Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 34

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 34
674 LÆKNAblaðið 2014/100 ST-hækkun kemur fram á hjartarafriti (ST elevation myocardial infarction, STEMI) eða ekki (non-ST elevation myocardial infarction, NSTEMI) (mynd 4).53 Í NSTEMI er drepið bundið við innsta hluta vöðvans næst hjartaþelinu (subendocardialt) en við STEMI nær drepið í gegnum alla eða nær alla þykkt hjartavöðvans. Alvar- legasta form bráðs kransæðaheilkennis er skyndidauði, þegar blóðsegamyndun í kransæð veldur svo mikilli truflun á blóðflæði til hjartavöðvans að af hljótast alvarlegar sleglatakttruflanir sem leiða til hjartastopps.53 Greining og helstu rannsóknir Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni leita oftast á bráðamót- töku vegna brjóstverkjar. Mikilvægt er að fyrsta mat fari fram fljót- lega eftir komu með töku nákvæmrar sjúkrasögu og hjartarafrits. Verknum er oft lýst sem herpings- eða þyngslatilfinningu undir bringubeini eða þvert yfir brjóstið, gjarnan með leiðni upp í öxl, út í handlegg, upp í háls, kjálka eða tungu. Stundum er verkurinn í baki eða í ofanverðum kvið. Hafa ber í huga að konur lýsa gjarnan hjartaverk með öðrum hætti en karlar og oft minna afgerandi.53 Stundum kvarta sjúklingarnir um mæði eða andþyngsli fremur en brjóstverk. Er mæðin þá talin ígildi hjartaöngvar (angina equivalent). Þessi birtingarmynd kransæðasjúkdóms sést oftar hjá sykursjúk- um, konum og öldruðum.53 Við kransæðastíflu er einnig algengt að sjúklingar finni fyrir köldum svita, ógleði eða uppköstum. Hjartarafrit Hjartarafrit er tekið strax við komu á bráðamóttöku og lagt mat á hvort um sé að ræða ST-hækkun eða nýtt vinstra greinrof, sem eru merki um brátt hjartadrep (mynd 4a). Gagnlegt er að bera hjarta- rafritið saman við fyrri rit ef þau eru til. ST-hækkun sem tengist kransæðastíflu er oftast ávöl (convex) og er miðað við að minnsta kosti 2 mm hækkun í brjóstleiðslum V1-V3, en 1 mm í öðrum leiðslum.53 ST-hækkun við kransæðastíflu þarf einnig að vera til staðar í að minnsta kosti tveimur samliggjandi leiðslum.53 Rétt er að hafa í huga að ST-hækkun getur sést við aðra sjúkdóma, eins og gollurshúsbólgu, en breytingarnar eru þá gjarnan útbreiddar og ST-hækkunin með íhvolfu (concave) lagi. Sjáist ekki ST-hækkun eða nýtt vinstra greinrof á hjartalínuriti, er leitað að ST-lækkun, sem er oftast lárétt og þarf að vera að minnsta kosti 1 mm að dýpt til að teljast marktæk (mynd 4b).53 Sé ST-lækkun til staðar samfara brjóstverk, er oftast um að ræða kransæðastíflu án ST-hækkunar eða hvikula hjartaöng. Viðsnúnar T-bylgjur geta sömuleiðis verið vísbending um bráða blóðþurrð.53 Hjartarafrirt í bráðri blóðþurrð getur breyst hratt og því er gagnlegt að endurtaka rit innan skamms tíma ef vafi leikur á greiningu. Hjartaensím Trópónín T er mælt strax við komu hjá sjúklingum með brjóst- verk og endurtekið eftir þrjár klukkustundir eða fyrr ef klínísk ábending er fyrir hendi. Séu tvær mælingar innan eðlilegra marka eru afar litlar líkur (<1%) á hjartavöðvaskemmd.53 Slíkir sjúklingar eru því útskrifaðir heim af bráðamóttöku en stundum er bætt við álagsprófi eða öðrum rannsóknum til að meta líkur á stöðugum kransæðasjúkdómi. Trópónín T telst hækkað ef það mælist yfir 15 ng/l eða hækkar um meira en 50% milli mælinga.53 Þessir sjúkling- ar eru lagðir inn á hjartadeild til sérhæfðrar meðferðar. Trópónín T hækkar oft umtalsvert í kransæðastíflu með ST-hækkun og getur hækkunin greinst í blóði í allt að tvær vikur eftir drepið. Trópónín T getur einnig hækkað við ýmsa aðra sjúkdóma, svo sem nýrna- bilun, hjartabilun, lungnablóðrek, takttruflanir, heilaáföll eða bráð veikindi af ýmsum toga.53 Alltaf verður því að túlka niðurstöður trópónínmælinga í samhengi við fyrirliggjandi klínískar upplýs- ingar og mikilvægt er að ákvörðun um mælinguna hvíli á ígrund- uðum ábendingum. Mæling á CK-MB er sjaldan notuð nú til dags en getur reynst gagnleg í völdum tilfellum, ekki síst ef grunur leikur á nýju hjarta- drepi innan tveggja vikna frá fyrri kransæðastíflu.53 Undir slíkum kringumstæðum getur trópónín enn verið hækkað, en CK-MB lækkar yfirleitt eftir 48 klukkustundir og ný hækkun á því getur því hjálpað við greiningu (mynd 7).53 Hjartaómun Bráð hjartaómun gerð við rúmstokk á bráðamóttöku getur verið gagnleg ef grunur leikur á bráðum kransæðasjúkdómi, sérstak- lega þegar hjartarafrit sýnir ekki óyggjandi vísbendingar um blóð- þurrð.91 Leitað er að samdráttarskerðingu í vinstri slegli sem oftast er takmörkuð við ákveðið blóðþurrðarsvæði. Ómskoðun undir slíkum kringumstæðum er auðveld í framkvæmd og gefur að auki upplýsingar um stærð og þykkt vinstri slegils, ástand hans í hlé- bili, útlit á hjartalokum, vídd ósæðarrótar og þykknun á eða vökva í gollurshúsi. Stækkun á hægri slegli og lungnaháþrýstingur geta verið vísbendingar um lungnarek. Einnig fást upplýsingar um ýmislegt annað sem getur verið hjálplegt við mismunagreiningu brjóstverkja og mæði.92 Y F i R l i T

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.