Læknablaðið - 01.02.2015, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2015/101 79
Inngangur
Eldra fólki fer fjölgandi á Íslandi og það veldur breyt-
ingu í aldurssamsetningu þjóðarinnar og þörf fyrir
heilbrigðisþjónustu. Meðal eldra fólks er sykursýki
vaxandi vandamál1 en sykursýki eykur áhættu á að fara
á hjúkrunarheimili2, og 26,4% (n=144.969) af þeim sem
dvöldu á hjúkrunarheimili í Bandaríkjunum árið 2002
(n=548.572), voru með sykursýki.3 Algengi sykursýki á
hjúkrunarheimilum í Evrópu er frá 17,2%4 til 19,9%5 en
í Bandaríkjunum frá 24%6 til 32,8%.7 Íslensk rannsókn8
fann að árin 2002-2004, notuðu 7% íbúa hjúkrunarheim-
ila lyf við sykursýki. Hins vegar hefur algengi sykur-
sýki á Íslandi, meðal fólks 75-84 ára, verið áætlað um
12% meðal kvenna en um 17% hjá körlum.1
Algengi sykursýki minnkar eftir því sem íbúar
á hjúkrunarheimilum eldast og rannsókn7 sýndi að
aldurshópurinn frá 65-84 ára var fremur greindur
með sykursýki (40,8%), borið saman við 85 ára og eldri
(24%). Það er samhljóða Moore og félögum,6 en eftir því
sem íbúarnir urðu eldri dró úr sykursýki og algengi
sykursýki hjá konum minnkaði hraðar en meðal karla.
Í aldurshópnum 65-69 ára (n=66.676) voru 38% kvenna
með sykursýki en 11% af þeim sem voru 95 ára og eldri
(n=111.162), fyrir karlmenn voru sambærilegar tölur
34% og 16%.
Fjöllyfjanotkun er áhættuþáttur fyrir dvöl á hjúkr-
unarheimili,2 en hlutfall íbúa á hjúkrunarheimilum
inngangur: Sykursýki er vaxandi vandamál meðal eldra fólks og einn af
áhættuþáttum fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Ennfremur er sjúkdóma-
byrði og lyfjanotkun þeirra sem eru með sykursýki oft meiri. Tilgangur
rannsóknarinnar var að skoða algengi sykursýki á íslenskum hjúkrunar-
heimilum yfir árin 2003-2012 og gera samanburð á heilsufari, færni, lyfja-
notkun og sjúkdómsgreiningum íbúa með eða án sjúkdómsgreiningarinnar
sykursýki sem bjuggu á hjúkrunarheimili árið 2012.
Efniviður og aðferð: Rannsóknin var afturskyggn og mælitækið
Gagnasafn um heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum var
notað við gagnasöfnun (N=16.169). Nánari tölfræðileg greining var gerð á
gögnum frá 2012 (n=2337).
niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu var meðalaldur frá 82,3 (sf 9,1) til
85,0 ár (sf 8,4) og hlutfall kvenna frá 65,5 til 68,0%. Hlutfall þeirra sem
voru skráðir með sjúkdómsgreininguna sykursýki hækkaði úr 10,3%
árið 2003 í 14,2% árið 2012 (p≤0,001). Meðalaldur íbúa með sykursýki
árið 2012 var 82,7 ár en annarra 85 ár. Íbúar með sykursýki höfðu meiri
húðvandamál, notuðu fleiri lyf, vitræn geta var betri og þátttaka í virkni
var meiri. Þeir sem voru með sykursýki voru frekar með háþrýsting,
hjartasjúkdóm vegna blóðþurrðar, heilaáfall, nýrnabilun, oflæti/þunglyndi,
sjónukvilla vegna sykursýki og aflimun, en voru síður með kvíðaröskun,
Alzheimer-sjúkdóm og beingisnun.
Ályktun: Íbúar með sykursýki á hjúkrunarheimilum eru yngri en aðrir
og betur á sig komnir andlega, en hins vegar getur meðferð þeirra verið
margslungin og hana þarf að sérsníða að hverjum einstaklingi. Sykursýki
er vaxandi vandi inni á hjúkrunarheimilum og því þarf að tryggja að starfs-
fólk hafi þekkingu á hvernig best er að meðhöndla sykursýki hjá öldruðum.
