Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2014, Side 38

Læknablaðið - 01.12.2014, Side 38
678 LÆKNAblaðið 2014/100 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R Guðmundur var sveitamaður, alinn upp á góðu heimili sem hafði töluvert mikið umleikis og stóð fjárhagslega mjög vel. Margir ætt- ingjar hans, kenndir við bæinn Guðlaugsstaði í Blöndudal og kall- aðir Guðlaugsstaðakyn, bjuggu í næsta nágrenni og flest af því fólki komst vel af. Á uppvaxtarárum hans voru mikil umbrot í samfélaginu, nýjar atvinnugreinar litu dagsins ljós, þéttbýli fór vaxandi, möguleikar til menntunar jukust, meðal annars fyrir konur, og fjöldi manns flutti búferlum til Vesturheims. Guðmund- ur mótast í þessu umhverfi bjargálna bænda, húsbænda og hjúa, framþróunar verkmenningar og vísinda og þar sem trú manna á betra samfélag gat ekki beðið hnekki ef menn unnu af viti og bjuggu í haginn fyrir sig og sína. Það var alls ekki sjálfgefið á þessum árum að synir vel búandi bænda færu til náms enda þurftu þeir þess ekki við, sér og sín um til lífsviðurværis. Þótt Guðmundur væri vel hagur eins og faðir hans hneigðist hugur hans snemma til bóka og hann var sendur í Lærða skólann. Til allra heilla fór Guðmundur utan til náms eftir stúdentspróf og í Kaupmannahöfn stækkaði sjóndeildarhring- urinn, hann kynntist nýjum hugmyndum og lifði í samfélagi sem var áratugum á undan Íslandi og þar gat hann skoðað íslenskt samfélag utanfrá. Við heimkomu vorið 1894 varð Guðmundur héraðslæknir í Skaga firði og gat sér þar gott orð en reynsla hans af læknisstörf- um í héraðinu varð til þess að hann fór aftur utan til frekari náms. Eftir vetrardvöl í Kaupmannahöfn varð hann læknir á Akureyri næstu 11 ár. Á Akureyrarárunum kom Guðmundur fram sem einn af máttarstólpum samfélagsins og þar steig hann mörg af sínum fyrstu skrefum í þeim málum sem hann varð þekkastur fyrir. Guðmundur var bæði virkur og virtur læknir á meðan hann starfaði á Akureyri enda flutti hann með sér nýjungar sem báru góðan árangur þótt ytri aðstæður væru ef til vill ekki sem heppi- legastar. Hann taldi mest um vert að læknirinn sinnti sínum læknisfræðilegu og samfélagslegu skyldum þótt yfirvöld stæðu sig ekki sem skyldi við að byggja sjúkrahús eða tryggja betri kjör. Guðmundur stofnaði félag lækna á Norður- og Austurlandi en sá félagsskapur var sennilega bara nafnið tómt þótt nafn þess væri til- greint sem útgefandi á læknablaði sem Guðmundur gaf út á árun- um 1902-1904. Læknablað Guðmundar kom út í þrjú ár, 8 blaðsíður og var allt handskrifað af honum sjálfum. Blaðið átti að efla sam- stöðu og fræðslu meðal lækna og verða upplýstum almenn ingi til gagns. Það kemur glöggt fram í skrifum Guðmundar í blaðinu að hann áleit vanþekkingu vera að hluta til heilbrigðisvanda mál en með fræðslu og þekkingu undir forystu góðra manna væri hægt að bæta samfélagið til hagsbóta fyrir sem flesta. Haft er eftir Guð- mundi að „góður læknir hafi ávallt tök á að skapa sér það um hverfi sem þarf til að gera það sem er nauðsynlegt til að bæta heilbrigði fólks.“ Hlutverk læknisins var ekki bara að skera upp sullaveika bændur og bregðast við slysum og áföllum heldur ekki síður að koma í veg fyrir slíkt með því að byggja upp heilbrigt samfélag. Margir læknar litu á það sem hlutskipti lækna og lækna vísinda að gera samfélagið heilbrigt með félagslegum úrbótum enda ættu flestir sjúkdómar sér samfélagslegar orsakir. Guðmundur Hannesson Jón Ólafur Ísberg sagnfræðingur joli@centrum.is LÆKNAbLAðIð hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg, söguleg og fræðileg. Guðmundur Hannesson er nánast í guðatölu meðal íslenskra lækna en ekki fyrir stórkostleg læknisverk við erfiðar aðstæður. Hann var ættfaðir samtaka lækna, Læknablaðsins og var í framvarðasveit lækna við umbreytingu samfélagsins á fyrri hluta 20. aldar. Styrkur Guðmundar var fyrst og fremst skilningur hans á hlutverki læknisins við að byggja upp heilbrigt samfélag. Fyrstu áratugi 20. aldar var hlutverk læknis þríþætt: örlagavaldur sem hafði áhrif á hvort fólk lifði eða dó, aðstoðarmaður og hjálparhella fólks í mótlæti vegna farsótta, slysa eða hvers konar heilsuleysis og síðast en ekki síst velferðarvörður. Læknirinn átt að sjá til þess að þegnarnir væru heilbrigðir en það var æði misjafnt hvernig læknar skilgreindu hlutverk sitt. Sumir brugðust bara við þegar sjúklingar sóttu til þeirra með veikindi eða skaða en aðrir, þar á meðal Guðmundur Hannesson, töldu hlutverk sitt miklu víðtækara og að þeir væru læknar þjóðarlíkamans. Hann skilgreindi hlutverk læknisins þannig að þeir ættu að sjá til þess „að sem flestir fæðist hraustir og sem best gefnir, að þeir alist upp og lifi andlega og líkamlega hraustir og að þeir sem sýkjast séu læknaðir ef þess er nokkur kostur en hinum hjúkrað.“

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.