Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 50

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 50
690 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Frá smæstu frumu til stærsta fjalls - umfang Valgarðs Egilssonar „Ég vil kalla þetta veraldarsögu,“ segir Valgarður Egilsson sem hefur ritað æviminningar sínar og gefur út undir heitinu Steinaldarveislan. Í formálsorð- um segir hann: Við erum eins og víking- arnir og aðrir forfeður okkar að erfðum til. Tegundin maður breytist ekkert að kalla á þúsund árum, (og hefur þar með varla breyst neitt á fimm þúsund árum, frá steinöld.) Frásögnin hefst með fæðingu sögumanns á jafndægri á vori, þann 20. mars 1940 á Grenivík við austanverðan Eyjafjörð. Sonur hjónanna Egils Áskelssonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur er lengst af bjuggu í Hléskógum í Höfðahverfi. Þar voru æskustöðvar Valgarðs. Hann rekur báðar ættir sínar til hinna fornu og nú horfnu byggða austan við Eyja- fjörð, í Fjörðum og á Flateyjardalsheiði hvar bjuggu árhundruðum saman, allt frá landnámi, nokkur hundruð manns. „Þær byggðir fara að leggjast af um aldamótin 1900 og eyddust síðan alveg á skömmum tíma; síldin og seinna stríðið áttu stærstan þátt í þessu,“ segir Valgarður. Fæddur í miðju heimsins „Grenivík er miðja heimsins. Þeir sem eru fæddir þar niðri á bakkanum þeir vita þetta, þar er miðja heims. Það fékk ég staðfest þegar ég sjö vetra fór að stauta mig fram úr landakortum, alls staðar stóð: svo og svo margar gráður west from Gre- en-wich. Greenwich hlaut að þýða Greni- vík. Og ekki bara að staðir veraldar væru miðaðir við Grenivík heldur var tíminn það líka. Greenwich mean time.“ Valgarður var og er náttúrubarn. Systkinahópurinn var stór, 8 börn fæddust foreldrum hans og 7 komust upp. „Við höfðum óslökkvandi áhuga á landinu, gróðrinum og dýralífinu. Ég nýtti hverja stund til gönguferða um landið í kring. Maður hafði augun opin. Þá kom ég auga á pínulitla jurt í klettasprungu. Grasa- fræðingar greindu þetta. Hún hafði ekki fundist áður á Íslandi, og fékk heitið skeggburkni. 60 árum síðar fannst annað eintak skammt frá. Ég vitja jurtarinnar gjarnan í heimsóknum mínum eftir að ég var fluttur burt. Ég kom löngu síðar til Kína og heim- sótti barnaheimili. Börnin þar höfðu að meðaltali 6 fermetra til að hreyfa sig á. Við systkinin höfðum 600 ferkílómetra, fjalllendið milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Náin sambúð við dýr hafði líka varan- leg áhrif. Hundar, hestar, kýr og kindur. Ég hef alltaf verið sannfærður um að dýr hugsi og hafi tilfinningar. Við persónu- gerðum náttúruna. Lækur í vorleysingum hafði skap og ætlan. Landkenni voru persónugerð. Vindurinn líka. Veðrin. Ég hafði óslökkvandi áhuga á fólkinu og alvörulífi þess, leikverkinu sjálfu, alvöru- leiknum. Með snert af kómedíu. Og um- gjörðina, sviðið, myndaði náttúran sjálf.“ Germönsk og keltnesk blanda Drjúgur hluti bókar Valgarðs er helgaður því mannlífi og náttúru sem hann ólst upp við á 5. áratug síðustu aldar. „Tacitus, sagnaritarinn rómverski, hefði nefnt okkur í framhjáhlaupi sem venjulegan germanskan stofn með sterkri keltneskri blöndu, fólk þetta væri frábitið heimspeki, vopnlaust og varnarlaust. Tacitus hefði nefnt eins og hann segir um Germani, að börn þeirra væru ævinlega moldug upp fyrir haus – en þau væru ávallt hraustleg og glaðleg. Og að þjóðarbrot þetta væri sagt trúa á ímynduð öfl í náttúrunni, á stokka og steina og nefndi börn sín eftir grjótinu. Þessi lýsing passar einmitt alveg. Í þessari menningu austan Eyjafjarðar vorum við strákar einmitt alltaf moldugir upp fyrir haus og þó hraustir. Alltaf úti. Og reyndar berfættir hálft árið. Og við vildum ekki styggja ímynduð öfl í nátt- úrunni. Tacitus hefði nefnt þjóðarbrotið berfætta utanhússfólkið. Þessi forna menn- ing vék á fáum áratugum við tilkomu „Ég hélt að teikning yrði mitt ævistarf,“ segir Valgarður sem skreytir bók sína mörgum skemmtilegum teikningum. Hér svala þorsta sínum smali, hestur og hundur.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.