Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2015/101 107 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R „Við viljum að fólk geti komið í húsin, þar sé allt hreint og snyrtilegt, allur búnaður í lagi svo fólk geti notið dvalarinnar, hvílt sig og slappað af,“ segir Jörundur Kristinsson formaður orlofsjóðs LÍ. illa út fjárhagslega. Við hrunið 2008 varð leiga erlendis óheyrilega dýr og í raun sjálfhætt með slíkt. Við sögðum því upp leigusamningunum og ég tel að það hafi verið happaspor. Að mínu mati og stjórnar sjóðsins er meginhlutverk hans að bjóða upp á orlofskosti innanlands. Rándýr leiga erlendis myndi draga verulega úr getu sjóðsins til uppbyggingar hér heima.“ Jörundur segir reynsluna sýna svart á hvítu að eftirspurn eftir orlofshúsunum árið um kring sé að miklu leyti bundin við Borgarfjörð í vestur og Árnessýslu í aust- ur. „Við höfum boðið upp á vetrarleigu í Stykkishólmi, það gekk ekki og staðreynd- in er einfaldlega sú að ef aksturstíminn frá höfuðborgarsvæðinu er meiri en einn og hálfur tímar eru húsin ekki tekin í helgar- leigu yfir veturinn. Undantekningin er íbúðin okkar á Akureyri, hún er í stöðugri leigu og setið er um hana skíðatímabilið janúar-apríl. Þar er eftirspurnin slík að við erum að svipast um eftir annarri íbúð til kaups á Akureyri. Það þarf reyndar að huga vandlega að slíku því taka þarf tillit til þarfa fólks í orlofi. Við áttum áður íbúð á annarri hæð í blokk þar sem bjó annars bara venjulegt vinnandi fjölskyldufólk. Það fór ekki mjög vel saman. Við skiptum á henni og mjög góðri nýrri íbúð í keðju- húsi þar sem er gott aðgengi fyrir fatlaða og mun betra næði.“ Loks má nefna húsið á Kirkjubæjar- klaustri sem Jörundur segir að hafi nokkra sérstöðu. „Þetta hús fékk fyrri stjórn á mjög góðu verði á sínum tíma og er gott hús. Það leigist vel út á sumrin og langt fram eftir hausti og þó vetrarleiga sé stopul er meiningin að eiga það áfram.“ Leiga á húsum til að kanna eftirspurn á ákveðnum stöðum eða svæðum er góð aðferð til að komast að niðurstöðu um hvort kaupa eigi eða byggja hús. „Það er reyndar ekki alltaf auðvelt að finna hús til leigu. Við gerum ákveðnar kröfur um gæði húsanna og það takmarkar fram- boðið töluvert en síðan verður að segjast að leiguverð á sumarhúsum hefur hækkað mjög á síðustu árum með sívaxandi ferða- mannastraumi. Það er ekki óalgengt að farið sé fram á kringum 90.000 krónur fyrir vikuleigu og þá er ekki endilega verið að bjóða neinn lúxus. Við hefðum mjög gjarnan viljað bjóða valkost í sumar á Snæfellsnesi en það hefur því miður ekki tekist. Við höfum hins vegar tekið hús á leigu í sumar á Suðureyri við Súg- andafjörð sem kemur í stað íbúðarinnar sem við leigðum á Ísafirði en höfum ekki lengur. Það verður fróðlegt að sjá hvort Suðureyri höfðar til okkar fólks. Stutt er til Ísafjarðar gegnum göngin. Þá bjóðum við aftur í sumar íbúð í Vestmannaeyjum sem við gerðum í fyrsta skipti í fyrrasumar og kom mjög vel út. Einnig verðum við með bústað á Héraði á leigu í sumar.“ Viðhald og umgengni „Okkar stærsta vandamál í daglegum rekstri orlofshúsanna snýr að umgengni og þrifum,“ segir Jörundur en leggur áherslu á að það stafi ekki af slæmri umgengni í sjálfu sér, heldur fremur að fólk geri bara svo misjafnar kröfur. „Fólk er misjafnt og hugmyndir þess um þrifnað mjög ólíkar og það sem einum finnst gott finnst öðrum algjörlega óviðunandi. Það er auðvitað ekki hægt að gera öllum til hæfis en línuna má þó draga milli þess sem telja má hreinlætisáráttu og hreinan sóðaskap. Langflestir vita hvar mörkin þar á milli liggja og oftast er þetta í lagi. Ég hef þó orðið vitni að umgengni sem ég er alls ekki sáttur við. Þá er til dæmis um ræða matarslettur á húsgögnum og veggjum, dýrahár í rúmum og húsgögnum húsa þar sem gæludýr eru ekki leyfð, opinn ísskápur, leirtau í uppþvottavél og ólæst útihurð.“ Hvernig er brugðist við kvörtunum af þessu tagi? „Ef það fer ekkert á milli mála að við- skilnaður síðasta leigjanda er slæmur áskiljum við okkur rétt til að þrífa húsið eða íbúðina á kostnað viðkomandi. En ég vil líka taka fram að umsjónarmaður okkar lítur yfir húsnæðið á milli gesta til að ganga úr skugga um að viðskilnaður sé sómasamlegur. Þetta geta verið mjög erfið mál og mikilvægt að allir njóti sanngirni.“ Loks nefnir Jörundur að félagsmenn sjálfir megi alveg vera duglegri við að koma athugasemdum á framfæri við skrifstofu félagsins og í því samhengi segir hann hlæjandi að gestabókin sé ekki nettengd. „Það hefur afskaplega lítinn til- gang að skrifa kvartanir í gestabókina. Ef kaffivélin er biluð eða leirtau brotnar þarf ekki annað en senda okkur póst. Hvert hús á sér sinn fóstra sem sinnir húsunum og við viljum að allt sé í 100% lagi. Það er ekkert mál fyrir okkur að sinna viðhald- inu ef við fáum ábendingar um hvað er í ólagi eða vantar. Við viljum að fólk geti komið í húsin, þar sé allt hreint og snyrti- legt, allur búnaður í lagi svo fólk geti notið dvalarinnar, hvílt sig og slappað af. Það er jú tilgangurinn með þessu öllu.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.