Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 52

Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 52
692 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R dóttur, Arnhildi sem nú er organisti við Lágafellskirkju í Mosfellssveit. Síðar hitti ég Katrínu Fjeldsted, við giftum okkur 6 mánuðum síðar. Eftir námið í læknisfræðinni hélt Val- garður til London árið 1972 ásamt eigin- konunni Katrínu og dóttur þeirra, Jórunni Viðar, og þar bjuggu þau næstu 7 árin þar til þau fluttu heim að nýju árið 1979. „Ég stundaði þarna rannsóknir á orkubúskap frumunnar, hafði mestan áhuga á að kom- ast að því hvort brenglaður orkubúskapur frumna gæti valdið krabbameini. Gallinn var sá að ég var einn um þennan áhuga og fékk því hvergi neina styrki og lítinn faglegan eða móralskan stuðning. Upp- hafsmaður að þessum kenningum var þýskur gyðingur, Otto Warburg, á þriðja áratug aldarinnar, en kenningum hans hafði verið sópað út af borðinu 30 árum áður en ég kom til London 1972. Það liðu enn 25 ár, þar til um þúsaldarmótin 2000, að áhugi vísindasamfélagsins kviknaði aftur á orkubúskap frumnanna og þá var aftur litið til kenninga Ottos Warburg. Þá var ég farinn yfir í rannsóknir á brjósta- krabbameini, erfðaþætti þess og ekki auð- hlaupið fyrir mig að taka á ný til við mitt fyrrverandi sérsvið, orkubúskapinn. Það var of seint, nema maður henti öllu frá sér, skrifum og öllu. Nú hamast menn um allan heim við rannsóknir á orkubúskap/ metabólisma krabbameinsfrumna. Og mikilvægar upplýsingar flæða inn í vís- indatímaritin. En í London vann ég að þessum rann- sóknum launalaus í 7 ár og Katrín, sem þá var í sérnámi í heimilislækningum, vann fyrir okkur sem aðstoðarlæknir á lágum launum. Vinnuvikan hennar gat verið allt að 120 klukkustundir. Það var ómann- eskjulegt. Í London urðum við fyrir því að 5 ára drengur, sonur okkar, varð fyrir bíl og lést. Það er erfiðasta reynsla sem for- eldrar verða fyrir.“ Erfðafræði brjóstakrabbameins Eftir heimkomu til Íslands var Val- garður stundakennari í frumulíffræði við læknadeild HÍ og kom sér upp rann- sóknaraðstöðu við Rannsóknastofu í meinafræði. „Aðstaðan var reyndar engin í fyrstu en ég kom upp rannsóknarstofu í húsakynnum gamla Hjúkrunarskólans, nú Eirbergi, og var þar í nokkur ár með góð- um árangri. Ég fékk í lið með mér nokkra af bestu stúdentunum í læknadeildinni, til dæmis Vilmund Guðnason og Sigurð Ingvarsson, sem hafa um árabil verið meðal okkar fremstu vísindamanna, Vil- mundur forstöðumaður hjá Hjartavernd og Sigurður á Tilraunastöðinni á Keldum. Um svipað leyti var auglýst staða prófessors í vefjafræði við læknadeild og ég var eini umsækjandinn. Ég var með doktorsgráðu í frumulíffræði og sérfræði- viðurkenningu í frumumeinafræði og hafði verulega reynslu af vefjafræði. Þrem- ur vikum eftir að umsóknarfrestur var runninn út var tekið við annarri umsókn og þremur vikum ennþá síðar var tekið við þeirri þriðju. Dómnefnd valdi þriðja umsækjandann. Háskóli Íslands veitti mér síðar viðurkenningu, nafnbótina klínískur prófessor. Fylgir þeirri nafnbót heimild til að panta miða á árshátíð háskólakennara. Undir ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen fór verðbólga í 120% og þurfti að grípa til niðurskurðar á Landspítalanum. Staða mín var þá skorin niður til hálfs. Líklega vegna þess að enginn skildi nokkurn skapaðan hlut í því hvað ég var að fást við og þótti þá ekki tiltökumál að skera niður.“ Rannsóknir Valgarðs tóku við þetta nýja stefnu, og segist hann hafi orðið að snúa sér að rannsóknum sem skír- skotuðu meira til ráðandi manna. „Við snerum okkur að erfðafræði brjósta- Frá stjórn Öldungadeildar Vel hefur gengið að innheimta árgjöld, en þó eru furðu margir sem hafa ekki komist í banka enn. Stjórnin hefur því ákveðið til einföldunar fyrir félagana að í stað millifærslu í netbanka muni hún innheimta árgjöldin fyrir árið 2014 með valgreiðslum í netbanka. Vonum við að félagsmenn bregðist vel við því. Fyrirlesari í janúar verður oddur Sigurðsson, jarðfræðingur, sem mun fræða okkur um gos eða goslok. Í febrúar mun Stefán jón Hafstein segja frá dvöl sinni í Afríku og kynna bók sína, Afríka - ást við aðra sýn. Í mars mun svo jón Kristjánsson fiskifræðingur ræða um fiskigengd og fleira. Fyrirhuguð Færeyjaferð um miðjan maí er í fullum undirbúningi og verður tilkynnt á næsta fundi og í fréttapósti hvenær bókanir hefjast, um kostnað og fleira. Kápan á bók Valgarðs, Steinaldarveislunni, sem var að koma út hjá Saga forlaginu.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.