Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2015/101 97 gildi yfir 45-50 nmól/L af 25-OHD skipti máli fyrir beinheilsu. Önnur samtök hafa túlkað birtar niðurstöður á annan veg og mælt með hærri viðmiðunarmörkum. Í mörgum tilvikum er þar tekið mið af sjúklingahópum þar sem D-vítamínbúskapur er annar en hjá heilbrigðu fólki. Bæði ráðleggingar Institute of Medicine og þær norrænu byggja eingöngu á áhrifum D-vítamíns á bein, þar sem önnur heilsu- áhrif höfðu enn ekki verið nægilega staðfest að þeirra mati. Hvort önnur viðmiðunargildi eigi við fyrir aðrar mögulegar verkanir D- vítamíns kemur væntanlega í ljós innan tíðar, en nú er unnið að fjölmörgum rannsóknum á þessu sviði. Það er vissulega áhyggjuefni að ekki skuli hafa tekist að tryggja D-vítamínhag aldraðra Íslendinga betur en raun ber vitni sam- kvæmt umræddri rannsókn Hjartaverndar.1 Allstór hópur fólks tekur ekkert D-vítamín aukalega, hvorki lýsi né D-vítamínbelgi, og sá hópur nær yfirleitt ekki æskilegum D-vítamínhag. Fyrri niður- stöður okkar benda til að 800 einingar (20 µg) af D-vítamíni á dag nægi flestum öldruðum til að tryggja D-vítamín gildi í blóði yfir 40 nmól/L.2 Birt viðmiðunargildi fyrir 25-OHD hjá Landspítala eru 50-150 nmól/L. Í ljósi okkar niðurstaðna ætti þó fyrst og fremst að beina sjónum að þeim sem hafa lægstu gildin (undir 30 nmól/L) frekar en að leitast við að toga gildin sem hæst. Heimildir 1. Steingrimsdottir L, Halldorsson TI, Siggeirsdottir K, Cotch FM, Einarsdottir BO, Eiriksdottir G, et al. Hip fractures and bone mineral density in the elderly—importance of serum 25-hydroxyvitamin D. PLoS ONE 2014; 9: e91122. 2. Steingrimsdottir L, Gunnarsson O, Indridason OS, Franzson L, Sigurdsson G. Relationship between serum parathyroid hormone levels, vitamin D sufficiency, and calcium intake. JAMA 2005; 294: 2336-41. 3. Siggeirsdottir K, Aspelund T, Jonsson BY, Mogensen B, Gudmundsson EF, Gudnason V, et al. Epidemiology of fractures in Iceland and secular trends in major osteoporotic fractures 1989-2008. Osteoporos Int 2014; 25: 211-9. 4. Ross AC, Manson JE, Abrams SA, Aloia JF, Brannon PM, Clinton SK, et al. The 2011 report on dietary reference intakes for calcium and vitamin D from the Institute of Medicine: what the clinicians need to know. J Clin Endocrinol Metab 2011; 96: 53-8. 5. Lamberg-Allardt C, Brustad M, Meyer HE, Steingrimsdottir L. Vitamin D - a systematic literature review for the 5th edition of the Nordic Nutrition Recommendations. Food Nutr Res 2013; 57. 6. Embætti landlæknis. Upplýsingar um D-vítamín. landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/naering/ greinar/grein/item21469/Upplysingar-um-D-vitamin - október 2014. F R æ ð i E F n i

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.