Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 12
80 LÆKNAblaðið 2015/101
Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða algengi sykursýki á
íslenskum hjúkrunarheimilum yfir árin 2003-2012. Einnig að gera
samanburð á heilsufari, færni, lyfjanotkun og sjúkdómsgrein-
ingum íbúa með eða án sjúkdómsgreiningarinnar sykursýki sem
bjuggu á hjúkrunarheimili árið 2012.
Efniviður og aðferð
Mælitækið sem notað var við gagnasöfnun var Gagnasafn um
heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum, útgáfa 2.0
(Minimum Data Set 2.0) sem er gagnasöfnunarhlutinn af matstæk-
inu Raunverulegur aðbúnaður íbúa (Resident Assessment Instru-
ment; RAI). Gagnasafnið er þó aðeins partur af RAI-matstækinu
og verður vísað til þess sem RAI-mælitækis í þessari umfjöllun.
Í RAI-mælitækið eru skráðar upplýsingar um heilsufar, færni og
þarfir íbúa á hjúkrunarheimilum. Frá árinu 1996 hafa íbúar á ís-
lenskum hjúkrunarheimilum verið metnir með RAI-mati og frá
árinu 2003 hefur það verið gert að minnsta kosti þrisvar á ári.16
RAI-mælitækið inniheldur um 350 breytur og var fyrst og
fremst hannað sem klínískt mælitæki til að bæta umönnun en
hefur einnig verið notað við gagnasöfnun fyrir rannsóknir víða
um heim. Mælitækið hefur reynst gagnlegt við alþjóðlegan sam-
anburð og rannsóknir hafa sýnt fram á réttmæti og áreiðanleika
þess.17 Hjúkrunarfræðingur sem hefur lært á mælitækið hefur yfir-
umsjón með gerð matsins ásamt lækni, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og
sjúkraliða. Nákvæm leiðbeiningabók sem skilgreinir hvernig meta
á hvert atriði styður við framkvæmd matsins en upplýsinga fyrir
matið er aflað úr sjúkraskrá, með athugun á íbúanum og viðtali
við íbúa og ættingja hans. Í þessari rannsókn eru notaðar valdar
breytur úr RAI-mælitækinu auk útkomu úr 6 kvörðum sem hann-
aðir hafa verið fyrir mælitækið og nota má til að skoða breytingu
á færni og heilsufari yfir tíma.
Lífskvarðinn hefur gildi frá 0 til 5. Lægsta gildið 0 gefur til kynna
að heilsufar einstaklingsins sé stöðugt en hæsta gildið 5 að heilsu-
far sé óstöðugt, hætta sé á andláti, sjúkrahússinnlögn og miklu
álagi á umönnunaraðila. Rannsóknir hafa staðfest að kvarðinn
hefur forspárgildi fyrir andlát.17,18
Verkjakvarðinn hefur gildi á bilinu 0 til 3. Gildið 0 merkir að ein-
staklingurinn hefur enga verki en hæsta gildið 3 að um mjög mikla
og óbærilega verki sé að ræða. Niðurstöður rannsakenda hafa bent
til að kvarðinn sé áreiðanlegur til að meta verki hjá íbúum á hjúkr-
unarheimilum.19
Þunglyndiskvarðinn hefur lægsta gildi 0 sem gefur til kynna að
einstaklingurinn hafi engin einkenni þunglyndis. Gildi 3 bendir
til vægs þunglyndis og gildi 14, sem er hæsta gildi kvarðans, að
um mjög alvarlegt þunglyndi sé að ræða.20 Rannsakendur hafa
bent á að þörf sé á frekari rannsóknum á kvarðanum, en að kvarð-
inn sýni mjög gott næmi og viðunandi sérhæfni.20
Vitræni kvarðinn hefur sýnt ágæta fylgni við MMSE (Mini-Men-
tal State Examination) við mat á vitrænni getu. Gildið 0 þýðir að
einstaklingurinn hefur óskerta vitræna getu en síðan versnandi
vitræna getu með hækkandi gildum og hæsta gildið 6 gefur til
kynna mjög mikla vitræna skerðingu.21
Langi ADL-kvarðinn sýnir færni einstaklingsins í athöfnum
daglegs lífs (ADL) og hefur gildi á bilinu 0 til 28. Hækkandi gildi
benda til versnandi færni í ADL og hafa athuganir bent til næmi
kvarðans við breytingar á færni.17
Virknikvarðinn hefur gildi frá 0 til 6 og gefur til kynna meiri
virkni eftir því sem talan er hærri. Núll merkir að einstaklingur-
inn hefur dregið sig í hlé frá félagslegum samskiptum en hæsta
gildið 6 gefur til kynna mikið frumkvæði og þátttöku í félagsleg-
um athöfnum. Gildin 0-2 hafa verið tengd lítilli félagslegri virkni í
samanburði við þá sem hafa gildi á bilinu 3-6.22
Úrtak
Gögnin sem notuð voru í rannsókninni var mat gert á íbúum á
íslenskum hjúkrunarheimilum með RAI-mælitækinu yfir árabilið
2003-2012 (N=16.169). Notað var nýjasta mat hvers einstaklings
fyrir hvert ár, en mat gert við fyrstu komu eða eftir nýlega endur-
komu voru ekki notuð. Þetta var gert til að varpa ljósi á heilsufars-
þætti sem tengdust meðferð á hjúkrunarheimilinu. Í samanburði á
milli ára er því um blandaða hópa að ræða og sami einstaklingur
getur átt mat í gögnum frá einu eða fleiri árum.
Tölfræði
Lýsandi og greinandi tölfræði var notuð til að greina gögnin. Fyrir
stikalaus gögn, raðbreytur og nafnbreytur var notað Pearson Kí-
kvaðrat próf og „Yates Continuity Correction“ notuð þegar um 2x2
töflur var að ræða. Við athugun á leitni yfir mörg ár var notað Kí-
kvaðrat próf fyrir leitni. T-próf milli óháðra hópa var notað fyrir
R a n n S Ó k n
Tafla I. Fjöldi greininga með RAI-mælitækinu eftir árum, meðalaldur og hlutfall
kvenna.
Ár N % Meðalaldur (sf) Konur n (%)
2003 447 2,8 82,3 (9,1) 293 (65,5)
2004 1001 6,2 82,8 (8,5) 677 (67,6)
2005 1383 8,6 83,4 (8,2) 922 (66,7)
2006 1721 10,6 84,4 (7,9) 1149 (66,8)
2007 1922 11,9 84,4 (7,9) 1268 (66,0)
2008 1885 11,7 84,7 (8,2) 1247 (66,2)
2009 1867 11,5 84,9 (8,2) 1223 (65,5)
2010 1754 10,8 85,0 (8,4) 1192 (68,0)
2011 1852 11,5 84,5 (8,6) 1232 (66,5)
2012 2337 14,5 84,7 (8,2) 1531 (65,5)
Samtals 16169 100 84,2 (8,4) 11.294 (66,3)
Mynd 1. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum með sykursýki á árunum 2003-
2012.