Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2014, Side 65

Læknablaðið - 01.12.2014, Side 65
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R sekúndubroti í veraldarsögunni. Þetta er í rauninni alvarlegasti faraldurinn sem geisar í vestrænu samfélagi nú í byrjun 21. aldarinnar. Við erum með fjölmargar vísbendingar um að stefni í sömu átt hér á landi en okkur skortir samt skýr og áreið- anleg gögn til að geta sett fram áætlun um hvernig bregðast skuli við. Lykiltækin í þessari baráttu snúa að samfélagslegum þáttum á mjög breiðum grundvelli. Þetta snýst um samgöngur, um borgarskipulag, um skólakerfið og barnagæslu, um skatt- lagningu á tækjum til hreyfingar og kyrr- setu, skattlagningu á matvörum og hrein- lega skilgreiningar á hvað telst matvara. Afnám sykurskattsins er augljóslega skref í ranga átt og algjörlega á skjön við yfirlýst lýðheilsumarkmið.“ Sérðu það sem ókost að sveitarfélögin eru ekki þátttakendur í rekstri heilbrigðisþjónust- unnar? „Við erum afdráttarlaust þeirrar skoðunar að málefni fatlaðra, geðsjúkra, aldraðra, heilsugæslan og heimahjúkrunin eigi að vera í höndum sveitarfélagsins og vera ein órofa þjónustukeðja. Ef við ætlum að ná hámarksárangri, og það dugir ekk- ert minna, verðum við að mæta íbúunum með heildarþjónustu. Ekki þjónustu sem byggir á röð sérfræðinga sem velta fyrir sér hvort vandamálið sé á þeirra sérsviði eða hvort senda eigi fólk annað. Foreldrar fatlaðra barna þurftu að fara á allt að 12 staði til að fá eðlilega þjónustu. Á Akur- eyri er búið að samþætta þetta fyrir löngu síðan með þjónustusamningi og þar er samfellan í þjónustunni miklu betri. Þar hefur náðst miklu betri árangur í þjónustu við geðfatlaða með nánu samstarfi allra aðila. En nú hefur það verið rifið í sundur. Við tókum yfir málefni fatlaðra og erum að ræða málefni aldraðra. Viðræður um málefni heilsugæslunnar eru skemmra á veg komin en ég er mikill áhugamaður um þetta og vonast til að eiga banda- mann í heilbrigðisráðherra í þessu efni. Við þurfum að hugsa þessa þjónustu útfrá þeim sem nota hana. Ég vil ekki nota orðið sjúklingur í þessu samhengi heldur er um að ræða fólk í mismunandi aðstæðum og með mismunandi hæfni. Þetta er mjög mikilvægt í mínum huga því þó við notum sjúkdómsheiti, fötlunar- og örorku- flokka til að auðvelda okkur vinnuna eru þetta fyrst og fremst einstaklingar með mjög mismunandi hæfni og þarfir og eiga að hafa meira að segja um þá þjónustu sem veitt er. Til að búa til kerfi sem mætir fólki á þessum forsendum þarf ábyrgðin að vera á einni og sömu hendi.“ Finnst þér læknar styðja þessi sjónarmið eða saknarðu meiri stuðnings úr þeirra röðum á opinberum vettvangi? „Læknar eiga að taka miklu meiri þátt í samfélagsumræðunni, kalla eftir fram- tíðarsýn og setja hana fram sjálfir. Ég skil hins vegar aðstæður fólks. Það er ekki hluti af mjög þéttskipuðum vinnudegi nokkurs einasta læknis, nema hugsanlega Læknirinn og borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. 705 LÆKNAblaðið 2014/100

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.