Læknablaðið - 01.12.2014, Síða 53
LÆKNAblaðið 2014/100 693
krabbameins og það gekk afskaplega
vel. Brautryðjendastarf okkar á því sviði
skipti sköpum fyrir þetta rannsóknasvið.
Við röktum ættir einstaklinga með hjálp
Erfðafræðinefndar og Krabbameinsskrár
og áttum verulegan þátt í því að einangra
krabbameinsgenin BRCA-1 og BRCA-2.
Ég keyrði um landið þvert og endilangt
og safnaði blóði úr fólki sem fengið hafði
meinið og eins úr ættingjum þess. Þessi
ferðalög áttu vel við mig, mann sem hafði
áhuga á fólki, ættfræði og landkönnun.
Ég vann að þessum rannsóknum með
úrvalsfólki, Rósu Barkardóttur, Vilmundi
Guðnasyni, Aðalbjörgu Jónsdóttur, Aðal-
geiri Arasyni og Óskari Þór Jóhannsyni.
Ýmsa fleiri nefni ég í bókinni sem komu
að þessum rannsóknum. Nokkru síðar hóf
Krabbameinsfélagið líka rannsóknir og
samanlögð vinna þessara tveggja íslensku
rannsóknarstofa varð til mikils ávinnings
fyrir læknavísindin.
Tölvutækninni fleygði fram á þessum
árum. Erlendis var nú þróuð sjálfvirkni og
varð 100 sinnum hraðvirkari en þegar allt
var gert „í höndunum”. Eða þúsundfalt
hraðari. Það varð líka mögulegt að lesa
úr flóknum tölfræðigögnum. Tíundi ára-
tugurinn var tímabil gríðarlegra breytinga
í vísindarannsóknum. Upp spretta nýjar
greinar á sviði lífvísinda og erfðafræði
sem tölvutæknin gerði mögulegt að
stunda. Við þessar nýju aðstæður komu
miklir peningar inn í greinina. Þá var
þetta orðið allt annað mál.
Í dag, á árinu 2014, átta menn sig varla
á því að þegar ég tók land í London 1972
er það aðeins fáeinum árum eftir að
grunnbygging á DNA sameind var út-
skýrð. Enginn hinna ungu vísindamanna
nú á 21. öld getur gert sér grein fyrir hve
stutt menn voru komnir í erfðafræðinni
um miðja 20. öld.“
Skáld og fararstjóri
Skáldskapur og listsköpun hefur átt stóran
þátt í lífsverki Valgarðs og eftir hann liggja
leikrit, ljóðabækur og teikningar. Er hann
ekki síður þekktur sem skáld en vísinda-
maður. „Ég hef aldrei getað án skrifa verið.
Einu sinni var mér boðin stjórnunarstaða
þar sem ég sá fram á að ég gæti ekki sinnt
skáldskapnum samhliða. Ég afþakkaði.
Ljóðagerð, teikningar, leikritaskrif hafa átt
hug minn allan á stundum.“
Margir þekkja Valgarð einnig sem
afburða fararstjóra í gönguferðum um
fjalllendi beggja vegna Eyjafjarðar. „Ég fór
upphaflega í gönguferðir með ættingjum
og læknastúdentum. Þetta vatt fljótt upp
á sig. Ég tók að mér fasta fararstjórn í
gönguferðum um skagann, ýmist fyrir
Ferðafélag Íslands eða Grenvíkinga. Sinnti
því svo með ánægju hvert sumar í 30 ár,
einnig um Héðinsfjörð og Hvanndali. Bar
titil varaforseta Ferðafélags Íslands í 9
ár. Það eru forréttindi að fá að sýna fólki
landið okkar.“
Í lokakafla bókar sinnar sem Valgarður
nefnir Hvernig menn umgengust helga dóma
fjallar hann um ástand hnattarins okkar.
Þar dregur saman þekkingu sína og til-
finningu, raunvísindamaðurinn og skáldið
Valgarður Egilsson.
„Við erum erfðafræðilega eins og stein-
aldarmenn. Við steinaldarmenn efnuðum
í veislu. Hún hefir staðið í 300 ár og nú eru
veisluföng á þrotum,“ segir hann.
Ekki verður gerð tilraun til að sjóða
inntak lokakaflans niður í nokkrar línur
en sláum botn í þetta samtal með eftir-
farandi tilvitnun:
Það er smánarefni að stjórnmálamenn skuli
ekki hysja upp um sig brækurnar og reyna að
skilja hættur mannkyns, í hverju þær liggja.
Fínar smíðar eru oft aðdáunarverð menningar-
verk. Steinaldarmenn sumir náðu langt í smíði
ýmiss konar, meðal annars vopna. Það er það
sem víkingar á Norðurlöndum gerðu; smíðuðu
fín skip og skæð vopn – og réðust svo á aðra.
Hámenning 20. aldar fólst í því sama;
flinkir menn smíðuðu sér enn betri tæki, flinkir
að smíða sér vopn. Og því trúðu þeir að þetta
væri hámenning. En þetta voru þá aðallega
tæknibrögð. Enda höfðu menn gleymt því að
í hámenningu þarf að finnast eitthvað af alúð
og ást, ef standa á undir því nafni. Annars er
þetta eitthvað allt annað.
Tækniöld var stutt á veg
komin í bernsku Valgarðs.
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R