Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2014, Page 49

Læknablaðið - 01.12.2014, Page 49
lengstu lög að til þeirra kæmi ekki. „ Við vonum að deilan leysist áður en til þess kemur.“ Verkfallsverðir Læknafélaganna hafa haft bækistöð í höfuðstöðvum Lækna- félagsins að Hlíðasmára 8 og safnast þar saman að morgni verkfallsdaganna áður en haldið er í eftirlitsferðir á sjúkrahúsin. Að sögn verkfallsvarða hefur ekkert verið um verkfallsbrot en vegna skipulags verkfalls- ins þar sem einstök svið, en ekki öll, eru í verkfalli á hverjum tíma, hafa komið upp álitamál sem leysa hefur þurft úr. Stjórnir félaganna hafa lagt áherslu á að verkfallsverðir forðist átök eða deilur inn á sjúkrahúsunum og hefur reynst auðvelt að fylgja þeim fyrirmælum. Það var einróma álit verkfallsvarða að samstaða annars heilbrigðisstarfsfólks með málstað þeirra væri mikil og allir legðu sig fram um að gæta þess að verkfallið væri haldið og ekki gengið í annarra störf. Niðurstaðan er því sú að verkfallið kemur verst niður á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda og hefur fjölda aðgerða verið frestað vegna verk- fallsins en flestir hafa tekið því vel og af skilningi. Blaðamaður Læknablaðsins varð vitni að því þegar eldri kona kom í sitt reglu- bundna eftirlit á Hjartagátt Landspítala á verkfallsdegi og var vísað frá. Hún tók því vel þó hún hefði tekið leigubíl að heiman og yrði nú að taka annan bíl heim án þess að fá lausn sinna mála. Starfsfólk afgreiðsl- unnar sagði þetta ekki einstakt tilfelli enda ekki allir með dagsetningar verkfalla á einstökum sviðum spítalans á hreinu. „Við vonum að deilan leysist sem fyrst svo ekki komi til áframhaldandi og út- breiddari verkfalla,“ segir Þorbjörn Jóns- son formaður LÍ. Hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Á myndinni eru frá vinstri samninganefnd LÍ: Oddur Ingimarsson, Björn Gunn- laugsson og Sigurveig Pétursdóttir, og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari, Gunnar Björnsson og Halldóra Friðjóns- dóttir af hálfu ríkisins. Verkfallsverðir Skurð- læknafélagsins á vett- vangi. Frá vinstri: Halla Fróðadóttir lýtalæknir, Sigríður Sveinsdóttir háls-, nef- og eyrnalækn- ir og Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir. LÆKNAblaðið 2014/100 689 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.