Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 14
82 LÆKNAblaðið 2015/101 töflu II). Þeir íbúar sem voru með sykursýki notuðu að meðaltali 11,5 lyf sem var meira en hjá öðrum íbúum og hlutfall þeirra sem notuðu 9 eða fleiri tegundir af lyfjum var einnig hærra, eða 76,8%. Algengustu sjúkdómsgreiningar þeirra sem voru með sykur- sýki reyndust vera háþrýstingur (69,3%), gigt og liðbólgur (49,7%), þunglyndi (42,8%), hjartasjúkdómar vegna blóðþurrðar (37,3%) og elliglöp önnur en Alzheimer-sjúkdómur (35,5%). Samanburður á milli þeirra sem voru með sykursýki og hinna voru ekki með syk- ursýki sýndi að hærra hlutfall íbúa með sykursýki reyndist vera með sjúkdómsgreiningarnar háþrýstingur, hjartasjúkdómar vegna blóðþurrðar, heilaáfall, nýrnabilun, oflæti/þunglyndi, sjónukvilli vegna sykursýki og aflimun, (tafla III). Sjúkdómsgreiningar sem reyndust tíðari meðal þeirra sem ekki voru með sykursýki voru kvíðaröskun, Alzheimer-sjúkdómur og beingisnun. Umræður Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar eru að hlutfall íbúa á hjúkrunarheimilum sem eru með sjúkdómsgreininguna sykur- sýki hefur hækkað á 10 árum um rúm 4%. Þetta er slæm þróun þar sem íbúar með sykursýki eru oftar þyngri í umönnun en aðrir. Þó ekki hafi komið fram munur milli hópa á ADL-kvarða, voru þeir með sykursýki yngri, með hærri líkamsþyngdarstuðul og höfðu fleiri vandamál sem vitað er að tengjast seinkvillum sykursýki, svo sem hjartasjúkdóma, nýrnabilun og þrýstingssár á alvarlegum stigum. Brýnt er að reynt sé að koma í veg fyrir þróun á sykursýki af tegund 2, hvenær sem er á æviskeiði einstaklingsins, en vitað er að hár líkamsþyngdarstuðull hefur fylgni við sykursýki 2.1 Könnun Embættis landlæknis á „Heilsu og líðan Íslendinga árið 2012“ sýndi að 63,3% þátttakenda sögðu að líkamsþyngdarstuðull þeirra væri ≥2623 og rannsókn1 úr gögnum Hjartaverndar staðfesti að meðallíkamsþyngdarstuðull hækkaði um tvær einingar hjá báðum kynjum yfir tímabilið 1967 til 2007. Því má búast við að auknar lífslíkur ásamt fleira fólki með sykursýki munu auka álag á öldrunarþjónustu í framtíðinni. Vitundarvakning þarf að eiga sér stað á Íslandi til að finna leiðir til að draga úr ofþyngd og offitu, þar þarf að ná til almennings og fá matvælaiðnaðinn til að auka framboð á hollum mat og skyndibita. Hér kom fram að íbúar með sykursýki voru yngri en þeir án sykursýki, og er það í samræmi við niðurstöður erlendra rann- sókna3,24 en í rannsókn Resnick og félaga24 (n=13,507) voru þeir með sykursýki 81,7 ára á móti 84,9 árum þeirra án sykursýki. Íslensk langtímarannsókn25 staðfestir að fólk með sykursýki af tegund 2 hafi skertar lífslíkur í samanburði við aðra og getur það skýrt hvers vegna meðalaldur fólks með sykursýki er lægri en hinna á hjúkrunarheimilum hér á landi. Ef hægt er að fækka þeim sem þróa með sér sykursýki af tegund 2, er möguleiki að fækka yngri íbúum á öldrunarstofnunum. Eldra fólk vill dvelja á eigin heimili sem lengst26 og hvert ár sem einstaklingur dvelur