Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2015/101 89
spurningum sem eru taldar gagnlegar við að skima fyrir einkenn-
um þráhyggjuáráttu og eru þær sýndar í töflu II.14
Faraldsfræði
Lengi var talið að þráhyggjuárátta væri fremur sjaldgæf geð-
röskun en nýlegar faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að algengið
er um 1-2% hjá fullorðnum og 0,3% hjá börnum og unglingum.15
Þráhyggjuárátturöskun er á meðal þeirra 20 sjúkdóma sem lík-
legastir eru til þess að leiða til örorku hjá fólki yngra en 45 ára
á Vesturlöndum.16 Þekkt er að einkenni þráhyggjuárátturöskunar
byrji í tengslum við meðgöngu og fæðingu eða eftir einhvers
konar sálræn áföll.17,18 Meðalaldur við upphaf einkenna er um 20
ár en algengt er að röskunin komi fram snemma á ævinni og í
einni rannsókn lýsa um 20% einstaklinga því að einkenni hafi
verið komin fram á æsku- eða unglingsárum.11 Kynhlutföll eru
því sem næst jöfn þegar allir aldurshópar eru skoðaðir en rann-
sóknir hafa sýnt að drengir eru líklegri en stúlkur til að greinast
með þráhyggjuáráttu á barnsaldri.19 Á bilinu 30-50% þeirra sem
veikjast snemma eru jafnframt með Tourette-heilkenni eða aðra
kækjaröskun.20 Nokkrar rannsóknir hafa fundið mun á einkenna-
mynd eftir kynjum. Þannig eru vísbendingar um að þráhyggja hjá
konum tengist oftar ofbeldi, smithættu eða óhreinindum, en hjá
körlum sé innihald þráhyggju oftar kynferðislegt eða trúarlegt.21
Ekki hafa verið gerðar faraldsfræðilegar rannsóknir á algengi þrá-
hyggjuárátturöskunar á Íslandi.
Um 60-70% fólks sem greint er með þráhyggjuárátturöskun hef-
ur sögu um aðra geðröskun og eru meiriháttar þunglyndi, félags-
fælni, almenn kvíðaröskun, áfengisfíkn og átraskanir algengustu
fylgiraskanirnar. Tölur um algengi fylgiraskana eru aðeins breyti-
legar eftir rannsóknum en liggja þó nærri því sem sýnt er í töflu
III.22
Meingerð og orsakir
Þó svo að grunnorsakir þráhyggjuárátturöskunar séu ekki þekkt-
ar eru sterkar vísbendingar um að sjúkdómurinn eigi sér að ein-
hverju leyti taugalífeðlisfræðilegar orsakir.23 Svörun þráhyggju-
áráttu við lyfjum sem hafa áhrif á taugaboðefnið serótónín bendir
til þess að truflanir í serótónínvirkni eigi þátt í röskuninni. Mikil-
vægari vísbendingar hafa þó komið fram í fjölmörgum mynd-
greiningarrannsóknum á síðustu 25 árum. Þessar rannsóknir
hafa leitt í ljós að ákveðnar starfrænar truflanir í heila tengjast
þráhyggjuáráttu og er samræmið í þessum rannsóknum með því
hæsta sem sést hefur í rannsóknum á geðröskunum.24 Sýna þær
aukna virkni í taugabrautum sem mynda eins konar hringrás frá
heilaberki niður til djúphnoða (basal ganglia), liggja þaðan til stúku
(thalamus) og enda svo aftur á sama stað og þær byrjuðu í heila-
berki.23 Frekari stuðningur við þessa kenningu hefur einnig komið
fram í rannsóknum sem mæla starfræn tengsl milli framheila og
djúphnoða.25 Þannig virðist vera til staðar ofvirkni í brautum sem
meðal annars sjá um að miðla skynupplýsingum til heilabarkar
hjá fólki sem þjáist af þráhyggjuáráttu. Það er sérstaklega athyglis-
vert að endurtekið hefur verið sýnt fram á að þessi ofvirkni eykst
þegar einkenni sjúkdómsins versna og verulega dregur úr henni í
kjölfar árangursríkrar meðferðar. Skiptir þá ekki máli hvort um er
að ræða lyfjameðferð eða sálfræðimeðferð.26,27 Rétt er að taka fram
að þessi kenning og vísbendingar henni tengdar veita ekki full-
nægjandi skýringar á orsökum röskunarinnar.
Taugaboðefni
Þau taugaboðefni sem rannsóknir benda til að geti tengst mein-
gerð þráhyggjuárátturöskunar eru helst serótónín og dópamín.28,29
Serótónín gegnir margþættu hlutverki í heila og hefur meðal ann-
ars áhrif á geðslag, svefn, matarlyst og sársaukaskyn. Sú staðreynd
að þau lyf sem virka á þráhyggjuáráttu hafa öll áhrif á veltu seró-
tóníns í miðtaugakerfi er ákveðin vísbending um mögulegan þátt
þessa boðefnis í meingerð röskunarinnar.30 Einnig hafa rannsókn-
ir sýnt fækkun og minnkaða virkni serótónín-flutningsprótína í
heila og aukningu á niðurbrotsefnum serótóníns í mænuvökva
einstaklinga með þráhyggjuáráttu.30,31 Loks hafa lyfjafræðilegar
rannsóknir sýnt að ýmis efni sem ýmist auka eða minnka virkni
serótóníns og dópamíns hafa áhrif á einkenni þráhyggjuáráttu.30,32
Rétt er að taka fram að engar beinar sannanir liggja fyrir um or-
sakatengsl þessara taugaboðefna við þráhyggjuáráttu.
Erfðir
Fjölskyldu- og tvíburarannsóknir sýna að hlutur erfða er veru-
legur í orsökum þráhyggjuárátturöskunar.33 Systkini einstaklinga
með þráhyggjuáráttu eru í um fjórum sinnum meiri hættu að fá
röskunina en þeir sem ekki eiga veik systkini og hjá eineggja tví-
burum er hættan á að báðir veikist af þráhyggjuáráttu 68% en 31%
hjá tvíeggja tvíburum. Ákveðins misræmis gætir í tvíburarann-
sóknum þar sem arfgengið hefur mælst hærra hjá börnum (50-65%)
en fullorðnum (30-45%). Skýring þessa er líklegast sú að vantað
hefur jafnstórar tvíburarannsóknir hjá fullorðnum og börnum.34
Eins og á við ýmsar aðrar geðraskanir bendir flest til þess að um
Y F i R l i T
Tafla II. Skimunarspurningar fyrir þráhyggjuárátturöskun14
• Þværð þú eða þrífur þú mjög mikið?
• Ertu mjög oft að gá eða gæta að einhverju?
• Ertu með einhverja hugsun sem angrar þig stöðugt og
þú vildir gjarnan vera laus við en getur það ekki?
• Ertu mjög lengi að ljúka við daglegar athafnir þínar?
• Ertu mjög upptekin/n af því að hlutir í kringum þig séu í ákveðinni
röð eða séu samhverfir?
• Valda þessi vandamál þér vanlíða?
Tafla III. Algengustu fylgiraskanir þráhyggjuárátturöskunar.22
Fylgiröskun %
Þunglyndi 37
Almenn kvíðaröskun 31
Áfengisfíkn 20
Felmtursröskun 22
Félagsfælni 17
Sértæk fælni 15
Lyfjafíkn 13