Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 32
672 LÆKNAblaðið 2014/100 Mynd 4a. Hjartarafrit hjá sjúklingum með bráða kransæðastíflu. Nýtilkomið vinstra greinrof eða ST-hækkanir í tveimur samliggjandi leiðslum benda til algerrar lokunar á kransæð (STEMI). Mynd 4b. Hjartarafrit hjá sjúk- lingi með brátt kransæðaheilkenni (UAP/NSTEMI). Ritið sýnir dæmigerðar flatar ST-lækkanir meira en 1 mm frá grunnlínu og/ eða viðsnúna T-bylgju. Mynd 5. Ísótópaskannmynd af hjarta, tekin bæði í hvíld og við álag. T fengið aðalhlutverkið, en það er stýriprótein í samdráttarkerfi hjartavöðva sem lekur út úr frumunum við lítinn áverka.51-53 Hjartarafrit: Hjartarafrit er tekið af öllum sjúklingum sem grunaðir eru um hjartasjúkdóm, hverju nafni sem hann nefnist. Þó verður að hafa í huga að eðlilegt hjartarit tekið í hvíld útilokar ekki kransæðasjúkdóm. Hins vegar geta merki um eldra hjartadrep sést á hjartarafriti þótt sjúklingur hafi ekki sögu um fyrra hjartaáfall. Rit sem er tekið meðan sjúklingur hefur brjóstverk getur leitt í ljós ST-breytingar sem rekja má til blóðþurrðar (mynd 4a). Hjartslátt- aróregla, merki um vinstri slegilsþykknun og vinstra greinrof eru einnig mikilvægar upplýsingar sem fást með hjartarafriti (mynd 4b).54-57 Sjaldan er talin ástæða til þess að gera sérhæfðar rann- sóknir á einkennalausum einstaklingum.58 Hjartaómun: Þrengsli í kransæðum greinast sjaldan með hjarta- ómskoðun. Engu að síður gefur rannsóknin ríkulegar upplýsingar um byggingu hjartans og starfsemi. Hún gegnir því mikilvægu hlutverki við mat á sjúklingum sem grunaðir eru um eða greinast með kransæðasjúkdóm. Stærð og þykkt vinstri slegils er metin og útstreymisbrot hans reiknað. Starfsemi hjartaloka er skoðuð og kannað hvort lungnaháþrýstingur sé til staðar. Hjartaómun getur afhjúpað svæðisbundna samdráttarskerðingu hjá sjúklingi sem ekki hefur þekktan kransæðasjúkdóm og bent til eldra þög- uls hjartaáfalls. Skert starfsemi vinstri slegils í hlébili (diastolic dysfunction) getur einnig verið merki um kransæðasjúkdóm. Með hjartaómun má staðfesta eða afsanna aðra sjúkdóma sem geta valdið brjóstverkjum og hjartaöng, til dæmis gollurshúsbólgu, ósæðarlokuþrengsli eða ofþykknunarsjúkdóm í hjartavöðva. Ný og sérhæfð tækni við hjartaómun, eins og vefja-Doppler og mat á starfsemi hjartavöðva með vöðvahnitsmælingum (myocardial strain imaging) geta sýnt breytingar, bæði í slagbili og hlébili við fremur væga blóðþurrð.58-61 Röntgenmynd af brjóstholi: Upplýsingar um hjartastærð, lungnaæðar og vökva í brjóstholi eru mikilvægar við mat á öll- um hjartasjúklingum.62,63 Röntgenmynd af brjóstholi gefur einnig mikilvægar upplýsingar við mismunagreiningu brjóstverkja. Rannsóknin er gagnleg hjá sjúklingum með lungnasjúkdóma eða brjóstverki sem ekki eru dæmigerðir fyrir blóðþurrð í hjarta. Breikkað miðmæti á röntgenmynd getur til dæmis bent til víkkaðr- ar ósæðar vegna ósæðarflysjunar. Álagspróf og myndgreiningarrannsóknir Í mörgum tilfellum er hægt að staðfesta greiningu kransæða- sjúkdóms með ofangreindum lykilrannsóknum en stundum getur þurft að rannsaka sjúklinginn frekar með sérhæfðari hjartarann- sóknum: Álagspróf: Við áreynslu margfaldast súrefnisþörf hjartans og jafnframt kröfur um blóðflæði um kransæðakerfið. Álagspróf eru gerð til þess að meta hvort einkenni kransæðasjúkdóms sem ekki gera vart við sig í hvíld komi fram undir álagi. Þau gefa að auki upplýsingar um áreynslugetu og horfur.64 Álagspróf er ekki ráð- legt að gera hjá sjúklingum með óstöðugan kransæðasjúkdóm, til dæmis hvíldarverk síðasta sólarhringinn. Prófin eru ýmist gerð á þrekhjóli eða göngubretti, eða álag á hjartað aukið með lyfjum, til dæmis dóbútamíni, adenósín eða dípýridamóli.65, 66 Álagspróf með hjartalínurit: Þetta er langmest notaða aðferðin við álagspróf, bæði hér á landi og annars staðar. Hún hefur þann kost að vera ódýr, er tiltölulega hættulítil og krefst hvorki flókins tækjabúnaðar né mikils mannafla.67, 68 Leitað er að vísbendingum um kransæðasjúkdóm sem getur komið fram í ST-lækkunum á hjartariti (mynd 4b), takttruflunum frá sleglum eða blóðþrýstings- falli við álag. Helsti ókostur álagsprófs með hjartariti er hins vegar sá að jákvætt forspárgildi prófsins er lágt, eða um 70% hjá körlum en einungis um 50% hjá konum.69, 70 Jákvætt álagspróf gefur vís- bendingu um kransæðasjúkdóm og ætti í öllum tilfellum að leiða til lyfjameðferðar.58 Ef lyfjameðferð skilar ekki tilætluðum árangri eða merki um hættulegan kransæðasjúkdóm koma fram í álags- prófi, kemur til álita að senda sjúklinginn í hjartaþræðingu. Álagshjartaómun: Þessi rannsókn er valkostur þegar ekki er hægt að framkvæma venjulegt álagshjartalínurit eða þegar niður- staða þess er óljós. Rannsóknin hentar vel hjá sjúklingum með ódæmigerða brjóstverki, sérstaklega hjá konum með óljósa brjóst- verki. Einnig hjá sjúklingum sem áður hafa farið í kransæðavíkk- un eða hjáveituaðgerð og fá aftur einkenni að nýju.71,72 Kannað er hvort svæðisbundin samdráttarskerðing kemur fram við álag. Rannsóknina má einnig nota til þess að meta lífvænleika í hjarta- vöðva hjá sjúklingum með langt genginn kransæðasjúkdóm.58 Ísótópa-blóðflæðirannsóknir: Þessar rannsóknir gefa mögu- leika á því að sýna blóðflæði um hjartavöðvann á myndrænan hátt. Mæld er upptaka hjartavöðvafrumna á geislavirkum ísótóp, oftast Tecnicium 99 M. Álag á hjartað er síðan framkallað með þrekjóli, göngubretti eða lyfjum, aðallega adenósíni. Þar sem upptakan í hjartavöðva stendur í réttu hlutfalli við blóðflæðið, fæst svæðis- Álag Hvíld Álag Hvíld Y F i R l i T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.