Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2015/101 101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R „Það fylgir því ótrúlegur léttir að hafa lokið þessu og náð samningi sem hægt er að vera sáttur við,“ segja þau Kristín Huld og Helgi Kjartan sem leiddu Skurðlækna- félag Íslands í kjarabaráttu þess og samn- ingagerð við ríkið. „Þetta er besti samningur sem við skurðlæknar höfum náð og sannarlega skref í rétta átt til þess að bæta kjör lækna,“ segir Kristín Huld. „Við settum okkur markmið í upphafi og þau náðust nánast öll í þessum samn- ingi. Hvað varðar launaliðinn þá náðust sett markmið en við komumst ekkert áfram með lífeyrissjóðsgreiðslur eins og vonast var til en að öðru leyti getum við verið nokkuð sátt,“ segir Helgi Kjartan. „Samningurinn er að flestu leyti hlið- stæður samningi LÍ en þó eru nokkur frávik sem byggja á sérstöðu skurðlækna. Þar má nefna greiðslur fyrir gæsluvaktir en þar geta vaktir skurðlækna verið mjög þungar og því eðlilegt að greitt sé meira eftir því hver álagsþunginn er,“ segir Kristín Huld. „Við höfðum ekki samráð við samn- inganefnd LÍ en það voru samskipti á milli samninganefndanna, óformleg reyndar, en segja má að báðir aðilar hafi vitað hvar hinn var staddur á hverjum tíma. Samn- inganefnd ríkisins vildi reyndar gera alveg eins samning við okkur og gerður var við LÍ en við héldum fram sjónarmiðum skurðlækna og töldum að sjálfsögðu lykilatriði að semja sérstaklega fyrir þá,“ segir Helgi Kjartan. Kristín Huld rifjar upp að við síðustu samningagerð árið 2011 hafi þeim einfald- lega verið réttur samningur ríkisins við LÍ og óskað eftir að þau skrifuðu undir. „Samninganefnd ríkisins vill líta svo á að þetta séu tveir hliðstæðir hópar og vill semja við okkur á þeim forsendum.“ „Það á vissulega við um mörg atriði en alls ekki öll og um þau þarf að semja sérstaklega,“ bætir Helgi Kjartan við. Varla er hægt ann- að en spyrja hvort það sé í rauninni nauðsynlegt fyrir skurðlækna að vera í sérstöku stéttarfélagi og semja sérstaklega um kjör sín. Þau segja að aðskilnaður skurðlækna og Læknafélags Íslands hafi verið orðinn staðreynd þegar þau komu að félaginu og samruni við LÍ hafi ekki verið ræddur á vettvangi félagsins undanfarin ár. „Við teljum ótvírætt að skurðlæknar séu sérstakur hópur þar sem eru mjög fá- mennar undirsérgreinar með mjög þunga vaktabyrði fyrir einstaklingana og mikil- vægt að semja sérstaklega um það.“ „Þessi samningagerð tók miklu lengri tíma en við höfðum reiknað með og við trúðum því hreinlega ekki að óreyndu að ríkið myndi reka okkur alla leið í verkfall. Það var bókstaflega ekkert í boði af hálfu samninganefndar ríkisins fyrir verkfallið. Og í rauninni gerðist ekkert fyrr en eftir miðjan desember og þá var það eflaust vegna þess að samninganefndin fékk loksins raunverulegt umboð til að semja við okkur,“ segir Helgi Kjartan. Skurðlæknar eru nokkuð misleitur hóp- ur og þó við höfum skynjað að þeir væru tilbúnir í aðgerðir kom okkur verulega á óvart hversu þétt samstaðan var og allir stóðu bókstaflega að baki okkur í samn- inganefndinni sem einn maður. Við skynj- uðum velvilja almennings einnig mjög sterkt og gættum þess mjög vel að þrátt fyrir verkfallsaðgerðir væri fyllsta öryggis sjúklinga gætt. Þetta skilaði sér allt saman í okkar baráttu.“ Hvort samningurinn verður til þess að íslenskir sérfræðingar í skurðlækningum starfandi erlendis muni flytja heim verður framtíðin að leiða í ljós. „Þetta bætir kjör okkar verulega og gefur okkar fólki von um að framhald verið á. Fyrsta skrefið er að halda þeim læknum heima sem þegar eru hér og síðan að fá þá heim sem búsettir eru erlendis. Liður í því er yfirlýsingin sem ríkisstjórnin annars vegar og formenn læknafélaganna hins vegar skrifuðu undir í kjölfar samn- inganna um átak í bættri heilbrigðisþjón- ustu á Ísland. Óskin um þessa yfirlýsingu kom frá stjórnvöldum upphaflega og eftir mikla yfirlegu og talsverðar breytingar frá upphaflegu skjali skrifuðu formenn læknafélaganna undir. Þetta er afskaplega jákvæð yfirlýsing og lýsir góðum vilja til að bæta kerfið. Það verður síðan að koma í ljós hvernig stjórnvöld hyggjast standa að því,“ segja þau Helgi Kjartan og Kristín Huld að lokum. „Trúðum því ekki að kæmi til verkfalls“ – segja Helgi Kjartan Sigurðsson formaður Skurðlæknafélags Íslands og Kristín Huld Haraldsdóttir varaformaður „Við settum okkur markmið í upphafi og þau náðust nánast öll í þessum samningi,“ segja Kristín Huld Haraldsdóttir og Helgi Kjartan Sigurðsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.