Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 38
106 LÆKNAblaðið 2015/101
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Á vegum orlofssjóðs Læknafélags Íslands
er rekin umfangsmikil starfsemi en í eigu
sjóðsins eru 8 orlofshús og tvær íbúðir,
auk nokkurra íbúða sem sjóðurinn leigir
til handa félagsmönnum. Í lok síðasta árs
var tekinn í notkun nýr bókunarvefur
sjóðsins og í vor verður nýtt hús í boði á
orlofssvæðinu í Svignaskarði.
Orlofssjóður Læknafélags Íslands er
fjármagnaður með framlögum vinnuveit-
enda sem samið er um í kjarasamningum.
„Það eru ekki allir sem átta sig á því að
þetta er ekki dregið af laununum heldur
er þetta umsamið framlag vinnuveitanda,
0,25%, sem greiðist til viðbótar við launin.
Ég hef því hugsað með velþóknun til nýja
kjarasamningsins því með honum munu
tekjur sjóðsins aukast og fjárhagur hans
styrkjast,“ segir Jörundur léttur í bragði.
Ásamt honum sitja í stjórn sjóðsins Bolli
Bjarnason og Rafn Benediktsson. „Stjórnin
er mjög samhent og rekstur sjóðsins hefur
gengið vel á undanförnum árum.“
Nýr orlofsvefur
„Þegar ég tók við formennsku í Orlofs-
sjóðnum snemma árs 2008 var nýlega
búið að uppfæra vef orlofssjóðsins. Síðan
hefur tíminn liðið og við vorum að lenda
í vandræðum með nauðsynlegar upp-
færslur á vefnum. Við fórum því að líta í
kringum okkur eftir nýjum vef og niður-
staðan varð sú að við völdum Frímann frá
AP Media og hann var tekinn í notkun
seint á síðasta ári,“ segir Jörundur.
„Fyrsta breytingin sem notendur mæta
þegar þeir fara inn á vefinn er að nota
verður rafræn skilríki, eða íslykilinn, en
það ætti nú ekki að vefjast fyrir neinum
enda flestir nú þegar komnir með slíkt.
Vefurinn er myndrænni og auðveldara
að átta sig á valkostum. Þá er mun auð-
veldara fyrir starfsfólk skrifstofunnar að
uppfæra upplýsingar á vefnum, sem er til
þæginda fyrir notendur, og bæta við eða
breyta valkostum með stuttum fyrirvara
svo allar upplýsingar séu sem réttastar.“
Frá því vefurinn var tekinn í notkun
fara allar bókanir fram í gegnum hann.
Ekki er lengur hægt að hringja á skrif-
stofuna og bóka þannig. „Við teljum að
þetta sé til mikillar hagræðingar því nú
sitja allir við sama borð og bókanir eru
skráðar strax. Þá er breyting fólgin í því að
greitt er strax við bókun með kreditkorti
og það teljum við að muni bæta nýtinguna
og draga úr „draugabókunum“. Það vildi
brenna við að fólk bókaði bústað, ætlaði
svo að greiða síðar en hætti svo við án
þess að láta vita og bústaðurinn var auður
og ógreiddur þá vikuna.“
Jörundur bætir því við að ef fólk lendir
í vandræðum með bókun á netinu er
starfsfólk skrifstofunnar boðið og búið til
aðstoðar. „Fólk getur komið á skrifstofuna
og bókað þannig eða hringt og fengið að-
stoð við netbókunina en þá er nauðsynlegt
að hafa rafrænu skilríkin eða íslykilinn
meðferðis.“
Að eiga og leigja
Sjóðurinn á bústaði á nokkrum stöðum,
þrír í Brekkuskógi í Biskupstungum, einn
í Vaðnesi í Grímsnesi, tveir við Hreðavatn
í Borgarfirði, einn á Húsafelli. Þá er hús í
eigu sjóðsins á Kirkjubæjarklaustri. Næsta
sumar kemur húsið í Svignaskarði inn.
„Þetta er samskonar hús og húsin þrjú
í Brekkuskógi en þó heldur stærra, 50
sentimetrum breiðara, sem gerir húsið
allt heldur rýmra. Verktakinn er sá sami
og byggði húsin þrjú í Brekkuskógi og
húsið á Húsafelli. Húsið er staðsett á mjög
vel skipulögðu orlofshúsasvæði þar sem
góð þjónustumiðstöð er til staðar. Borgar-
fjörður er eitt vinsælasta orlofshúsasvæði
landsins, og húsin okkar tvö við Hreða-
vatn hafa komið mjög vel út. Við erum því
mjög ánægð með þessa fjárfestingu.“
Hús og íbúðir sem sjóðurinn býður
upp á eru ýmist í eigu sjóðsins eða tekin á
leigu. Jörundur segir það góðan kost þegar
eftirspurnin er bundin við hluta ársins.
„Við höfum leigt nokkur hús og íbúðir
yfir orlofstímann þegar eftirspurnin er
hvað mest og reynslan hefur sýnt okkur
að það er skynsamlegt. Það er ekki skyn-
samlegt að eiga húsnæði þar sem nýtingin
er aðeins í þrjá til fjóra mánuði á ári og
restina af árinu er bara lokað og læst. Sú
var raunin með orlofshús sem við áttum
austur á Héraði og einnig hús sem við
áttum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Við
seldum bæði þessi hús. En við höfum
aftur á móti komið til móts við eftirspurn
með því að leigja orlofshús á Héraði yfir
sumarið og það hefur komið ágætlega út.“
Sjóðurinn leigði á sínum tíma íbúð í
Kaupmannahöfn, í Barcelona, Alicante og
Strassborg fyrir félagsmenn. „Þetta kom
„Gestabókin er ekki nettengd“
– segir Jörundur Kristinsson formaður orlofssjóðs LÍ
Nýjasta hús félagsins er í Brekkuskógi en í vor
verður samskonar hús, örlítið stærra þó, tekið í
notkun í Svignaskarði í Borgarfirði.
Mynd Jörundur Kristinsson.