Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 44
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
112 LÆKNAblaðið 2015/101
Að velja sérgrein er ein stærsta ákvörðun
sem læknanemar standa frammi fyrir að
grunnnámi loknu. Ýmsir þættir hafa áhrif
á valið, eins og laun, vinnutími og vakta-
álag, nánd við sjúklinga og möguleikar til
rannsókna. Einnig má ætla að vinnuum-
hverfi og aðstæður hér á landi eigi ríkan
þátt í að móta val á sérgrein. Í þessu
greinarkorni kynnum við niðurstöður
könnunar sem ætlað var að varpa ljósi
á hvaða sérgreinar vekja mestan áhuga
læknanema hér á landi.
Könnun á áhuga læknanema á sérgreinum
Á haustdögum 2013 buðum við læknanem-
um við Háskóla Íslands að svara könnun
um áhuga þeirra á sérgreinum innan lækn-
isfræðinnar. Könnunin var send á netföng
301 læknanema á öllum námsárum og
hlekkur á hana birtur í hópi læknanema á
samfélagssíðunni Facebook. Könnunin var
nafnlaus og aðgengileg í rúma viku.
Alls bárust svör frá 205 læknanemum,
86 körlum og 119 konum, svarhlutfallið
var 68%. Fáir læknanemar höfðu þegar
ákveðið hvaða sérgrein þeir ætluðu að
velja að grunnnámi loknu, eða aðeins um
13% svarenda. Einn hugði ekki á sérnám í
læknisfræði. Læknanemar voru beðnir að
velja af lista eina sérgrein sem þeir höfðu
mestan áhuga á (mynd 1). Þeir sem völdu
lyflækningar eða skurðlækningar voru
beðnir um að tilgreina eina undirsérgrein
af lista (mynd 2 og mynd 3).
Skurðlækningar vinsælastar
Flestir sögðust myndu velja skurðlækning-
ar, eða rúmur þriðjungur svarenda (mynd
1). Af þeim 71 sem völdu skurðlækningar
voru 36 karlar og 35 konur. Af undirsér-
greinum skurðlækninga voru almennar
skurðlækningar og hjartaskurðlækningar
vinsælastar (mynd 2). Val kynjanna á und-
irsérgreinum var nokkuð líkt. Bæklunar-
skurðlækningar skáru sig þó úr þar sem
8 karlmenn völdu þá grein en aðeins tvær
konur. Konur voru hins vegar í meirihluta
þeirra sem völdu heila- og taugaskurð-
lækningar.
Lyflækningar
Á eftir skurðlækningum höfðu flestir
læknanemar áhuga á lyflækningum, eða
rúmur fimmtungur (mynd 1). Það voru 45
sem völdu greinina, 23 konur og 22 karlar.
Hjartalækningar voru vinsælasta undir-
sérgreinin, tæplega þriðjungur valdi þær
(mynd 3). Athygli vekur að afar fáir völdu
lungnalækningar, meltingarlækningar og
nýrnalækningar. Ekki var teljandi munur
á kynjunum í vali á undirsérgreinum að
undanteknum krabbameinslækningum, en
aðeins konur völdu þá grein.
Aðrar sérgreinar
Alls sögðust 35 læknanemar (17%) hafa
áhuga á að sérhæfa sig í barnalækningum
(mynd 1), tveir þriðju voru konur. Athygli
vekur að eingöngu konur völdu geðlækn-
ingar og fæðinga- og kvensjúkdómalækn-
ingar en aðeins karlar völdu myndgrein-
ingu og svæfinga- og gjörgæslulækningar.
Niðurlag
Undanfarna áratugi hefur hlutur kvenna
í læknastétt farið vaxandi og nú eru kon-
ur meirihluti læknanema við læknadeild.
Rannsóknir hafa sýnt að val á sérgreinum
er að miklu leyti kynbundið. Hér á landi
hefur hlutfall kvenna eftir sérgreinum ver-
ið svipað og víða erlendis, hæst í fæðinga-
og kvensjúkdómalækningum en lægst í
skurðlækningum og bráðalækningum.1
Athygli vekur að í þessari könnun voru
konur helmingur þeirra læknanema sem
Eyþór björnsson
eyb8@hi.is
Sigrún Tinna Gunnarsdóttir
Ívar Marinó lilliendahl
Öll læknanemar á 5. ári í Háskóla Íslands
Hvaða sérgreinar vekja
mestan áhuga læknanema?
Mynd 1. Áhugi læknanema á sérgreinum í læknisfræði.