. Sú aðferð, sólarhrings- upprifjun á mataræði, var metin ákjósanlegasta aðferðin við að kanna mataræði þjóða af sérfræðihópi á vegum Evrópusambands- ins.37 Ævinlega er þó einhver óvissa eða skekkja í svörum fólks um eigið mataræði, og telst það helsti veikleiki rannsóknarinnar. Þakkir Höfundar þakka spyrlum og öðrum starfsmönnum landskannana, svo og öllum þátttakendum, fyrir þeirra ómetanlega framlag. Ólafi Reykdal, matvælafræðingi hjá Matís, eru færðar sérstakar þakkir fyrir störf við ÍSGEM, íslenska gagnagrunninn um efnainnihald matvæla.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.