á hjúkrunar- heimili er dýrt fyrir samfélagið, enda greiðir ríkið tæplega 9 millj- ónir á ári fyrir hvern einstakling á hjúkrunarheimili.16 Líkamsþyngdarstuðull íbúa með sykursýki var hærri en hinna, sem samræmist öðrum rannsóknum.7 Sýnt hefur verið að bæði lágur og hár líkamsþyngdarstuðull tengist aukinni áhættu á dauðsföllum.27 Engin munur kom fram á ADL-færni íbúa sem voru með sykur- sýki og hinna, sem er í samræmi við niðurstöður Dybicz og félaga7 en í mótsögn við rannsókn Travis og félaga3, en þar voru íbúar með sykursýki með lakari getu til að sjá um athafnir daglegs lífs en hinir. Hér reyndust íbúar með sykursýki hafa betri vitræna getu en hinir, sem samræmist niðurstöðum Travis og félaga3 en aðrir hafa ekki fundið marktækan mun á vitrænni getu íbúa með eða án sykursýki.7 Á Íslandi virðast íbúar með sykursýki fremur fá pláss á öldrunarheimilum vegna líkamlegrar færniskerðingar en vegna vitrænnar skerðingar. Seinkvillar sykursýki þróast yfir mörg ár og brýnt er að meðferð sykursýki fylgi klínískum leiðbeiningum til að letja framkomu seinkvilla.27 Hér voru 21,1% íbúa með sykursýki skráðir með þrýstingssár á stigi 1-4 og 17,2% þeirra án sykursýki. Þetta er svipað hlutfall og í rannsókn Travis og félaga3 sem notuðu sama mælitækið en þar voru 22,9% þeirra með sykursýki með þrýstingssár en 16% þeirra án sykursýki. Hlutfall íbúa með þrýstingssár sýnir að bæta má umönnun íbúa til að koma í veg fyrir þrýstingssár og þó sérstak- lega alvarlegri þrýstingssár. Þau valda íbúum vanlíðan og aukinni umönnunarbyrði og kostnaði fyrir viðkomandi hjúkrunarheimili. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að bæta má verkjameðferð hjá íbúum með sykursýki, þar sem aðeins 16-30% voru verkjalausir árin 2003-2012 og um 10% voru með mikla eða óbærilega verki, sem er of hátt hlutfall. R a n n S Ó k n Tafla III. Algengi sjúkdómsgreininga hjá íbúum á hjúkrunarheimilum eftir því hvort þeir voru með sykursýki eða ekki árið 2012. Með sykursýki n (%) Ekki með sykursýki n (%) P* Háþrýstingur 230 (69,3) 1111 (55,4) <0,001 Gigt - liðbólgur 165 (49,7) 1047 (52,2) 0,428 Þunglyndi 142 (42,8) 919 (45,8) 0,327 Hjartasjúkdómar vegna blóðþurrðar 124 (37,3) 574 (28,6) 0,002 Elliglöp önnur en Alzheimer-sjúkdómur 118 (35,5) 714 (35,6) 1 Kvíðaröskun 110 (33,1) 797 (39,8) 0,026 Heilaáfall 89 (26,8) 392 (19,6) 0,003 Hjartsláttartruflanir 75 (22,6) 497 (24,8) 0,427 Hjartabilun 73 (22,0) 367 (18,3) 0,13 Alzheimer-sjúkdómur 64 (19,3) 582 (29,0) <0,001 Beingisnun 62 (18,7) 567 (28,3) <0,001 Ský á auga 53 (16,0) 323 (16,1) 1 Nýrnabilun 48 (14,5) 153 (7,6) <0,001 Aðrir hjarta-/ æðasjúkdómar 47 (14,2) 295 (14,7) 0,856 Útæðasjúkdómar 26 (7,8) 143 (7,1) 0,733 oflæti/þunglyndi 26 (7,8) 91 (4,5) 0,016 Sjónukvilli vegna sykursýki (retinopathy) 25 (7,5) 2 (0,1) <0,001 Skammvinnt blóðþurrðarkast (TIA) 16 (4,8) 119 (5,9) 0,496 Aflimun 6 (1,8) 11 (0,5) 0,031 Lágþrýstingur 5 (1,5) 74 (3,7) 0,061 * Kí-kvaðrat próf

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.