Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2015/101 75 R i T S T J Ó R n a R G R E i n Með yfirlýsingu þeirri sem fulltrúar ríkis- stjórnarinnar, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands undirrituðu fyrir skömmu var rammaður inn eindreg- inn vilji stjórnvalda til að efla heilbrigðis- kerfið. Þar er lögð áhersla á mikilvægi heilbrigðiskerfisins og vilja hlutaðeigandi til að styrkja það og bæta. Hér er því um tímamót að ræða. Með erfiða kjaradeilu að baki kjósa nú þeir sem áður tókust hart á, að deila sameiginlegri framtíðarsýn. Þessi sýn lýtur ekki eingöngu að stöðu þeirra sem komu að kjarasamningum eða yfir- lýsingunni. Hún varðar einnig almenning í landinu sem trúir og treystir á að þeir sem stýra heilbrigðismálum þjóðarinnar geri það í eins mikilli sátt og samvinnu og unnt er. Það er skylda okkar allra sem fara með þennan mikilvæga málaflokk. Í störfum mínum sem heilbrigðisráð- herra hef ég sannfærst um að ein stærsta áskorunin sem við Íslendingar stöndum frammi fyrir á komandi árum sé að tryggja og auka samkeppnishæfni íslenska heil- brigðiskerfisins. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að íslenskir heil- brigðisstarfsmenn eru eftirsóttir í öðrum löndum. Þar skipta launakjör auðvitað miklu en ekki síður sá aðbúnaður og sú að- staða sem boðið er upp á. Við stöndum því ekki aðeins frammi fyrir miklum fjárfest- ingum í innviðum heldur ekki síður í þeim mikla mannauði sem er innan heilbrigðis- kerfisins, meðal annars í þeim tilgangi hafa framlög í vísinda- og rannsóknarsjóði verið stóraukin. Meðal helstu áhersluatriða ríkisstjórnar- innar er bygging nýs Landspítala og mark viss endurnýjun tækjabúnaðar í heilbrigðiskerfinu í samræmi við tækja- kaupaáætlun sem kynnt var haustið 2013, en hvoru tveggja er ætlað að bæta starfs- aðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þjónustu við almenning. Auknu fjármagni hefur verið veitt til heilbrigðismála og breytingar gerðar í þeim tilgangi að auka skilvirkni. Um leið er stefnt að aukinni samvinnu heil- brigðisstofnana og markvissari verkaskipt- ingu, auk þess sem íslenska heilbrigðis- kerfið á að verða samkeppnishæft við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Aukin fjárframlög á fjárlögum endur- spegla þær áherslur í heilbrigðismálum sem ég hef boðað og falla undir verkefni áætl- unarinnar Betri heilbrigðisþjónusta. Efling heilsugæslunnar er eitt okkar helsta for- gangsmál og við sjáum nú raunaukningu á framlagi til heilsugæslu og sjúkraflutninga. Þessari aukningu verður varið til verkefna eins og fjölgunar á sérnámsstöðum í heim- ilislækningum og heilsugæsluhjúkrun, verkefni um miðlæga símaráðgjöf um heil- brigðisþjónustu á landsvísu og innleiðingu þjónustustýringar í heilbrigðiskerfinu, svo fátt eitt sé nefnt. Sameining heilbrigðisstofnana var eitt verkefna áætlunarinnar um Betri heil- brigðisþjónustu. Þar hef ég lagt áherslu á að ljúka því verkefni sem hófst fyrir löngu, að sameina stjórnun stofnana þannig að sama skipulag gildi um stjórnun heilbrigðisþjón- ustu í öllum heilbrigðisumdæmum lands- ins. Sú vinna gengur vel. Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur lengi staðið framarlega í samanburði við önnur lönd og árangur á mörgum sviðum verið með því besta sem þekkist. Ungbarnadauði hefur árum saman verið lægstur hér í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir og fáar þjóðir eru langlífari en Íslendingar. Hvort tveggja segir mikið um heilsu og velferð þjóða. Almennur og greiður aðgangur að heilbrigðisþjónustu er eitt af meginmark- miðum íslenska heilbrigðiskerfisins. Allir landsmenn eiga sama rétt til heilbrigðis- þjónustu. Heilbrigðiskerfið er að lang- stærstum hluta fjármagnað af hinu opin- bera en sjúklingar greiða þó ákveðinn hluta með notendagjöldum. Heilsufar landsmanna hefur áhrif á flesta þætti samfélags okkar. Heilbrigði er mikilvægt fyrir menntun, samfélags- og atvinnuþátttöku, efnahagslega þróun og samfélagið í heild. Heilbrigðismál eru mál ólíkra geira samfélagsins og varða allt stjórnkerfið og þar með öll ráðuneyti og sveitarfélög. Því er mikilvægt að í allri stefnumótun, bæði opinberra aðila og annarra, sé hugað að lýðheilsu. Ábyrgð einstaklinga á eigin heilbrigði þarf að fara saman við ábyrgð stjórnvalda og stofnana samfélagsins sem með stefnu sinni, ákvörð- unum og aðgerðum geta haft mikil áhrif á vilja, getu og aðstæður fólks til að lifa heilsusamlegu lífi á öllum aldursskeiðum. Gott heilsufar er ekki aðeins mikilvægt fyrir vellíðan fólks, heldur er það jafnframt þýðingarmikið fyrir sérhvert þjóðfélag og efnahag þess. Miklar áskoranir bíða okkar. Öldrun þjóðarinnar er staðreynd sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Breytingin er óumflýjanleg og okkur ber að búa í hag- inn þannig að samfélagið geti tekist á við breytta aldurssamsetningu og það sem henni fylgir. Sú vinna á að miða að því að styrkja stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði, hvort sem litið er til lýðheilsu þjóðarinnar eða helstu mælikvarða sem fela í sér mat á gæðum, öryggi, skilvirkni og hagkvæmni heilbrigðiskerfisins, svo sem varðandi aðgengi, meðferðarárangur, lyfjanotkun, réttindi sjúklinga og allt það er lýtur að heilbrigði landsmanna. Hér sem annars staðar mun hnattvæð- ing, lýðþróun og efnahaglegur óstöðug- leiki auka álag á heilbrigðisþjónustuna. Af því leiðir að öll svið samfélagsins verða að takast sameiginlega á við þau viðfangsefni sem við blasa, okkur öllum til hagsbótar og velsældar. Better economy - improved health Kristjan Thor juliusson, Minister of Health in Iceland Betri hagur - bætt heilbrigði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kristjanj@althingi.is Relvar® Ellipta® innöndunarduft, afmældir skammtar. Hver stök innöndun gefur skammt (skammt sem fer í gegnum munnstykkið) sem er 22 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat) og 92 eða 184 míkróg af flútíkasónfúróati. Þetta samsvarar afmældum skammti sem er 25 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat) og 100 eða 200 míkróg af flútíkasónfúróati. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver skammtur inniheldur u.þ.b. 25 mg af laktósa (sem einhýdrat). Ábendingar: Astmi: Relvar Ellipta er ætlað til notkunar við reglulega astmameðferð hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri þegar notkun samsetts lyfs (langverkandi beta2-örva og barkstera til innöndunar) á við: Þegar ekki næst viðunandi stjórn á sjúkdómnum með barksterum til innöndunar og skjótvirkum beta2-örvum til innöndunar „eftir þörfum“. Langvinn lungnateppa (aðeins Relvar Ellipta 92/22 míkróg): Relvar Ellipta er ætlað til meðferðar á einkennum langvinnrar lungnateppu hjá fullorðnum með FEV1 < 70% af áætluðu eðlilegu gildi (eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs) og sögu um endurtekna versnun, þrátt fyrir reglulega meðferð með berkjuvíkkandi lyfjum. Skammtar og lyfjagjöf: Astmi: Fullorðnir og unglingar 12 ára og eldri: Ein innöndun af Relvar Ellipta 92/22 míkróg einu sinni á dag. Sjúklingar finna yfirleitt fyrir bættri lungnastarfsemi innan 15 mínútna frá innöndun Relvar Ellipta. Hins vegar skal upplýsa sjúklinginn um að regluleg dagleg notkun sé nauðsynleg til að viðhalda