Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2015/101 83 Íbúar með sykursýki notuðu fleiri lyf en hinir, sem samræmist erlendum rannsóknum. Í rannsókn Resnick og félaga24 notuðu íbúar með sykursýki að meðaltali 10,3 lyf en þeir án sykursýki 8,4 lyf, en í þessari rannsókn voru tölurnar heldur hærri (11,5 með sykursýki; 9,6 án sykursýki). Mikil lyfjanotkun og mögulegar milliverkanir lyfja eru áhyggjuefni enda sýnt að með því að fækka lyfjum hjá íbúum á hjúkrunarheimilum er hægt að auka lífsgæði þeirra, lækka dánartíðni, fækka ferðum á bráðamóttöku28 og inn- lögnum á sjúkrahús.29 Íslensk rannsókn hefur einnig sýnt hækk- andi hlutfall íbúa á hjúkrunarheimilum sem nota 9 eða fleiri lyf, eða úr 51% í 65% (2003-2009)9 en þetta hlutfall er þó enn hærra fyrir þá sem eru með sykursýki í þessari rannsókn, eða 76,8%. Gæða- viðmið sem notuð eru fyrir RAI-gæðavísa á íslenskum hjúkrunar- heimilum mæla með því að hlutfall íbúa sem eru á 9 eða fleiri lyfjum fari ekki upp fyrir 62,9%. Samkvæmt gæðaviðmiðinu er því ástæða til að skoða hvort hægt sé að endurskoða lyfjagjöf þessa hóps. Þó ekki væri munur milli hópa á beinbrotum eða byltum var beingisnun óalgengari hjá fólki með sykursýki en þeirra án sykursýki og samræmist það niðurstöðum úr samantektargrein Hofbauer og félaga30 Þar kemur einnig fram að þótt fólk með syk- ursýki af tegund 2 sé með minni beingisnun sé það í meiri hættu á beinbrotum en samanburðarhópar, oft vegna aukinnar hættu á föllum. Íbúar með sykursýki þjáðust fremur en íbúar án sykursýki af hjarta- og æðasjúkdómum, sem samræmist niðurstöðum úr öðrum rannsóknum.3,7,24 Athyglisvert er að hér var oflæti/þunglyndi (geðhvörf) algeng- ara hjá íbúum með sykursýki en hinum. Ekki fundust aðrar rann- sóknir um þetta efni. Hins vegar kom ekki fram munur á algengi þunglyndis hjá íbúum með og án sykursýki, sem samræmist nið- urstöðum Dybicz og félaga7 en ekki Travis og félaga3 þar sem íbúar með sykursýki voru fremur með þunglyndi en hinir. Styrkur þessarar rannsóknar er að um er að ræða gögn frá öllum hjúkrunarheimilum á Íslandi yfir langt tímabil. Um 2500 einstaklingar búa á hjúkrunarheimilum og við túlkun gagnanna verður að hafa í huga að úrtakið frá árunum 2003-2005 er ekki stórt og það er ekki fyrr en árið 2006 sem fjöldi í úrtaki fer yfir 1700. Frá árinu 2003 var farið að taka mið af RAI-mati við greiðslur ríkisins til hjúkrunarheimila og jókst þá notkun mælitækisins. Það sem einnig getur valdið því að íbúar á hjúkrunarheimilum eru ekki metnir með RAI-mælitæki er að þeir látast áður en mat fer fram eða að þeir flytja á hjúkrunarheimilið svo seint á viðkomandi ári að ekki næst að gera RAI-mat. Hér er um að ræða klínísk gögn en ekki rannsóknargögn en það getur skert áreiðanleika gagnanna. Þó hef- ur verið bent á að gögn sem fengin eru með RAI-mælitækinu eru mikilvæg rannsóknargögn31 og sem rannsóknarmælitæki þá hafi matið sýnt sig að vera með miðlungs til mikinn áreiðanleika.17 Jafn- framt hafa próffræðilegir eiginleikar kvarða þeirra sem hannaðir hafa verið fyrir mælitækið bent til notagildis þeirra í rannsóknum. Upplýsingar um sjúkdómsgreiningar eru fengnar úr sjúkraskrá eða úr RAI-mælitækinu þar sem læknir viðkomandi einstaklings hafði skráð þær, og því verður að gera ráð fyrir að upplýsingar um sjúkdómsgreiningar séu misvel skráðar. Einnig takmarkast gögn- in við þær breytur sem eru í mælitækinu og þar er ekki gerður greinarmunur á sykursýki af tegund 1 og tegund 2, né eru nægi- lega miklar upplýsingar um meðferð sykursýkinnar, svo sem um blóðsykurmælingar eða hvort blóðsykurföll séu tilgreind. Því er mikilvægt í ljósi þessara niðurstaðna að skoða frekar hversu stórt hlutfall íbúa þarf á insúlínmeðferð að halda og hvernig annarri lyfjameðferð, mataræði og umönnun íbúa með sykursýki er háttað. Ályktun Bættar lífslíkur ásamt aukinni ofþyngd almennings á Íslandi munu líklega leiða til þess að algengi sykursýki á hjúkrunar- heimilum muni halda áfram að aukast í framtíðinni. Íbúar með sykursýki eru þungir í umönnun þar sem líkamleg heilsa þeirra er lakari en jafnaldra. Einnig er fjöllyfjanotkun algeng meðal þeirra en fjöllyfjanotkun eykur hættu á milliverkunum lyfja. Umönnun fólks með sykursýki á hjúkrunarheimilum er margslungin og hana þarf að sérsníða að hverjum einstaklingi. Iðulega þurfa starfsmenn að fylgjast með einkennum sykursýkinnar hjá íbúum og því þarf starfsfólk að hafa þekkingu á meðferð sykursýkinnar hjá hverjum íbúa. Þörf er á rannsóknum þar sem skoðuð er meðferð og skrán- ing upplýsinga um sykursýki meðal íbúa öldrunarheimila. Þakkir Rannsakendur vilja þakka styrk til rannsóknarinnar frá Vísinda- sjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. R a n n S Ó k n

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.