Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 36
104 LÆKNAblaðið 2015/101
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
„Mesta nýbreytnin við þennan samning
er uppbygging launatöflunnar og hvernig
læknar geta samið sig upp töfluna. Þetta
eykur möguleika launagreiðandans til
að laða til sín ákveðið fólk sem hefur
sérþekkingu sem stofnunin sækist eftir
og getur nú greitt fyrir sérstaklega,“ segir
Ómar Sigurvin sem var formaður Félags
almennra lækna árin 2011-2014 og á sæti í
samninganefnd LÍ.
„Við þekkjum það mjög vel frá undan-
förnum árum að fólk hefur orðið að fara
í gegnum dómskerfið til að ná fram sjálf-
sögðum samningsbundnum réttindum
sínum,“ segir Ómar Sigurvin. „Mjög mörg
deilumál sem risið hafa útaf túlkun kjara-
samnings hafa fallið læknunum í hag.
Með því að útskýra betur í samningnum
ákveðna þætti, eru báðir aðilar með leik-
reglurnar betur á hreinu. Við þurftum
hins vegar að lúta í lægra haldi hvað
varðar orðalag um hvíldartímaákvæði,
veikindi og slys þar sem samninganefnd
ríkisins var ekki tilbúin til að breyta texta
samningsins sem er sá sami í öllum samn-
ingum opinberra starfsmanna. Vaktakafli
samningsins verður samræmdur fyrir
alla lækna og minnkar það flækjustig
samningsins töluvert. Annað sem mögu-
lega gerir samninginn sanngjarnari er að
greiðslur fyrir gæsluvaktir verða greiddar
eftir vinnuframlagi á vaktinni og ýmsir
aukaþættir sem ekki hefur verið greitt
fyrir verða nú greiddir. Með þessu verður
launauppbyggingin gegnsærri og allir
sitja við sama borð.“
Ómar Sigurvin segir að hann hefði
viljað sjá laun kandídata og deildarlækna
hækka meira en raun ber vitni þó hækk-
unin sé umtalsverð. „Til að mæta þessu
er greitt meira fyrir staðarvaktir sem
lenda mest á deildarlæknum og einnig
að vaktafrí eru aukin til þeirra og þetta
nýtist deildarlæknunum vel. Með þessum
breytingum náum við vel ásættanlegum
launahækkunum miðað við vinnuframlag.
Þetta mun batna enn frekar eftir því sem
líður á samningstímann.“
„Við lögðum mikla vinnu í undir-
búning að kröfugerð okkar og skoðuðum
hver launin væru í löndunum í kringum
okkur og einnig gerðum við skoðana-
könnun meðal félagsmanna LÍ um hvaða
laun þeir teldu sig geta sætt sig við. Við
náðum nokkurn veginn þeim mörkum
sem félagsmenn nefndu fyrir sérfræðinga
og yfirlækna en ekki alveg fyrir almennu
læknana. Samningurinn leiðréttir þó að
nokkru launaþróun almennu læknanna
miðað við almenna launaþróun í landinu
en þar höfðu þeir dregist verulega aftur
úr. En við ætluðum líka að ná markmiðum
okkar í launum yngri sérfræðinga, bæði til
að halda í þá sem eru komnir heim og laða
hingað þá sem eru erlendis. Samningur-
inn er stórt skref og gríðarlega mikilvægt
skref í þá átt.“
Ómar Sigurvin dregur enga dul á að
samningsgerðin öll og samningaviðræð-
urnar hafi verið erfiðar og langar. „Ég held
að enginn læknir hafi trúað því að við
þyrftum að fara alla leið í verkfall til að ná
markmiðum okkar. Þegar við mættum á
fyrsta fundinn með samninganefnd ríkis-
ins eftir að hafa legið yfir kröfugerðinni
í tæpt ár og lagt gríðarlega mikla vinnu í
hana, bjuggumst við einhvern veginn við
því að samninganefndin myndi taka hug-
myndum okkar fagnandi og sjá hlutina
í sama ljósi og við. Ekki síst vegna þess
hver staðan væri í heilbrigðiskerfinu og
mikilvægt að snúa þeirri þróun við. Það
kom töluvert á óvart að samninganefnd
ríkisins hafi ekki haft meira umboð til að
semja við okkur í eina 6 mánuði áður en
til verkfalls kom og einhver skriður tók
að færast í samningana. Það jákvæða við
þetta allt saman var hversu ótrúleg sam-
staða var meðal lækna og hversu mikla
velvild og skilning almenningur sýndi
okkur. Þetta var því mjög lærdómsríkt
en ég held að læknum hafi jafnframt þótt
þetta mjög erfitt.“
„Mjög lærdómsríkt
en erfitt“
- segir Ómar Sigurvin Gunnarsson
í samninganefndinni
„Við lögðum mikla
vinnu í undirbúning að
kröfugerð okkar og skoð-
uðum hver launin væru
í löndunum í kringum
okkur og einnig gerðum
við skoðanakönnun
meðal félagsmanna LÍ
um hvaða laun þeir teldu
sig geta sætt sig við,“
segir Ómar Sigurvin.
Fyrsta astmalyfið
– Sterkur barksteri1 og hraðvirkur LABA2*
– Sýnilegur skammtateljari
– 3 styrkleikar
Ábending: Flutiform® er ætlað til reglulegrar meðferðar við astma þegar
notkun samsetts lyfs (innúðalyfs með barkstera og langvirkum β2 örva)
er viðeigandi3
Flutiform®50/5 og 125/5 fyrir fullorðna og unglinga (>12 ára), flutiform®
250/10 fyrir fullorðna (>18ára)
Heimildir: 1. Adams, N. P. et al. Copyright© 2010, The Cochrane Collaboration. Published by JohnWiley & Sons, Ltd. 2. Bodzenta-Lukaszyk, A. et al. Respiratory Medicine (2011) 105, 674-682 3. Samantekt á eiginleikum lyfs (spc) www.serlyfjaskra.
N
O
R
15
02
01
sem sameinar sterkan barkstera,
flútikasón1 og hraðvirkan β2 örva,
formóteról2