Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2014, Page 48

Læknablaðið - 01.12.2014, Page 48
688 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Verkföll Læknafélags Íslands og Skurð- læknafélags Íslands hafa nú staðið yfir í rúman mánuð. Ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í samningaviðræðum félaganna við samninganefnd ríkisins og allt stefnir í harðari verkfallsaðgerðir á næstu vikum. Forystumenn læknafélag- anna segja hrinu uppsagna yfirvofandi ef ekki náist samningar á næstunni. „Forsætisráðherra gaf í skyn á fundi með Framsóknarmönnum á Höfn í Horna- firði um helgina (22.-23. nóv.) að veita ætti meira fé til heilbrigðismálanna. Við eigum eftir að sjá hvernig það er hugsað og ekki er samninganefnd ríkisins komin með aukið umboð til samninga við okkur,“ segir Sigurveig Pétursdóttir formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. „Ef ekki semst á næstu vikum, fyrir áramót, sé ég fyrir mér að læknar segi upp störfum í auknum mæli. Þetta verða ekki hópuppsagnir heldur tekur hver þessa ákvörðun fyrir sig og það sem er alvarlegt er að þessir einstaklingar taka ákvörð- unina að vel ígrunduðu máli og munu ekki snúa aftur jafnvel þó samið verði við lækna síðar. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar því starfsemi í ákveðnum greinum byggir á örfáum einstaklingum. Ef þeir hverfa á brott er ekkert annað í stöðunni en að leggja niður viðkomandi starfsemi.“ Þorbjörn Jónsson formaður Læknafé- lags Íslands tekur í sama streng og segir stöðuna óbreytta frá upphafi verkfalls. „Það er ekkert á borðinu þó ýmislegt jákvætt hafi verið sagt af ráðamönnum. Stjórn félagsins hefur samþykkt að halda áfram verkfölllum og auka umfang þeirra með því að hver lota standi í fjóra daga og þær verði samfelldar en ekki með hléum á milli eins verið hefur hingað til.“ Helgi Kjartan Sigurðsson formaður Skurðlæknafélags Íslands segir stöðuna óbreytta og enginn samningafundur boð- aður með samninganefnd ríkisins þegar þetta er skrifað. „Það er ekkert að gerast hjá okkur og við höfum verið að bíða eftir tilboði sem samninganefnd ríkisins lofaði okkur þann 4. nóvember. Það bólar ekkert á því ennþá. Við áttum fund 22. nóvember og honum lauk með því að enginn nýr samningafundur var boðaður. Við bíðum því núna eftir samninganefnd ríkisins hafi samband þegar hún hefur eitthvað fram að færa. Annars er tilgangslaust að ræða saman. Hugsanlega verður eitthvað útspil frá ríkisstjórninni sem gæti liðkað fyrir samningum. Það er eina glætan í stöðunni núna,“ sagði Helgi Kjartan. Aðspurður um yfirvofandi uppsagnir sagðist Helgi Kjartan vonast til þess í Aukin harka að færast í aðgerðir Læknafélögin boða auknar verkfallsaðgerðir Þorbjörn Jónsson formaður LÍ, Sólveig Jóhannsdóttir fram- kvæmdastjóri LÍ, Ómar Sigurvin Gunnarsson samninganefndar- maður og Sigurveig Pétursdóttir formaður samninganefndar LÍ fara yfir málin. Þau eru nokkuð brúnaþung enda er staðan grafal- varleg.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.