Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2015/101 113 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Mynd 3. Áhugi á undirsérgreinum lyflækninga. hafði mestan áhuga á skurðlækningum. Þetta er ánægjulegt í ljósi þess að hlutfall kvenna í skurðlækningum á Íslandi er enn afar lágt. Undanfarin ár hafa konur í auknum mæli sótt í skurðlækningar en þær voru um fimmtungur íslenskra skurð- lækna í sérnámi árið 2010.2 Því er útlit fyrir að konum í skurðlækningum haldi áfram að fjölga í framtíðinni. Þegar könnunin var lögð fyrir, á haust- dögum 2013, blasti við afar erfitt ástand á lyflækningasviði þar sem mannekla og mikið álag á sérfræðinga var í algleymingi. Erfitt er þó að henda reiður á hvort þessar þrengingar hafi haft áhrif á viðhorf lækna- nema til sérgreina lyflækninga. Rétt er að hafa hugfast að fæstir lækna- nemar höfðu gert upp hug sinn um val á sérgrein í framtíðinni. Því má telja líklegt að áhugasvið þeirra kunni að breytast með breyttu námsumhverfi og áherslum í námi, frá einu námsári til annars. Því er erfitt að spá fyrir um endanlegt val þessa hóps læknanema á sérnámi í framtíðinni. Heimildir 1 Haraldsson Þ. Norðurevrópskt þing kvenna í læknastétt. Kynjamunur í heilsu helsta umræðuefnið. Læknablaðið 2005; 91: 857-9. 2. Guðbjartsson T, Viðarsdóttir H, Magnússon S. Menntun, starfsvettvangur og framtíðarhorfur á vinnumarkaði íslenskra skurðlækna. Læknablaðið 2010; 96: 603-9. Mynd 2. Áhugi á undirsérgreinum skurðlækninga. Okkur vantar svæfingalækna í Danmörku. Nýir starfsmöguleikar í hópi alþóðlegra sérfræðinga með fagmennsku í fyrirrúmi. Anæstesiologisk Center – á Sjúkrahúsi Suðurjótlands, býður nú þennan möguleika og auglýsir lausar til umsóknar, stöður svæfingalækna. Við erum framsækin deild með 25 svæfingalækna sem hlakka til að bjóða nýja kollega velkomna. Við bjóðum upp á stóran sveigjanleika í ráðningum. Þannig er mögulegt að sækja um fastar stöður eða, ef það hentar betur, afleysingarstöður. Ráðningar í afleysingarstöður verða þó minnst til 6 mánaða í einu til að tryggja faglegan stöðugleika í læknateyminu. Við leggjum áherslu á að nýtt starfsfólk fái ýtarlega kynningu á sjúkrahúsinu, faglegu umhverfi, sérgreinum sjúkrahússins, og möguleikum til faglegrar starfsþróunar og rannsókna. Okkur er annt um að nýr starfskraftur aðlagist nýju umhverfi sem best. Því leggjum áherslu á að þú fáir góða kynningu á danska heilbrigðiskerfinu sem og danskri menningu. Við bjóðum þér aðstoð með allt þetta praktíska, danskt lækningaleyfi, húsnæði, stuðning við að finna vinnu fyrir maka, barnapössun, mögulega frístundaiðkun og tengslanet. Að sjálfsögðu bjóðum við einnig faglega aðstoð við að nýta sem best þá kosti danska skattakerfisins sem lúta að erlendum sérfræðilæknum. Starfsvettvangur svæfingasviðs er innan skurðstofu, gjörgæslu, neyðarbíls og bráðamóttöku og er staðsett á tveimur sjúkrahúsum, í Sønderborg og Aabenraa. Þess utan sinnum við svæfingum fyrir geðsvið, röntgendeild og hjartadeild. Allar nánari upplýsingar um stöðurnar og sjúkrahúsið veita: Centerchef Lars Demant, tlf. +45 30660356, e-mail: lars.demant@rsyd.dk. Klinikleder Siv Leivdal, tlf. +45 24804576, e-mail: siv.leivdal@rsyd.dk. Klinikleder Christian Bruun-Mogensen, tlf. +45 24804570, e-mail: christian.bruun-mogensen@rsyd.dk. Athafnasvæði Sygehus Sønderjylland er á Suður Jótlandi. Hafir þú áhuga á að kynna þér Suður Jótland nánar er hugsanlega ráð að horfa á stutta kynningarmynd hér „Destination Sønderjylland” (3 mín). Hafir þú áhuga á meiru, þá er hér almenn kynning á hvað Danmörk hefur upp á að bjóða séð með augum aðfluttra „Denmark - Your Future Career Destination?” eða á heimasíðu „Talent Attraction Denmark“ . www.sygehussoenderjylland.dk

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.