Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.2015, Side 43

Læknablaðið - 01.02.2015, Side 43
LÆKNAblaðið 2015/101 111 við þessar aðstæður enda vissi fólk ekki af hverju þær stöfuðu, enginn hafði fregnir af eldgosi uppi á Íslandi og þekk- ing manna náði ekki svo langt að tengja aðstæður við eldsumbrot yfirhöfuð. Það var ekki fyrr en ári síðar að fyrsta tilgátan kom fram um að eldgos gæti verið orsökin og nokkru síðar gat sendiherra nýstofn- aðra Bandaríkja Norður-Ameríku í París sér þess til að eldgos á Íslandi væri orsök öskuskýsins. Þessi sendiherra var nátt- úrufræðingurinn og stjórnmálamaðurinn Benjamin Franklin. Aðspurður kvaðst Hamblyn ekki vilja ganga svo langt að segja öskuskýið af völdum Skaftárelda vera orsök frönsku byltingarinnar 1789 eins og sumir sagnfræðingar hafa lagt til en þó væru áhrif náttúruhamfara á fram- gang mannkynssögunnar í einhverjum tilfellum vanmetin. Á milli erindanna steig leikarinn Pétur Eggerz á stokk og flutti gestum hluta af leikverki sínu um eldklerkinn Jón Stein- grímsson og var honum klappað lof í lófa að loknum flutningi. Gestum var síðan boðið upp á sérríglas í anda Jóns Steffensen við ljúfa tóna tónlistartríós skipuðu þeim Jóhönnu Þórhallsdóttur söngkonu, Páli Torfa Önundarsyni (dr. Blood) og Gunnari Hrafnssyni. Tríóið lék líka lagið Því ekki að taka lífið létt sem rannsóknir hafa leitt í ljós að var spilað í Ríkisútvarpinu í desember 1964, einmitt þegar Jón Steffensen var á leiðinni útúr dyrunum heima hjá sér til að stofna Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Þessa mynd tók Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins 11. desember 2014 af gosinu í Holuhrauni sem hafði þá staðið í tæpa fjóra mánuði, frá ágústlokum. Gunnar Hrafnsson, Jóhanna Þórhallsdóttir og Páll Torfi Önundarson slógu strengi sína fyrir gesti hins fimmtuga félags.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.