Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 42
Félag áhugamanna um sögu læknis-
fræðinnar fagnaði 50 ára afmæli sínu þann
18. desember síðastliðinn. Af því tilefni
var efnt til málþings á Læknadögum undir
yfirskriftinni Heilbrigði og Skaftáreldar 1783.
Fyrirlesarar voru tveir, Ólöf Garðars-
dóttir prófessor flutti erindið „Mannfall
í kjölfar Skaftárelda 1783-1785“ og breski
prófessorinn og rithöfundurinn Richard
Hamblyn flutti erindið „The Year of the
Ashie“. The Volcanic fog of 1783.
Formaður félagsins, Óttar Guðmunds-
son geðlæknir, setti málþingið og rakti í
stuttu máli söguna og minntist aðalhvata-
mannsins að stofnun þess, Jóns Steffensen
prófessors.
Í erindi Ólafar Garðarsdóttur komu
fram ýmsar fróðlegar tölfræðilegar upp-
lýsingar um áhrif Skaftárelda á búsmala
og mannfólk á Íslandi og erfitt er fyrir
nútímafólk að gera sér hugarlund hversu
skelfilegt ástand skapaðist hér á landi í
kjölfar náttúruhamfaranna. Ungbarna-
dauði margfaldaðist og var hann þó ærinn
fyrir. Dánartíðni í öðrum aldurshópum
margfaldaðist einnig en hungursneyð ríkti
á landinu enda féllu nær 90% af sauðfjár-
stofni landsmanna og ríflega helmingur
nautgripa. Athygli fundargesta var vakin á
því að konur virtust þola hörmungarnar
betur en karlar og sagði Ólöf ekki einhlíta
skýringu á því. Segja má að ekki hafi ein
báran verið stök, því árið eftir eldsum-
brotin geisaði bólusótt í landinu og felldi
marga enda viðnámsþróttur þjóðarinnar
í lágmarki eftir viðvarandi hungur og
vergang.
Ekki var síður fróðlegt erindi Richards
Hamblyn en hann sagði frá áhrifum
Skaftárelda á Bretlandi og meginlandi
Evrópu. Yfirskrift erindis hans segir hluta
sögunnar þar sem sumarið 1783 var ein-
stakt í sögunni, öskuský lá yfir Evrópu í
2-3 mánuði samfleytt, lofthiti var meiri
en sögur höfðu áður farið af og síðan
varð veturinn eftir sá kaldasti í manna
minnum. Áhrif öskuskýsins á heilsufar
fólks í Evrópu voru veruleg en dánartíðni
snarhækkaði af völdum ýmissa pesta og
sýkinga, sérstaklega öndunarfærasýkinga,
og urðu lágstéttirnar verst úti eins og
viðbúið var.
Hamblyn sagði að heimildir um
þetta „sumar öskunnar“ í Evrópu væru
fjölmargar, dagbókarskrifarar í Englandi,
Frakklandi og Ítalíu lýstu veðurfari af
nákvæmni og sögðu varla sjást til sólar
svo dögum skipti, loftið var þurrt og fúlt
svo sveið í lungun og kirkjunnar menn
hvöttu fólk til að gera yfirbót enda væri
þetta refsing af himnum ofan fyrir spillt
líferni mannfólksins. Hamblyn dró upp
sterka mynd af þeim ótta sem skapaðist
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
110 LÆKNAblaðið 2015/101
Mannfall á Íslandi – sólarlaust í Evrópu
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Fundarstjórinn Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir, Óttar Guðmundsson, Ólöf Garðarsdóttir og
Richard Hamblyn.
Pétur Eggerz flutti brot úr leikverkinu Eldklerkurinn Jón Steingrímsson.