Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 35
upp að ekki væri eingöngu verið að semja um launakjör læknanna heldur væri bein- línis verið að semja um framtíð íslenska heilbrigðiskerfisins. Ertu sammála þessu? „Þetta var aldrei beinlínis orðað svona af okkar hálfu enda hefði mátt túlka það sem hótun. En óbreytt ástand hefði skapað veruleg vandræði í heilbrigðiskerfinu og margir læknar hafa sagt upp störfum á undanförnum mánuðum og misserum, margir hafa dregið úr vinnu sinni hérlend- is og stunda vinnu á Norðurlöndunum og fjöldi íslenskra sérfræðilækna hefur ekki hug á að flytjast heim við óbreyttar aðstæður. Þetta var bara veruleikinn sem við blasti og enn er ekki bitið úr nálinni með þó binda megi vonir við að á næstu mánuðum verði viðsnúningur. Ég held að almenningur hafi ekki skynjað þetta sem hótun af okkar hálfu heldur lýsingu á ástandi sem við vildum mjög gjarnan breyta.“ Þið gættuð mikils hófs í öllum opin- berum málflutningi og nefnduð aldrei prósentutölur í fjölmiðlum þó gengið væri eftir því. Andstæðingurinn, ríkisvaldið, lét hins vegar hafa ýmislegt eftir sér í þeim efnum. „Já, við töldum einstaka liði kröfugerð- arinnar ekki eiga erindi við neinn nema viðsemjendur okkar en það var ekki alveg sama viðhorf uppi hjá þeim. Í ákveðnum tilfellum var ekki hægt að túlka yfirlýs- ingar stjórnvalda í fjölmiðlum um kröfur okkar á annan hátt en þar væri markvisst verið að reyna að snúa almenningsálitinu gegn okkur. Það tókst ekki, enda var það meðvitað hjá okkur að svara slíku aldrei á vettvangi fjölmiðla. Við fórum hins vegar ekki í neinar grafgötur með það að við værum að fara fram á verulegar kjarabætur.“ Þið réðuð ykkur þekktan almanna- tengil, Gunnar Stein Pálsson, sem ráðlagði ykkur hvernig baráttan skyldi kynnt í fjöl- miðlum. Telurðu það hafa hjálpað? „Alveg tvímælalaust. Við Gunnar Steinn vorum reyndar sammála um hvern- ig tekið skyldi á þessu svo samstarf okkar var mjög gott. Hann ráðlagði okkur að taka ekki undir ögranir stjórnvalda í fjöl- miðlum og leyfa slíkum upphrópunum að deyja út fremur en svara þeim. Enda hefði slíkt kallað á enn frekari viðbrögð og þar með væru viðræðurnar lentar á vettvangi fjölmiðlanna í stað þess að fara fram við samningaborðið, þar sem þær eiga heima. Það voru reyndar ekki allir í okkar röðum sammála þessari nálgun og vildu að við svöruðum fyrir okkur. Ég tel þó að þetta hafi reynst okkur farsælt.“ U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R læknar gætu þrýst á um kröfur sínar og þar á meðal farið í verkfall. „Spurningin var þá hvernig ætti að skipuleggja verk- fallið því allsherjarverkfall lækna kom ekki til greina. Við horfðum til finnsku læknasamtakanna sem fóru í verkfall á 10. áratugnum og við höfðum heyrt af þeirra baráttu á fundum með norrænu samninganefndunum. Það sem okkur leist vel á í þeirra aðgerðum var að í stað þess að leggja niður störf á ákveðnum sjúkrahúsum, fóru ákveðnir hópar lækna í verkfall. Útfærslan var síðan unnin af okkur hér á skrifstofunni í samstarfi við aðgerðahópinn.“ Aðspurð um hvort fyrri lota verk- fallsins, sem hófst í lok október og lauk í desember með tveggja daga verkföllum og hléum á milli, og seinni lotan, sem hófst 5. janúar en stóð aðeins í tvo daga þar sem skrifað var undir samninginn 7. janúar, hefðu verið skipulagðar samhliða, segir Sólveig svo alls ekki vera. „Það datt held ég engum í hug að við þyrftum að fara út í aðra og harðari lotu verkfalls á þeim tíma. Sem betur fór samd- ist áður en lengra var haldið inn í aðra lotuna. En verkfall lækna er eðli málsins samkvæmt mjög viðkvæmt. Verkfall verður auðvitað að hafa áhrif, það verður að bíta, en það má ekki valda skaða eða draga úr öryggi sjúklinga.“ Miðstöð verkfallsins var í húsakynnum Læknafélagsins í Hlíðasmára og Sólveig segir að ákveðinn hópur fólks hafi mætt til verkfallsvörslu og sinnt henni af mikilli prýði. „Verkfallsvarslan var í rauninni meira formsatriði en annað og það urðu engir árekstrar og mjög lítill ágreiningur um túlkun. Maður hefði kannski viljað sjá fleiri mæta hér í Hlíðasmárann til verk- fallsvörslunnar en þetta gekk allt saman ágætlega.“ Sólveig segir almenningsálitið hafa unnið með læknum í þessari baráttu og fjölmiðlar hafi átt stóran þátt í að undir- búa þann jarðveg með ítarlegri umfjöllun um slæmt ástand heilbrigðiskerfisins. „Al- menningur hafði áhyggjur af ástandinu og vildi að læknar næðu ásættanlegum samningi til að að kerfið liðaðist ekki í sundur. Það kom kannski stjórnvöldum á óvart hversu víðtækur þessi stuðningur var og tilraunir til að rjúfa hann fóru útum þúfur. Það var svo ánægjulegt að ríkis- stjórnin skyldi óska eftir því að læknafé- lögin sameinuðust með henni í yfirlýsingu um endurreisn heilbrigðiskerfisins þegar samningar höfðu náðst. Vonandi markar það nýtt upphaf.“ LÆKNAblaðið 2015/101 103 „Samstaðan skilaði okkur þessum árangri og ætti því að vera gott veganesti til framtíðarinnar því við munum þurfa að sækja frekari kjarabætur á næstu árum til að rétta hlut íslenskra lækna að fullu,” segir Þorbjörn Jónsson formaður LÍ.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.