Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 40
108 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Það er óhætt að segja að gleði hafi ríkt við setningu Læknadaga í ár. Nýgerðir kjara- samningar vekja von í brjóstum lækna um viðsnúning í heilbrigðiskerfinu, sögðu þeir báðir í ávörpum sínum, Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Fræðslustofnunar LÍ og Þorbjörn Jónsson formaður LÍ. Við setningu Læknadaganna steig Sverrir Jakobsson sagnfræðingur á stokk og rakti í stórum dráttum áhrif hinna ýmsu lækna á mannkynssöguna, en yfir- skrift tölu hans var „Læknar í leiðtoga- hlutverki“. Sverrir gat þess reyndar í upphafi að hann hefði ekki gert sér grein fyrir að honum væri ætlað að vera aðalatriðið við setninguna en kvaðst þó myndu gera sitt besta til að skemmta viðstöddum. Hann rifjaði síðan upp að nafnþekktir faraóar Egypta voru sagðir læknismenntaðir að þeirra tíma sið samkvæmt fornum heim- ildum en löngu síðar hefðu hugmyndir manna um lækningamátt konungborinna breyst í þá veru að konungdómi fylgdi sjálfkrafa lækningamáttur. Hefði verið nokkur samkeppni milli konunga í Evrópu á miðöldum um hver gæti læknað flesta og skipti þá mestu máli að velja sjúka sem líklegir voru til að ná heilsu hvort eð er. Sverrir rakti feril fleiri lækna sem sátu við stjórnvölinn um lengri eða skemmri tíma: Che Guevara á Kúbu, Banda í Malaví, Papa Doc (Francois Duvalier) á Haiti. Sverrir sló botninn í erindi sitt með því að bregða upp mynd af borgarstjóranum í Reykjavík og norska forsætisráðherranum fyrrverandi, Degi B. Eggertssyni og Gro Harlem Brundtland, en þau eru bæði læknismenntuð og mun það hafa reynst þeim vel við stjórnmálaþátttökuna. Niður- staðan er kannski sú að læknum lætur betur að stjórna en láta að stjórn. Dagskrá Læknadaganna var þéttskipuð og að sögn Margrétar Aðalsteinsdóttur framkvæmdastjóra Læknadaga sem um- sjón hefur með skráningum gekk net- skráning vel og greinilegt að margir nýta sér veglegan afslátt sem fæst með skrán- ingu á alla dagana fremur en borga fyrir einstaka daga. Læknadagarnir íslensku njóta alþjóðlegrar viðurkenningar sem símenntunarþing og hvetur það lækna eflaust enn frekar til þátttöku. Læknadagar í ljósi vonar um betri tíð Sigrún Arnardóttir kvensjúkdómalæknir, Elísabet Arna Helgadóttir kven- sjúkdómalæknir, Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Ásgeir Haraldsson barnalæknir og Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir og formaður Fræðslustofnunar LÍ. Jóhann Heiðar Jóhannsson meinafræðingur, Guðrún Hauksdóttir meinafræðingur, Þorbjörn Jóns- son formaður LÍ og Birna Jónsdóttir röntgenlæknir og fyrrverandi formaður LÍ.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.