ÁgrIp
sem notuðu 9 lyf eða fleiri á dag jókst úr 50,8% í 64,9% frá
2003 til 2009.9 Erlendis nota íbúar með sykursýki fleiri
lyf, eða 10,9 lyf að meðaltali, borið saman við íbúa án
sykursýki, sem nota 8,4 lyf að meðaltali.3 Sambærilegar
tölur fyrir íbúa með sykursýki eru ekki þekktar fyrir Ís-
land.
Hreyfifærni10 og vitræn geta11 ráða miklu um vistun
á hjúkrunarheimili. Líkamleg færni eldra fólks með
sykursýki skerðist hraðar en þeirra sem ekki hafa syk-
ursýki12,13og Travis og félagar3 fundu að líkamleg færni
íbúa með sykursýki var minni en þeirra án sykursýki,
sem þó voru eldri. Íbúar með sykursýki hafa mikla þörf
fyrir aðstoð við athafnir daglegs lífs, svo sem hreyfingu,
fæðuinntekt og útskilnað.14 Erlendis eru verkir einnig al-
gengari meðal íbúa með sykursýki en án hennar,3 ekki er
vitað hvort slíkur munur finnst hér á landi. Hins vegar
voru íbúar sem voru nýfluttir á íslensk hjúkrunarheimili
á árunum 1996 til 2006 með verki og hlutfall þeirra með
daglega verki var frá 30-41%.15 Borið saman við fólk án
sykursýki, eru íbúar með sykursýki á öldrunarheimilum
greindir með fleiri sjúkdóma 3,7 og eru alvarlega veikir.3,14
Lítið er vitað um algengi sykursýki á íslenskum hjúkr-
unarheimilum og hvernig heilsufar og færni íbúa með
sykursýki er samanborið við íbúa án sykursýki. Þó má
ætla að íbúar með sykursýki þurfi meiri umönnun en
fólk án sykursýki.
Greinin barst
14. júlí 2014,
samþykkt til birtingar
10. desember 2014.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Algengi sykursýki og
heilsufar íbúa á íslenskum
hjúkrunarheimilum 2003-2012
Ingibjörg Hjaltadóttir1 hjúkrunarfræðingur, Árún Kristín Sigurðardóttir2 hjúkrunarfræðingur
1Hjúkrunarfræðideild Há-
skóla Íslands og flæðissviði
Landspítala, 2heilbrigðis-
vísindasviði Háskólans á
Akureyri.
Fyrirspurnir:
Ingibjörg Hjaltadóttir
ingihj@hi.is
R a n n S Ó k n
gegn
heilablóðfalli/
segareki
Forvörn gegn heilablóðfalli / segareki hjá sjúklingum
með gáttatif sem ekki tengist lokusjúkdómum (NVAF)
ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum.
Aðeins Eliquis® tengir
saman þessa kosti
Veldu Eliquis®, eina Xa hemilinn sem sýnt
hefur verið fram á að veiti áhrifaríkari vörn
gegn heilablóðfalli/segareki með marktækt minni
tíðni á meiriháttar blæðingum samanborið við
warfarin1.
Eliquis® (apixaban), sem ætlað er til inntöku, er beinn hemill á storkuþátt Xa og hefur eftirfarandi
ábendingar:
• Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls
mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti.
• Forvörn gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem
ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri
áhættuþáttum, svo sem sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic
attack, TIA), aldur ≥75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥II)2.
Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn
eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu.
Sjá frekari upplýsingar um lyfið á www. lyfjastofnun.is
Heimildir: 1. Granger CB et al. Apixaban versus warfarin in patients with atrial fibrillation.N Engl J Med 2011; 365: 981–992.2.
2. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Eliquis.
Áhrifaríkari vörn
PFI141001
samanborið
við warfarin1samanborið
við warfarin1
Minni tíðni
meiriháttar
blæðinga