Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2014, Page 44

Læknablaðið - 01.12.2014, Page 44
684 LÆKNAblaðið 2014/100 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Það er meira en segja að það að útbúa algerlega smithelda meðferðardeild þegar upp kemur hætta á smiti vegna alvarlegs sjúkdóms. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir á Landspítala er í ebóluteyminu svokallaða sem fengið hefur þjálfun í meðhöndlun einstaklinga sem sýktir eru af ebóluveirunni ef til þess skyldi koma. „Það er rétt að taka fram strax í upphafi að líkurnar á því að hingað komi einstaklingur sýktur af ebóluveirunni eru í rauninni afskaplega litlar. Til þess að svo geti orðið þarf viðkomandi að hafa verið í einu af þeim þremur ríkjum Vestur- Afríku sem glíma við sjúkdóminn, á undangengnum þremur vikum. Hann þarf einnig að hafa komist í beina snertingu við sýktan einstakling og sýna þau einkenni sem fylgja sjúkdómnum,“ segir Bryndís. „Það breytir því þó ekki að við verðum að vera við öllu búin og vita nákvæmlega hvernig við tökum á því ef slíkt tilfelli kemur til okkar kasta. Og það er heilmikið mál.“ Líklegast að einhver veikist í flugvél Viðbragðsáætlunin tekur til um 200 starfs- manna Landspítalans og beinist að því að hægt sé að breyta einni lyflækningadeild spítalans í einangrunardeild á innan við 6 klukkustundum og meðhöndla sjúklinginn í framhaldinu þannig að engum, hvorki starfsmönnum né almenningi, stafi nokkur hætta af. „Í undirbúningnum er reynt að gera ráð fyrir öllum hugsanlegum aðstæðum sem gætu komið upp svo við vitum nákvæmlega hvernig á að bregðast við. Þetta kallar á mikinn undirbúning og æfingar sem allir þurfa að taka þátt í og verkefnisstjórinn Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur, hefur unnið gríðarlega gott starf við allt skipulag viðbragðsteymisins, ásamt öllum þeim sem hafa komið að verkefninu,“ segir Bryndís. Hún segir langlíklegasta hugsanlega tilfellið geta orðið ef flugvél sem væri á Mikill viðbúnaður en óþarfi að óttast faraldur Segir Bryndís Sigurðardóttir um ebólu Ebóluteymið þarf að æfa sig að klæða sig í og úr hlífðarfatnaði svo engin hætta sé á sýkingu eftir snertingu við sjúkling.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.