Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 3
LÆKNAblaðið 2015/101 71 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Sævar karl Ólason (f. 1947) hefur verið gagntekinn af málverkinu síðustu ár og þróað myndmál sitt af mikilli elju. Hann hefur sótt nám hér á landi sem og erlendis og lagt stund á módelteikningu. Myndlist Sævars Karls hefur þennan tíma endurspeglað ólík áhrif og ýmist verið fígúratíf, abstrakt eða einhvers staðar þar á mörkunum. Undanfarið hefur áhersla hans verið á abstrakmál- verk af stærri gerðinni sem hann málar bæði á hefðbundinn striga en einnig á fundið efni eins og vínyldúk sem ætlaður er undir auglýsinga- skilti. Þannig fæst fram sérstök áferð í verkunum sem ýtt er undir með málunartækni þar sem þunnur og mattur litur kallast á við þykkan lit og glansandi. Verkið sem varð fyrir valinu að þessu sinni er án titils og frá árinu 2014. Það gefur til kynna frekari andstæður sem listamaðurinn hefur ánægju af að stilla saman. Þar má sjá samspil dökkra og ljósra litatóna sem ýta undir þrívídd og dýpt í myndfletinum. Einn litur leggst yfir annan og þótt málað sé með frjálsum og kröftugum pensilstrokum virðast lóðréttar og láréttar hreyfingar mynda kerfis- bundið net eða vef. Í bakgrunni glittir í dekkstu tónana sem lyfta hinum heitu og björtu upp á yfirborðið. Víða má sjá að málningin hefur lekið og eins er þar að finna heilu sletturnar. Maður fær á tilfinninguna að kraftur og sveifla einkenni sköpunarferli slíkra verka og hugsar með sér að gaman væri að vera fluga á vegg á vinnustofunni. Þessi litríka mynd er 195 x 200 cm á kant og máluð með ýmsum hefðbundnum og óhefð- bundnum efnum á striga. Sævar Karl hefur verið viðloðandi myndlist alla tíð. Hann stýrði um árabil sýningarsal í tengslum við fataverslun sína sem varð með tímanum þekktur viðkomustaður í myndlistarsenu Reykjavíkur. Þá hefur hann lengi safnað myndlist ásamt eiginkonu sinni og var haldin sýning á safneign þeirra í Gerðarsafni árið 2008. Sævar Karl dvelur nú ýmist í München, Þýska- landi, eða hér í Reykjavík. Hann er með vinnustofur á báðum stöðum og hélt nýverið sýningu í Listasal Mosfellsbæjar sem hann kallaði Túnglskin um hábjartan dag. Þar var einmitt málverkið til sýnis sem hér er á kápunni. Framundan er þátttaka í samsýningu í Fen- eyjum sem haldin verður í sumar á meðan hinn vinsæli myndlistartvíæringur borgarinnar er í gangi. Markús Þór andrésson L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Sagan í 100 ár Í tilefni af 100 ára afmæli Læknablaðsins gerðu ritstjórn, starfsfólk og útgáfustjórn sér glaðan dag og snæddu saman á veitingastaðnum Dilli, Hverfisgötu 12. Þar voru allir réttir hver öðrum ævintýralegri og betri, og hefðum við viljað veita staðnum Michelin-stjörnur tvær ef við hefðum ekki gleymt þeim heima. Dill er í svonefndu bíslagi við hús Guðmundar Hannessonar á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis, og þar hafði Hannes sonur Guðmundar lækningastofu sína framan af. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rakti sögu Guðmundar og húss hans fyrir viðstöddum og kom þar margt skemmtilegt á daginn í sögu þjóðar og læknisfræði og pólitíkur eins og gengur. Þetta er einvalalið í ritstjórn: Sigurbergur Kárason svæfingalæknir, Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir, Engilbert Sigurðsson geð- læknir, ritstjóri og ábyrgðarmaður, Hannes Hrafnkelsson heimilislæknir og Magnús Gottfreðsson lyflæknir. Fyrir framan karlpeninginn sitja Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir og Gerður Gröndal gigtarlæknir. Pradaxa (dabigatran) er ætlað til meðferðar gegn heilaslagi og segareki í slagæðum hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila; aldur ≥ 75 ára; hjartabilun (NYHA flokkur ≥ II); sykursýki; háþrýstingur. HEILASLAG TENGT GÁTTATIFI Áhætta sem hægt er að minnka verulega með Pradaxa® (dabigatran), 150 mg 2 sinnum á dag1,2 Pradaxa (dabigatran) 150 mg minnkar hættu á: • heilaslagi eða segareki í slagæðum um 35% samanborið við warfarín (p<0,001)1,2 • heilaslagi vegna blóðþurrðar um 24% samanborið við warfarín (p=0,03)1,2 Heilaslag eða segarek í slagæðum Heilaslag vegna blóðþurrðar /heilaslag sem ekki er nánar tiltekið % s jú kl in g a /á r 2,0 0,2 0,0 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 1,8 warfarín (INR 2,0-3,0) dabigatran 150 mg tvisvar á dag warfarín (INR 2,0-3,0) dabigatran 150 mg tvisvar á dag 1,11% 1,71% 0,92% 1,21% N = 6076N = 6022 N = 6076N = 6022 Hætta á dauðsfalli vegna æðasjúkdóms er 15% minni samanborið við warfarín (p=0,04)1,2 Hætta á dauðsfalli (heildaráhætta) er 12% minni samanborið við warfarín (p=0,051)1,2 Myndin er unnin af Boehringer Ingelheim Danmark A/S á grundvelli. Connolly SJ et al. N Engl J Med 2010;363:1875-1876 (appendix) Heimildir: 1. Connolly SJ et al. N Engl J Med 2009;361:1139-1151 2. Connolly SJ et al. N Engl J Med 2010;363:1875-1876. IS P R A -1 4- 01 -3 1, A U G 14

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.