stjórn á einkennum astma og að notkun skuli halda áfram, jafnvel þó einkenni hverfi. Ef einkenni koma fram á tímabilinu á milli skammta, skal nota skjótvirkan beta2-örva til að létta strax á einkennum. Íhuga skal 92/22 míkrógramma upphafsskammt af Relvar Ellipta hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri sem þarfnast lítils til meðalstórs skammts af barksterum til innöndunar ásamt langverkandi beta2-örva. Ef ekki næst fullnægjandi stjórn á sjúkdómnum með Relvar Ellipta 92/22 míkróg, má auka skammtinn upp í 184/22 míkróg, sem getur gefið betri árangur við astmastjórnun. Heilbrigðisstarfsmaður skal endurmeta sjúklinga reglulega þannig að þeir haldi áfram að fá kjörstyrkleika af flútíkasónfúróati/vílanteróli og að honum sé aðeins breytt samkvæmt læknisráði. Skammtinn skal aðlaga þannig að alltaf sé notaður minnsti skammtur sem nær virkri stjórn á einkennum. Íhuga skal notkun Relvar Ellipta 184/22 míkróg hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri sem þurfa að fá hærri skammta af barksterum til innöndunar ásamt langverkandi beta2-örva. Langvinn lungnateppa: Fullorðnir 18 ára og eldri: Ein innöndun af Relvar Ellipta 92/22 míkróg einu sinni á dag. Relvar Ellipta 184/22 míkróg er ekki ætlað til notkunar hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Enginn viðbótarávinningur er af notkun 184/22 míkrógramma skammts samanborið við 92/22 míkróg skammtinn og hætta á aukaverkunum svo sem lungnabólgu og altækum aukaverkunum tengdum barksterum er hugsanlega aukin. Það skal gefa á sama tíma dag hvern. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Aukaverkanir: Mjög algengar: Höfuðverkur og nefkoksbólga. Algengar: Lungnabólga, sýking ofarlega í öndunarvegi, berkjubólga, inflúensa, hvítsveppasýking í munni og koki, verkur í munnkoki, skútabólga, kokbólga, nefslímubólga, hósti, raddtruflun,kviðverkir, liðverkur, bakverkur, hiti. ATC R03AK10. Markaðsleyfishafi: Glaxo Group Limited, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex TW8 9GS. Bretland. Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700. Dagsetning endurskoðunar textans: 22. maí 2014. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is Pakkningar og verð (September 2014) Relvar Ellipta 92 mcg/22 mcg, innönddu, 30 skammtar R, G Kr. 9.482 Relvar Ellipta 184 mcg/22 mcg, innönddu, 30 skammtar R, G Kr. 11.830 Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. Heimildir: 1. Relvar Samantekt um eiginleika lyfs. www.serlyfjaskra.is. 2. Boscia JA et al. Clin Ther. 2012; 34(8): 1655-66. 3. Svedsater H et al. BMC Pulmonary Medicine 2013; 13: 72. (flútíkasónfúróat/vílanteról) ® ® 24 klst. verkun. Mjög einfalt. * Barksteri og langvirkt berkjuvíkkandi lyf til innöndunar. Fyrsta ICS/LABA-meðferðin sem virkar í 24 klst.1,2 ... skömmtun einu sinni á dag1 ... í einföldu og handhægu innöndunartæki3 Relvar® Ellipta® er ætlað til notkunar við reglulega astmameðferð hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri þegar notkun samsetts lyfs á við: þegar ekki næst viðunandi stjórn á sjúkdómnum með barksterum til innöndunar og skjótvirkum beta2-örvum til innöndunar „eftir þörfum“. Relvar® Ellipta® er ætlað til meðferðar á einkennum langvinnrar lungnateppu hjá fullorðnum með FEV1 < 70% af áætluðu eðlilegu gildi (eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs) og sögu um endurtekna versnun, þrátt fyrir reglulega meðferð með berkjuvíkkandi lyfjum. 24 klst AstmiLLT IS /F FT /0 01 7/ 14 a S ep te m be r 2 01 4 IS_FFT_0017_14a_Relvar_adv_A4_Sept2014.indd 1 22.09.2014 07:38:20

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.