Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 30

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 30
670 LÆKNAblaðið 2014/100 Mynd 3 (A-I). Æðakölkun í kransæðum. Myndirnar sýna mismunandi meingerð æðakölkunarskellna og mismunandi mikla þrengingu æðahols. Efsta röð (A,B,C) sýnir rof í æðaskellum sem leitt hafa til segamyndunar. Á mynd A er æðin lítið þrengd og seginn stíflar ekki æðina. Á myndum B og C eru vaxandi þrengsli af völdum æðakölkunarinnar og segarnir stífla æðaholið að mestu eða öllu leyti. Miðröðin (D,E,F) sýnir æðaskellur með þunnu bandvefslagi milli fitukjarnans (NC: necrotic core) og æðaholsins sem valda vaxandi þrengslum með stækkandi fitukjarna. Neðsta myndaröðin (G,H,I) sýnir æðaskellur með stöðuga meingerð, þykkt bandvefslag milli fitukjarna og æðahols og því minni hættu á æðarofi. Aftur eru sýnd vaxandi þrengsli frá vinstri til hægri. Myndin er fengin úr heimild nr. 27 og er birt með leyfi Journal of the American College of Cardiology. Tafla I. Áhættuþættir kranæðasjúkdóms. Óbreytanlegir áhættuþættir Aldur Kyn Ættarsaga (tæplega 60 sértækir arfbreytileikar með tengsl við kransæðasjúkdóm hafa fundistl) Mögulega breytanlegir áhættuþættir Reykingar Blóðfituröskun (hátt LDL-kólesteról, lágt HDL-kólesteról, hátt ekki-HDL kólesteról, hátt lípóprótein a, háir þríglýseríðar) Háþrýstingur Sykursýki offita Kæfisvefn Hreyfingarleysi Storkuþættir (fibrinogen, factor VII) Bólguþættir (CRP, interleukin-6) Óhollt mataræði (lítið af grænmeti, ávöxtum, trefjum, grófu korni, fiski. Mikið af fíngerðum kolvetnum og mettaðri fitu) ofneysla áfengis Vanstarfsemi skjaldkirtils Langvinn nýrnabilun Sálrænir þættir Slæmar félagslegar aðstæður sér hjarta- og æðasjúkdóm. Matið er gert með áhættureikni eða skortöflum og á grundvelli þess er veitt persónubundin ráðgjöf sem miðar að því að draga úr áhættunni fyrir þann einstakling.32 Þótt þessi nálgun geti gagnast einstaklingnum og hjálpað honum við að ná tökum á sínum eigin áhættuþáttum, hefur hún lítil áhrif á nýgengi kransæðasjúkdóms hjá þjóðinni í heild.33 Ástæðan er sú að þeir sem eru í mestri áhættu (yfir 5% líkur á dauðsfalli vegna kransæðasjúkdóm innan 10 ára) eru svo lítill hluti af þjóðinni að jafnvel þótt áhætta hvers og eins sé há, þá greinast flest tilfelli af kransæðastíflu úr þeim stóra hópi fólks sem er í miðlungs áhættu samkvæmt áhættumatinu.34 Þetta fyrirbæri er kennt við Geoffrey Rose og stundum kallað forvarnarþversögnin. Afleiðing hennar er sú að margir einstaklingar sem gangast undir áhættumat og greinast ekki í aukinni áhættu koma síðar til með að greinast með hjartasjúkdóm. Ekki er þó rökrétt að líta svo á að matið sem slíkt sé gallað, heldur er jákvætt forspárgildi þess fremur lágt, enda ekki um eiginlegt greiningarpróf að ræða.35 Lýðgrundaðar forvarnir Hér er átt við inngrip sem miða að því að hafa jákvæð áhrif á áhættuþætti hjá þýði einstaklinga, það er þorra almennings, óháð áhættustigi hvers og eins.30 Þeir sem forvörnin nær til verða í flest um tilvikum lítið varir við inngripið sem þó getur verið mjög áhrifaríkt. Ágætt dæmi er reglugerð um bann við reykingum á opinberum stöðum en einnig lög um bann við tóbaksauglýsingum og takmörkun á saltinnihaldi tilbúinna matvæla. Þessar aðgerðir hafa dregið úr notkun tóbaks og lækkað blóðþrýsting hjá þjóð- inni.31,36 Af sama meiði er svokallaður sykurskattur sem miðar að því að draga úr neyslu matvæla sem innihalda viðbættan sykur. Þessi úrræði draga úr offitu og lækka nýgengi sykursýki hjá þjóð- inni, sem aftur fækkar sjúkdómstilfellum og bætir lýðheilsu. Lýð- grunduð inngrip eru af sumum talin vega að sjálfsákvörðunar- rétti fólks því að hverjum og einum ætti að vera frjálst að neyta óhollrar fæðu kjósi hann það. Á hinn bóginn er auðvelt að færa rök fyrir því að nauðsynlegt sé að hafa eftirlit og regluverk um heilsu- spillandi efni í matvælum og tóbaki, líkt og gert er við geislavirk og loftmengandi efni. Einkenni Kransæðasjúkdómur getur verið einkennalaus eða einkennalítill framan af. Þegar misræmi verður milli framboðs og eftirspurnar eftir súrefnisríku blóði í vöðvafrumum hjartans gera einkenni vart við sig. Í fyrstu eru þau aðallega tengd áreynslu eða álagi. Ein- kenni geta þó líka verið almenns eðlis eins og þreyta og úthalds- leysi sem eykst eftir því sem lengra líður. Algengasta einkenni blóðþurrðar í hjartavöðva er hjartaöng.37 Um er að ræða þyngsla- eða herpingsverk, oftast vinstra megin í brjóstkassa eða fyrir miðju brjósti sem getur leitt upp í háls og kjálka, út í vinstri handlegg eða báða handleggi og jafnvel aftur í bak.37 Einkennin geta verið ólík milli einstaklinga en oftast koma þau fram með svipuðum hætti hjá hverjum og einum sjúklingi. Yfirleitt stendur verkurinn í nokkrar mínútur í einu og lagast við hvíld eða töku æðavíkkandi lyfja. Hverfi verkurinn ekki eða komi við minniháttar áreynslu, er talað um hvikula hjartaöng. Kransæðasjúkdómur getur verið án einkenna eða einkennin ósértæk, sérstaklega hjá sjúklingum með sykursýki, og er talið að truflun í dultaugakerfinu komi við sögu.38-40 Alvarleiki einkenna hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm er aðallega metinn með tvenns konar kvarða. Við mat á hjartaöng er oftast stuðst við CCS-flokkun (Canadian Cardiovascular Society) Y F i R l i T

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.